Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1940, Blaðsíða 15

Heimilisblaðið - 01.03.1940, Blaðsíða 15
HEIMILISBLAÐIÐ 51 Hringur drottningarinnar af Saba Skáidsaga eftir H. Rider Haggard 5. kap. Faraó gerist ba'ldmn. Nú liðu sex vikur og landið fór að breyta útliti. Loks komumst við út úr eyðimörk- inni endalausu, því að oss reiknaðist að við hefðum farið svo hundruðum mílna skipti. Að enduðu æfintýrinu mikla í grennd við eyðimerkurhólmann, þá bar ekkert átakanlegt. til tíðinda á eyðimerkurgöngu vorri. Það mátti með sönnu segja, að sú ganga væri hræðilega tilbreytingalaus; en samt sem áður var eitthvað töluvert. heill- andi við hana, að minnsta kosti fyrir þá Higgs og Orme, því að þeim voru þetta nýungar allt saman. Leiðin lá um þetta sandhaf dag eftir dag. En hve þar var einmanalegt og fá- förult. Enginn maður varð á leið okkar vikum saman, ekki einu sinni Bedúínar, börn e'yðimerkurinnar. Dag eftir dag sá- um við sólina eldrauða. renna upp fyrir sandhafsbrúnina í austri og ganga undir þá sömu brún í vestri að lokinni dagleið hverri,. Nótt eftir nótt sáum við tungliö, hið sama, sem augu milljónanna, í borg- unum virtu fyrir sér og var sem það breytti öllu þessu sandhafi í silfursjá. Eða við hugðum að stjörnunum í þessu hreina, heiða lofti, því að eftir þeim stýrðum við göngu okkar; þarna, gengu þær sína tign- argöngu um himingeiminn. Og furðulegt var að hugsa sér, að þetta endalausa, auða ið, helzt í votlendi. — Djúpir pyttir eða hyljir í lækjum eru líka. Kjósar kallaðir. Nú mun allt. þetta fara eða hafa farið saman, þar sem þessi staðanöfn haldast við enn, bæði hér og í Noregi, Kermyndaðir hafa þessir Kjósar verið, og mætti af því geta þess til, að kjóss, ker og kjarr sé allt samstofna og sömu merk- ingar. Víða eru hér mýradældir vaxnar iandflæmi hefði einu sinni verið s-jónar- vottur að vfirburðum manna, sem nú væru fyrir löngu, löngu dottnir úr sögunni og gleymdir — menn sem h.efðu sporað þenna sama sanJ og við erum nú að þramma yfir og grafið þá brunna, sem við drukk- um nú af. Hersveitir höfðu líka brunað yfir eyði- merkur þessar, og farist þar. Einu sinni bar okkur þar að, sem ógurlegur fellibyl- ur, hafði næstum gerskafið allan sand af berginu, som undir lá; lágu þar beinagrind- ur af hermönnum svo þúsundum skipti og áburðardýr þeirra. Og inn á milli voru heilar dyngjur af örvum, sverðablöðum, brot úr hverskonar vopnum og málaðir trjáskildir. Þarna hafði heil hersveit farist. Verið getur, að Alexander hinn mi,kli hafi sent hana, eða. einhver konungur enn fyrr á tímum, sem enginn veit nú hvað heitic hefir. Hérna sáum við grafletrið yfir hálfn- uðu afreksverki hans. Þarna lágu konung- arnir, hermennirnir og konur þeirra. Við fundum kvenbein í hrúgu út af fyrir sig; á sumum loddi síða. hárið enn á höfuðkúp- unum. Við sáum hversu veslings konurn- ar höfðu hópast saman, er hinn ægilegi heljarstormur skall síðast á eða það var hungur eða þorsti. Ó, ef beinin gætu tal- að, hverju myndu þau þá ekki, geta sagt frá! Borgir höfðu líka staðið í þessari eyði- fjalldrapa og víði (sbr. Víðiker) eða smá- vöxnu birki. Allt eru það Kjósar eða Ker- skógar. Kjarr (á norsku: Kjerr eða, Kjerre) merkir smávaxinn skóg, einkum i mýrum (sbr. Kjarrmýrr eða ker). Ef þetta er rétt, mætti nota orðið Kjós enn í almennu ritmáli, samkvæmt frum- merkingunni. B. J.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.