Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1940, Blaðsíða 14

Heimilisblaðið - 01.03.1940, Blaðsíða 14
50 HEIMILISBLAÐIÐ ---------i Viðlagið er þetta: Enginn, nema Jesús, er frelsan mannanna, enginn getur frels- að, nema hann. Þar segir skáldið að upphafi, að í forn- u,m helgi,ritum Indverja finnist enginn guö, sem geti frelsað — ekki Brama, ekki hinn voldugi Síva, ekki Ram, ekki Rabon né Loksuman, hversu vitrir og' hraustir sem þeir séu: taldir. Jesús steig niður af há- sæti sínu, hi,mninum, leið píslir og dauða á krossi og gaf syndurunum eilíft líf meo því. Heyrið, hvað Masidham segir: Jesús er hinn eini frelsari mannanna, enginn gc-tur frelsað, nema hann! Þriðji sálmurinn mætti heita: Jesús e ~ óbrigðull vinur, út af orðunum: »Vinm syndara« (Matt. 11, 19). Viðlagið er á þessa leið: Wirmr lífsins, Ijúfi Jesús, lífstins vmur, dvei lijá mér«. Aðalefni, sálmsins er þetta: Þegar ég sat týndur í djúpi myrkranna, og vissi ekki, hvert ég átti að snúa mér, sjúkur af hrylli- legri, veiki og vinalaus, þá kom ég auga á ljosið þitt, Jesús. Og þegar ég kom inn í það, þá öðlaðist ég kraft og sálarfrið. Þú leystir mig úr fjötrum myrkravaldsins. Þegar dauðans dimmum skugga bregður yfir mig, og engir vinir geta lengur hjálp- að mér, þá á ég örugt hæli hjá þér. Á hæli það getur enginn ráðist. Ö, sál mín, vertu hyggin og höndla þú hinn frelsandi og særða Drottin þinn. Ö, Masidham! Gakk með honum út í móðu dauðans, hann held- ur þér uppi. y>Vinur lífsins, Ijúfi Jesús, lifsins virmr, dvel lijú mér«. Eins og íeldurinn er bezta skraut tigrisdýrsins, þannig er gott mannorð fyrir hvern eins.takling. Horfðu ekki á gullið, sem þú hefir unnið fyrir, hugsaðu heldur um það, sem þú h,efir ta.pað. Eins og tofraorðin reisa æfintýrahallir, þannig eru það hugsjónirnar, sem mynda afrek mikil- mennanna. Það er meiri gleði í voninni en skemmtunum. Kjós. Hvað merkir það nafn? Og hvaðan er það örnefni komið? Það hefi,r flutzt hingað með landnáms- mönnum frá Noregi. Upphaflega var það karlkennt orð: Kjósr (Kjóss, egf.: Kjós,s eða Kjósar, flt. Kjós- a,r), og svo kvað það vera í Noregi enn í dag. En í íslenzku er það nú kvenkyns og beygist eins og nafnorðið: drós (drósar, drósir). Liggur það mjög nærri, að úr Kjósr og Kjóss yrði Kjós (sbr. hausr — hauss — haus) og þar sem eignarfallsend- ingin forna var ar (Kjósar, jöfnum hond- um við Kjóssj, þá lá svo nærri að hafa myndipa Kjósar (í Kjósarsýslu), eins og nafnið væri kvenkennt, I Noregi eru margir staðir kenndir við Kjóss: K'ósar heita inn af Farris-vatni, Kjóss er í Nessprestakalli í Raumaríki, Kjóss kirkjusókn er á Haðalandi, og Kjós- arsókn (í Brandabú). I Noregi nefnast Kjósarnir nú Kjoser eða, Kjöser. Hér á landi er Kjósin alkunnust sem Kjósarsýsla er við kennd. Á Vestfjörðum (HornstrÖndum) eru nokkrir staðir með því nafni, eða hafa verið: Kjós í Grunna- vík, Kjós í Trékyllisvík, Kjós í 'Reykjar- firði; inn af Reykjarfirði kvað ganga, Kers- vogur, sem að fornu nefndi,st Kjósvogur (Kjörsvogur, Kesvogur og Kjósvogur). Kjóshóll er nefndur í Staðarsveit vestra. Veit, ég ekki meira um þann hól, en geri mér í hugarlund, að hann_muni vera svip- aður Kerhól í Grímsnesi. Kjósarsker hét í Hvalfirðt og Kjóssvík í Borgarfirði eystra þar sem seinna hét og heitir Kjólsvílc og getur þao verið afbökun á frumnafninu. 1 Noregi er Kjós fyrst og fremst hafr um mjóa voga, sem eins og hverfa inn í land af fjörðum, eða stöðuvötnum. Því næst merkir það mýrlent dalverjri eða kvos, sem eins og hverfur inn í fjöllin. eða myrarvik, sem liggja inn í liolt og hæð- ir, eða inniluktar kringlmnýrar eða ker. 1 þriðja lagi merkir það kjarr, þéttvax-

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.