Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1940, Blaðsíða 9

Heimilisblaðið - 01.03.1940, Blaðsíða 9
HEIMILISBLAÐIÐ 45 nú að virða fyrir sér alla þá dýrð himins- ins, sem sjá mátti með honum. Kíkinum fylgdi bæklingur Galileis, sá er nefndist ,»Stjörnubcðskapur« (Siderius Nuncius). Birti Galiiei þar uppgötvanir sínar í einu lagi. Gömlu stjörnufræðingarnir tóku þeim boðskap með móðgandi ummælum og tor- tryggni. Sumir andmæltu hástöfum því guðleysi, að hann skyldi, vera að búa ti! dali í hina björtu ásjónu tunglsins. Aðrir sögðu, að Júpiterstungl hans kæmu ekki af öðru er. giámsýni; orsakaðist það ekki af óðru en afturkasti ijóssins. Háskóla- kennari einn í Padowa færði þær sannan- ir gegn þessu, að ekki væru til nema 7 málmar, 7 dagar í viku og 7 op á höfði manns; þar af leiðandi gætu ekki verið til nema, 7 reikistjörnur. Og er kennara þessum var þröngvað sjálfum til að sjá tunglin í kíkipum, þá sagði hann, að fyrst þau sæust ekki berum augum, þá væru þau gagnslaus, og þar af leiðandi, ekki til! En með orðinu »gagnsla.us,« mun hann liafa átt við það, að þá »lýstu þau ekki jörðunni«. En Galilei hafði tekið það fram í boðskap sínum, að nú væri það sýnt, að það væri röng skoðun, að Guð hefði skapað allar stjörnur til þess eins, að »lýsa jörðunnk. Þetta þótti óbiþlíuleg og óguðleg staðhæf- ing. — Galilei sá kvartélaskiftin á Venus, eins og fyrr segir, og hafi hann eigi fyrst- ur séð sólblettina, þá er það þó hann, sem fyrstur ath.ugaði þá, og ályktaði af þeim, að sólin snerist, um sjálfa sig. Boðskapur Galileis fékk nú heldur hlýrri viðtökur hjá Kepler. Tók hann nú að rita hina síðari ritgerð um eðli ljóssins, sem fyrr er frá sagt, og um tilbúning stjörnukíkira (1611). En þetta sama ár (1611) varð hi,ð mesta mæðuár, sem Kepler hafði lifað. Fjárhag- ur hans var óvenju þröngur. Og ofan á það bættist, að bólan geysaði það ár í Prag. Dó þá elzta barnið hans, sem hanni unm mjög, úr bólunni; kona hans varð sturluð og dó skömmu síðar (3. júlí) úr taugaveiki. Iðraði hann þess þá sárt, hve oft hann hefði verið óþoli,nmóður og uppstökkur við þessa, velviljuðu, en úrræðalitlu konu sína. Eigi fékk hann goldnar eftirstöðvarnar af launum sinum hjá Rúðólfi keisara, Og kost átti hann á kennaraembætti í Linz, en keisari viidi eigi leyfa honum að taka. því boði, Samtímis fóru Austurríkismenn her- skildi, um Prag. Á þess.u sama ári (23. maí) kom Matthías bróðir Rúðólfs keisara til ríkis í Bæheimi,; neyddi hann bróður sinn. til að sleppa völd- um við sig, og dó Rúðólfur keisari, á næsta ári (20. jan.). Kepler hélt trúnaði sínum við hinn fráfarna keisara en Matthías keis- ari lagði, enga fæð á hann út af því. Rík- issjóðurinn var tómur, svo að engin von var ti), að Kepler fengi greidd þau 4000 gyllini, sem Kepler átti hjá Rúöólfi. En hins vegar gladdi það Kepler mjög, að nýi keisarinn veitti honum kennaraembættið við háskólann í Li,nz (1612) og var gerður að keisaralegum hirðstjörnumeistara að nafnbót. — III. Kepler kvæntist í annað sinn í Linz (30. okt. 1613) munaðarlausri stúlku, er héí Susanna Renthingen. Stofnaði hann þann ráðahag einkum vegna, barnanna sinna og varð það hjónaband hans farsælla en hitt. Um þessar mundir fór hann tij ríkis- þingsins í Regensburg með Matthíasi keis- ara. Þa,r lét hann uppi hversu hann hugs- aði sér að tímatalið (gamli stíll) yrði end- urbætt; hafði hann skrifað stutta ritgerð um það efni„ og lagði nú til að tímatal það, sem kennt er við Gregorius páfa 13. (1582) væri tekið upp í stað hins. gamla (Júlíanska tímatalsins). En þingmenn voru svo fullir hleypidóma í garð páfakirkjunn- ar, að nýmæli Keplers náði eigi, fram að ganga. Er auðsætt, að Kepler hefir allmjög gefið sig við tímatalsfræði, því að í einu tímariti samtíðar hans, gerir hann tilraun til að sanna, að Kristur sé fæddur 5 árum fyrr en almennt er talið og er það nú tal- ið rétt vera. Sama árið var vínuppskera mikii á

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.