Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1940, Blaðsíða 5

Heimilisblaðið - 01.03.1940, Blaðsíða 5
HEIMILISBLAÐIÐ 41 ná víginu meter fyrir meter, því að Frakk- ar vörðust með handsprengjum og- þokuð- ust um leið undan í göng neðan jarðar. Orustunni er svo lýst: »Þegar þangað kom vörðust Frakkar enn með handsprengjum og byssustingjum. Sprengjurnar þeyttu sandpokum, sem hafðir voru til varnar, í loft upp og árásarmenn áttu stöðugt við að etja vélbyssur og handsprengjur«. Yf- irmaður í víginu, Rwynai varðist svo að- dáanlega., að hann fékk að halda sverðinu sínu, er hann var handtekinn, meðan hann sat í varohaldinu. Enn má sjá merki eftir handsprengjurnar niðri í göngunum. Iiið ytra var tveggja metra þykkt járnsteypu- lag, en hin ákafa. sprengjukúlnahríð tætti það í sundur. Frakkar náðu víginu aftur 5 mánuðum síðar. Nú erum við komnir að frakkneska kirkjugarðinum ag Beinahöllinni við Dou- aumont. Stóra hvíta. sléttan, sem við sá- um af hæðinni hjá Fort de Souville, er kirkjugatðurinn. Ilér gnæfa 25 000 kross- ar hlið við hlið. Allir eins og þó hver öðr- um ólíkir! Allir hvítir. Steypt plata. er á hverjum þeirra og á þær letrað: Mort f.oúr la France. Við fótinn á hverjum krossi er blóðrauð pelargonia, ei'ns og blæðandi rönd þegar horít er eftir röðunum endilöngum. Sumt af krossum ber nafn sömu herdeild- ar og hersveitar. Á einum krossi stendur þetta nafn, öðrum annað, alls 20 000 nöfn! Við fót eins krossins hangir rósarsveigur, við annan rís krossmark; aðra einkennir ekkert nema ptatan og rauða pelargonian, sem hið þakkláta Frakkland hefir plantað, Eg geng fram með röðunum og beygi kné við hvern kross, þar sem krossmark stendur. Ég ætlaði að taka mynd af kross- markinu. En þá heyrði ég sagt hljóðlega að baki mér: »Ætlarðu að gera það pabbi?« Svona voru tilfinningar okkar, þegar við stóðum í þessum alþjóðarhelgidómi og okk- ur fannst það eins og óþarfi, þar sem þessi auglýsing var fest upp við innganginn að Beinahöllinni: »Berið virðingu fyrir vorum látnii«, og bann gegn því að að ganga. í höllina, nema karlmenn væru í jakka og konur bæru kápu og hatt. Við fundum, að við stóðum á helgum stað. Hér var um lotn- ingarfulla lotningu stórþjóðar að ræða. fyr- ir hetjum sínum, en ekki hershöfðingjum og fciringjum — grafir þeirra eru að Hotre d’Invalides í París, heldur hverjum þeim, sem gaf hið mesta, sem hann gat, líf sitt, fyrir Frakkland. Frá turninum hringja sigurklukkurnar á hverju kvöldi og á nótt- inni varpa 4 vitaljós bleikum bjarma yfir vígvölMrm. Við nemum staðar fyrir utan Fort de Douaumont. ötal frakkneskar og þýzkar sprengikúlur hafa molað sundur hinar stói- felldu steypuhlífar virkisveggjanna og inn- gangurinn að víginu liggur um sundurskot- ið búr, þav sem sprengjur Þjóðverja voru geymdar; en frakknesk sprengikúla sundr- aði búri þessu og um 600 Þjóðverjar voru drepnir, sem þá höfðu vígið á sínu valdi. I stríðinu, urðu Þjóðverjar að geyma. lík hinna föllnu um liríð neðan jarðar undir víginu; var þeim hlaðið þar hverju á ann- að ofan eftir því sem fleiri féllu. Frakk- neski hermaðurinn nam staðar augnablik og heilsaði að hermannasið, áður en lengra væri haldið áfram. Nú víkjum við af leið til byssustingja- grafarinnar svo nefndu. Við erum komin yfir háhæðina,, þar sem Thiaumont-Ferme lá og erum komnir nokkur hundruð metra niður eftir hlíðinni til móts við fljótio Meu.se. Hinn ameríski borgari Georges F. Rand, hefir reist bautastein mikinn, þar sem heil hersveit féll í skotgröf í orustunn; 11. júní 1916 fyrir aðdynjandi sprengjum. Hér og þar stóð trékross og ritað á hann svörtum bókstöfum: »Francais Inconnus«. Öþekktir Frakkar. Gegnum Dauðagjána, le Ravin de la Mort, snúum við aftur til Verdun. Það voru tíu mílur vegar. Gistihús borgarinnar voru meira en full a.f ferðamönnum, svo að við hefðum hvergi fengið inni, ef vörðurinn á Citroens búgarði hefði eigi vinsamleg- ast látið oss í té sex rúm heima hjá sér.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.