Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.11.1940, Blaðsíða 3

Heimilisblaðið - 01.11.1940, Blaðsíða 3
29. árg. Reykjavík, nóv.—des. 1940 11.—12. blað Drottinn Jesú dýrð sé þér, nú dásemd lífs þíns skoðum vér, gef anda vorum aukið líf þú ert vor frœðsla, vernd og hlýf! Þótt landið hyldu húmsins tjöld, þá lijarðmenn litu englafjöld, þeir svifu á vœngjum vítt of láð og vegsömuðu Drottins náð! Þig fátœk móðir forðum ól, þá friðar lýsti dýrðleg sól, og stjarna leið um loftsins geim, hún lýsti frœðimönnum heim! Til borgar heim þér hraðið för, svo heimsins Ijós þér sjáið gjör! I húsi er skýli hjörðin fann þér heimsins lítið frelsarann! Og Ljós-dýrð birtist hratt, en hljótt, livar hjarðmenn hvíldu um myrka nótt! Og engiil Drottinn boðskap ber: -Nú burtu kvíða hrindið þér/« Og hjarðmenn Guðs son fundu fljótt í fjárhúsjötu um myrka nótt, þeir birtu Drottins boð um frið, er blessað flutti engLalið! Frá Drottins hjarta birtu ber, nú borinn heimi Jesús er, í jötu Lágri leitið Jians, þar lítið soninn Guðs og manns! í Davíðsborg er barnið fœtt, nú boðun Guðs þér fáið sœtt! Þér gátuð aldrei fundið frið, þótt fórnir sífellt þreyttuð við. Oss birtist frelsis bjarta sól og boðun Guðs um sérlwer jól! Þótt myrkur hylji lög og láð vér lifum sœl í Drottins náð! Vort œfiskeið er augnablik, því oss ei stoðar nokkurt liik, að biðja um Jesú blóð og náð og blessun Guðs og hjálparráð!

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.