Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.11.1940, Blaðsíða 12

Heimilisblaðið - 01.11.1940, Blaðsíða 12
180 HEIMILISBLAÐIÐ ---------Þú sagðir áðan, og það er satt, að það er fátt eitt, sem. hægt er að gera gömlu fólki til glaðnings. En það er þá líka svo skrítið, að það eru oftast lítilfjör- legustu smámunirnir, sem gleður það mest, — smámunir, sem. alveg er útlátalaust að láta því í té, ef út í það er hugsað. Og nú veit ég það, að þó að ég fari nú að kaupa eitthvað í búðum til jólagjafa handa henni móður minni, þá myndi h.enni þykja vænt um það, hversu lítilfjörlegt sem það væri, — siðeins af því, að það er frá mér. Og hversu dýr, sem sú jólagjöf væri, yrði henni þó miklu meiri gleði að bréfinu frá mér, þó að það geti aldrei orðið annað en illa stílað klór. En mér var að detta annað í hug, — og það er að hjálpa henni til ao standa enn einu sinni fyrir jólagleði ann- ara, — barnabarnanna sinna. Þau eiga fullt hús af krökkum, hún systir mín ag mágur, og berjast víst í bökkum, þó að þau vilji aldrei neina hjálp af mér þiggja um fram það, sem ég legg með móður minni. Og nú ætla ég að senda móður minni einhverja glaðningu handa krökkunum, fyrst og fremst — og þeirn hjónunum, svc. að hún geti látið verða glatt, bjart og nata- legt í kringum sig enn einu sinni á jólun- um, í litla, gamla húsinu okkar. Hvern- ig lízt þér á það, Kolbeinn?« »Mér lízt vel á það, Hjörleifur. En ég hefði viljað vera einhversstaðar álengdar, þegar þú ferð að gera innkaupin í búðun- um, — piparsveinninn, að kaupa barna- glingur, undirkjóla og silkisokka! Það verð- ur upplit á búðardömunum, sem vita hver þú ert!« »Ég var búinn að ætla þér ánsegjuna, ljúfurinn. Eg ætlaði að biðja þig að fara, með mér í búðirnar, -— þú ert svo æfður í þessu«. »Ja, — farðu nú hoppandi! Það ætti sva sem að vera byrjunin á »lappahvíldinni«? En þú leikur ekki á mig, minn góði mann. Ég fæ þér kellu mína til fylgdar og ráð- gjafar, og hvíli mig á meðan. Hún verður himin lifandi, — fyrst ag fremst yfir því að fá að nota þina buddu, — og s,vo eru það hennar ær ag kýr að fara í búðir«. »Það er fyrirtak. E'n þú verður að fara með okkur. Annars gæti einhverjum, dott- ið í hug, að ég hefði nú aflað betur en þú., og konan væri að skilja við þ'g«. Þeir voru nú báðir komnir í glaðværðar skap, ag glettust um stuad. En loks sagði Hjörleifur: »Nú verður þú að fara, Kolbeinn, — því að nú ætla ég að byrja á bréfinu til hennar mömmu«. Göm,ul kona situr á rúmi sínu í rökkr- inu, í litlu og natalegu herbergi, og horíir í glæðurnar í ofninum. Það er auðheyrt, að talsvert umstang er annars staðar í húsinu, einkum í eldhúsinu, sem er næst herbergi gömlu konunnar. Þaðan heyrast skrækir og hlátrar glaðværra barna, — og stundum grátur, rétt sem snöggvast. Þetta er á Þorláksm.ess,u. En gamla konan situr þarna ein og er hálf döpur. Nú getur hún ekki lengur tek- ið þátt í jólaundirbúninginum. Hún er orð*- in stirð og gömul og gamaldags, og getur svo lítið hjálpað til, þó að hana langi svo undur mikið til þess. Hugurinn hvarflar um heima ag geima, til ástvinanna, — barnanna, sem einu sinni héldu jólin hér, — einmitt í þessu húsi, — með henni. Fjögur þeirra eru lifandi: Anna, — dóttirin, sem hún býr nú hjá, Stína og Sigurðup einhversstaðar úti í Noregi, — að þau skyldu nú ekki reyna að komast heim með henni »Esju« í haust! En hún hafði þó frétt, að þeim liði báð- um vel. Og svo var nú hann Hjörleifur, blessaður drengurinn. Það var nú mikið honum að þakka, hvað vel fór um hana. En hann var svo latur að skrifa. Hafði víst sjaldan tíma til þess líka. »En gaman hefði verið að fá snepil frá honum, með s,vo sem tveimur eða þremur orðum á!« Hún rær fram og aftur á rúmstokkn-

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.