Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.11.1940, Blaðsíða 23

Heimilisblaðið - 01.11.1940, Blaðsíða 23
HEIMILISBLAÐIÐ 191 SÓLVEIG EFTIR HENRÍETTU FRÁ FLATEY Sólveig kunni vel við sig. Hún átti að kenna dætrum Guðrúnar til munns og handa. Hún fékk herbergi út af fyrir sig. Prestur var vel til hennar og hið rósama, reglubundna. eveitalíf hafði heilsusamleg áhrif á hana, en hún saknaði sárt drengs- ins sínsi. Svo sagði Guðrún henni, að hún ætti von á frænda sínum með síðustu skipa- ferð, er kæmi þar á fjörðinn um haustið. Það væri í október. Trúði hún henni fyrir, að það væri gert til að verja hann frá víndrykkju. Frændi Guðrúnar var kominn. En hversu brá ekki Sólveigu í brún, þegar hún sá, að frændi Guðrúnar var faðir drengs- ins hennar. Hvernig átti hún nú að snúa sér í þessu? Með þungum kvíða gekk hún inn í dagstofuna, þar sem Jakob sat og tal- aði við prestinn og frænku sína. Allra snöggvast horfðust þau í augu og léttur raði flaug um andlit hans, en Sólveig fann að hún fölnaði, og legubekkurinn, borðið og stólarnir dönsuðu fyrir augum hennar, en svo hresti hún sig upp. Guðrún flýtti sér að kynna þau hvort öðru, og var Sól- veig þakklát Jakob fyrir, að hann heils- aði henni sem alókunnugri stúlku, Svona leið tíminn. Jakob kynnti sig vei, og Sólveig var orðin alúðarvinur Guðrúnar og dætra hennar. En Jakob fannst ein- manalegt. Tók hann sér því langa göngu- túra, eða renndi sér á skautum á ísnum, eftir að fjörðinn lagði, en prestur varaði hann þó við því, af því að stríður áll var nokkuð frá landi, og var þar ekki farið. nema af kunnugum, sem þekktu leiðina. Þau töluðust lítið við, Sólveig cg Jakob, og sneiddu sem mest hvort- hjá Öðru. Þó var Sólveigu þetta stór raun, en hún hugs- aði: »Hann vill ekki þekkja mig, og þá skal ég ekki heldur troða mér upp á hann«. Svona leið tíminn þar til eftir hátíðar. þá fékk Sólveig bréf frá móður sinni. Sagði hún þar frá, að Jakob litli væri veik- ur, fárveikur; því vildi hún ekki leyna, hvern endir sem það hefði. En hún skyldi síma strax í Höfn — svo hét kaupstaður- inn, þar sem síminn var — ef eitthvað breyttist. Sólveig sat ein i dagstofunni, þegar hún las þetta, því presturinn var á skrifstof- unni að taka á móti póstinum en Guðrún við hússtörf. En er Sólveig hafði lesið þetta, hné bréfið úr hönd henni, og það leið yfir hana í legubekknum, þar sem hún sat, því hún elskaði drenginn afar heitt. Jakob kom inn og varð bylt við, þegar hann sá Sól- veigu í yfirliði og opið bréf á gólfinu. Hann tók það upp og leit á það og las: »Eg síma ef eitthvað breytist. Ef Jakob deyr verður þú að bera það, elsku dóttir mín, í því trausti, að Guð veit hvað bezt er fyrir hvern einn«. Jakob fölnaði. Var það mögulegt? — Gat það skeð, að Sólveig ætti barn með honum án þess að heimta, að hann gengist við því? Hann vissi sök sína gagnvart henni. Eins vissi hann að hún var óspillt og saklaus þegar hann kynntist henni. Hann skammaðist sín. Hann laut niður og þrýsti kossi á enni hennar, og höfug iðr- unartár runnu niður vanga hans. Sólveig hreyfði sig. Hann lét bréfið í kjöltu henn- ar og fór út um leið og hann tautaði: »Vín- ið, víniðk Sólveig raknaði við. Hvað hafði gerst? Jú, nú mundi hún það. Hún tók bréfið og staulaðist upp á loftið til herbergis síns. »Jakob, elsku sonur minn!« hvíslaði hún um leið og hún bældi sig í rúmfötunum og grét. Um kvöldið kom hún ekki til kvöldverð- ar og kenndi um höfuðverk. Þegar hún kom ofan daginn eftir, var verið að búa Jakob af stað. Hann ætlaði á skautum yfir fjörðinn á ís. Prestur ætl- aði að láta fylgja honum út yfir álinn. Var

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.