Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.11.1940, Blaðsíða 17

Heimilisblaðið - 01.11.1940, Blaðsíða 17
HEIMILISBLAÐIÐ 185 Thorn. Þar leið mér vonum framar vel. I þeim bæ kom Guð mér í kynni við marga góða .vini, sem tóku mér sem vini og bróð- ur. Ég get því talið Thorn sem annan fæð- ingarbæ minn. Samt sem áður komst ég ekki í neina fasta stöðu þar, og þar sem ég vissi, að það er vanalega mjög torvelt að fá stöðu, þar sem maður er ókunnugur, einsetti ég mér að fara aftur heim í átt- haga mína. Ég lagði leið mína um. Ham- borg, og mér fannst, þegar ég kom hingað, að einhver innri í'ödd segði mér að bíða hér, og myndi Drottinn þá veita mér ein- hverja stöðu. En það h.efir að líkindum verið þrá og löngun mín sjálfs, en ekki rödd Guðs, því að eins cg þér vitið, frú mín góð, er líðan mín nægilega aum og bágborin hérna«. »Þér eruð að tala um stöðu«, mælti hús- freyja, »hverskonar stöðu leitist þér helzt við að fá?« i »Ef það væri Guðs vilji, gæti ég unnið f fyrir mér sem dómsmálaritari«5 svaraði hann, »en til þessa. hefir mér ekki tek- ist að vinna fyrir mér með neinu móti«. »Þér eruð þá ekki hljóðfæraleikari?« spurði húsfreyja. »Því get ég bæði játað og neitað«, svar- aði hann. »Ég get bæði sungiö og leíkið á hljóðfæri, en ég hefi ekki numið þá list til að lifa af henni, heldur aðeins til að létta á huga mínum og hjarta, með því að syngja Drottni lof og þökk í tómstund- um mínum. Ég skal segja yður, að þessi fiðla er mér eins og kær vinur, sem frarn ber trega minn í tónum sínum og veitir m.ér himneska huggun og hugsvölun«. »En á hverju lifið Iiér þá eiginlega?« spurði húsfreyja. Nú varð Neumark að kannast við, að hann hefði smátt og smátt selt það lítið, sem hann átti og spurði húsfreyja hann þá, hvað hann ætlaði að taka til bragðs, þegar allt væri þrotið. »Ég hefi lifað á miskunn Guðfe og trú- festi, sem hefir viðhaldið mér í allri fá- tækt minni, á undraverðan hátt til þessa, frú mín góð«, svaraði Neumark. »Það er nú, því miður, komið að því, sem þér spurð- uð um, því að ég á ekkert annað eftir en fiðluna m.ína, sem mér þykir vænst um. Ef að því kemur ...«, hér þagnaði hann snögglega, því að enn þá gat hann ekki til þess hugsað, að missa uppáhalds hljóð- færi sitt. »Nei, að því mun ekki koma«, bætti hann við með angurblíðri rödd. »1 dag hafið þér, góða húsfreyja, hjálpað mér í neyðinni og hinn heiðraði herra Sibert hefir nú boðað mig á sinn fund, til að vitja svars við umsókn minni um ritstörf nokk- ur fyrir hann. Nú er einmitt tíminn kom- inn, sem ég átti að koma, svo að ég neyð- ist til að yfirgefa yður«. Húsfreyjan hristi höfuðið um léið og hún kvaddi og fór út, en Neumark flýtti sér að vita um, hvort að hann fengi ritstörfin, sem hann vonaðist, eftir, en sú von brást honum. II. Okrarinn. Við eina, minnstu og mjóstu götuna, sem lá niður að höfninni, bjó Nathan Hirsch, alræmdur okrari og veðlánamangari. Eng- in kaupsýslan var svo viðbjóðsleg að hann tæki ekki þátt í henni, ef nóg fé var í boði. Peningarnir voru sá guð, er hann fórnaði hverri einustu. stundu lífs, síns. Hann keypti og seldi, lánaði og nurlaði. Hús hans líkt- ist mesit býflugnabúi, þegar fólkið streymdi þar út og inn frá morgni til kvölds, eink- um þó á kvöldin. Síðla kvölds gekk ungur maður inn í myrkraríki Gyðingsins. Ýmsir kynlegir munir, og af margvíslegu tagi, héngu þar upp um alla. veggi. Ungi maðurinn bar undir kápu sinni fimmstrengjað hljóðfæri, einna líkast djúpraddarfiðlum nútímans. »Gott kvöld, herra Neumark!« kallaði Nathan til hans eins og gamals kunningja. »Hvað eruð þér að erinda hingað svona geint? Finnst yður ekki mái til komið fyrir

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.