Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.11.1940, Blaðsíða 20

Heimilisblaðið - 01.11.1940, Blaðsíða 20
188 HEIMILISBLAÐIÐ Krossinn þu.ngi, h.erra, sem á herðar höndin þín mér lagði, þjakar mér. Alla daga, allar nœtur, angurbitin sálin grætur, eintóm þreyta, engar bætur; angrið' hennar svölun er. »iNú er nóg komið!« æpti karlinn og vék sér að Neumark. »Hvaða harmatölur eiu þetta? Þér eruð þó sannarlega með tólf gyllini í vasanum cg það er ekki svo lítils virði. Með þeirri upphæð er hægt að fram- kvæma mikið«. En ungi maðurinn heyrði ekki neitt af þessu. Strengleikur hans varð skýrari og fjörlegri, og nú söng hann hærra en áður og út úr andliti hans ljómaði öryggi og trúnaðartraust. Veit ég samt, af elsku þú mig agar, allt til géðs að lokum verður mér! Pú við heimsins vilt mig vara valtri gleði, — b,ún er snara, — að ég lendi’ ei 1 þeim skara, er í glöitun steypir sér. Þegar ungi maðurinn þagnaði, mælti Gyðingurinn: »Jæja, þetta var dálítið glaðlegra, hald- ið því og minnist þess, að þér eigið dálitið stofnfé í vasa yðar. Annars vitið þér að fiðlan er mín eign eftir fjórtán daga, svo framarlega sem þér ekki komið og leysið hana út«. Þetta heyrði Neumark ekki„ því að hann var niður sokkinn í hugsanir sínar eða bæn. Síðan setti hann fiðluna út í horn- ið aftur, lét hönd sína hvíla á henni dá- litla stund og mælti við sjálfan sig: »Ut fert eivina voluntas!« (Ég þegi við vilja Droittins). Síðan vék hann sér skyndi- lega frá henni cg gekk út úr búoinni. Þegar hann kom út í myrkrið, rakst hann á mann, sem staðið hafði upp við dyrnar og að líkindum verið að hlusta a sönginn. »Fyrirgefið, herra minn!« sagði maður- inn auðmjúkt og kurteislega. »Það hefir ef til vill verið þér, sem spiluðuð og sung- uð svo fallega þarna innj?« »Já«, svaraði Neum.ark ag ætlaði að halda áfram ferð sinni, en ókunni maður- inn tafði fyrir honum og mælti: »Fyrirgefið mér dirfsku mína, herra góður. Ég er að vísu lítilmótlegur maður, en sálmurinn, sem þér sunguð áðan, fékk svo mikið á mig. Getið þér ekki sagt mér hvar ég muni geta fengið hann keyptan?« mælti hann ennfremur í bænarróm. »Ég er aðeins íatækur þjónn, en eitt gyllini vil ég þó með ánægju gefa fyrir þenna yndislega sálm, sem, mér finnst einmitt vera orktur fyrir mig«. »Ég skal með ánægju verða við ósk yð- ar fyrir ekki neitt, góði maður«, svaraði Neumark hrærður. »Hver eruð þér þá?« »Ég er þjónn herra Rosenkranz, sænska sendiherrans í Hamborg«, svaraði maður- inn. »Jæja, komið þér þá til mín snemma á morgun«, sagði Neumark og sagði honum jafnframt nafn sitt og heimilisfang. Kvöddust þeir síðan vinsamlega og skildu. III. Hjá sœnska sendiherranum. Átta dögum síðar en þetta bar við, kom þjónn sænska sendiherrans aftur til Neu- mark og mælti: »Háttvirti herra! Þér megið ekki reið- ast mér, þó að ég nú heimsæki yður aftur og langi til að auðsýna yður ofurlítinn þakklætisvott. Það getur vel skeð, að það sem ég ætla að segja yður núna, sé einber heimska, en ég hefi beðið Guð fyrir því í nótt. En af því að ég varð bæði ánægð- ari og öruggari í hjarta við það, hélt ég að það væri áreiðanlega vilji Guðs, að ég segði yður frá því«. »Jæja, hvað er það þá?« spurði Neumark vingjarnlega. »Langar yður að fá annað afrit af söngnum mínum?« »Æ, nei«, svaraði þjónninn. »Ég geymi hann nú eins og helgan dóm í biblíunni minni, og þó að ég týndi honum gamt sem

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.