Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.11.1940, Blaðsíða 11

Heimilisblaðið - 01.11.1940, Blaðsíða 11
HEIMILISBLAÐIÐ 179 hvað fallegt og gleðilegt. Það var eins og' andlitið á þér væri af einhverjum öörum manni, rétt sem snöggvast. Og svo sagðir þú: Þad var hún mamma gamla! Þá hrökk ég við. Ég á líka móður á lífi. Hún er hjá mági mínum. og systur austur á Norðfirði, — þau búa í gamla húsinu ckkar, þar sem ég fæddist og ólst. upp. Ég hefi ekki séö hana móður mína í fimm ár. Og oft líöa svo margar vikur og mánuðir að ég gleymi að skrifa henni, — ég man það núna, að ég hefi t. d. ekki skrifað henni síðan ein- hverntíma í sumar. Það er allt af þessi ólukkans asi á manni og spenningur. Og sva er ég nú enginn listamaður með penn- ann. Þykist góður að geta krotað það nauð- synlegasta í dagbókina. »Þú hefir þá ekkert verið farinn að hugsa um hana núna, — fyrir jóhn?« »Nei, — og það er skömm að segja frá því. Og' ef að þú hefðir ekki litið upp í ljós- penuna og minnst. á hana mömmu þína, þá hefði ég sennilega farið svo í þessa ferð, að ég hefði ekkert hugsað til móður minn- ar„ — sent henni skeyti á aðfangadag og látið þar við sitja. En nú ætla ég að skrifa henni langt bréf í kvöld, — cg svo verð ég þér samferða til Reykjavíkur í fyrra- málið með »Fagranesinu«, — verð kominn til skips aftur í tæka tíð annað kvöld, — ég þarf að »rápa í búðir« ofurlítið og senda henni móður minni einhverja glaðningu með kunningja mínum, sem. fer með »Súð- inni« austur annað kvöld. »Þeir ættu að sjá framan í okkur, karl- arnir okkar, núna«, varð Kolbein að orði. »Við erum báðir eins. og skólastrákar, hálf- kjökrandi mömmudrengir, — ha,, ha, ha!« Kolbeinn skellihló. »Ég held mér væri nákvæmlega sama, þó að þeir sæju mig og heyrðu til okkar. Ef til vill gæti það orðið einhverjum til góðs, — einhverjum, sem, hefði gleymt henni raömmu sinni. Og það er gaman að vera í þessum ham, einstöku sinnum,, — skammast sín, verða viðkvæmur, — og minnast jólanna og hennar mömrnu — og »Ætlarðu að fara að halda ræðu?« »Já. Ég skyldi halda ræðu núna, ef ég væri mælskur. Ég vildi að ég gæti lýst því fyrir þér, sem ég sá bregða fyrir hug- skotssjónir mínar áðan, meðan ég horfði í ljósið: aðfangadagskvöld, — jólin á bernskuheimiH mínu, þegar við vorum öll þar heima, börnin, hjá mömmu og pabba. Við kepptumst öll við að hafa allt sem bezt búið undir' jóljn. Allir áttu annríkt, — en annríkast átti þó hún mamma. Hún spann og hún prjónaði, bætti föt og bjó til nýjar flýkur. Hún bakaði og bjó til góðgæti, eft- ir því sem efnin leyfðu. Okkur fannst hún geta gert alla skapaða hluti. Og á meðan hún þeytti rokkinn og handlék lopann, kenndi hún okkur jólasöguna og jólasálm- ana. Allt var hreint og fágað á aðfangadags- kvöldið. Bezta heimilið og bezta mamman í öllum heimi, — það var heimilið mitt og hún mamma mín, fannst mér. Aldrei hafði hún orð á því, að hún væri þreytt. Aldrei æðraðist hún, þó að stundum væri ýmislegt erfitt. Og þó að ég viti það nú, var varla hægt að láta sér detta það í hug þá: oftast hefir hún verið dauðþreytt þeg- ar að sjálfum, jólunum kom, — þreytt bæði á sál og líkama, því að miklar áhyggjur hafði hún víst oft og vökur út af því, hvernig hún ætti að fara að því að geta glatt alla, — því að efnin voru oft lítil. En það var Ji'ún, sem setti kórónuna á alla jólagleðina, með glaðlega og ástríka við- mótinu, — kórónuna á barnsgleðina og' hamingjuna.-------Og eiginlega hefi ég aldrei átt gleðileg jól síðan ég var barn, aldrei átt gíeðileg jól síðan ég var barn, vitað oft verið í glaðværð um jólin, og ekk- ert að mér amað, — en það eru ekki gleði- leg jói«. »Ég held bara, að þú ættir að fara að prédika!« skaut Kolbeinn inn í. »Það yrði þá prédikun yfir sjálfum mér fyrst og fremst. En nú fer ég að hætta,.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.