Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1941, Blaðsíða 10

Heimilisblaðið - 01.01.1941, Blaðsíða 10
10 HEIMILISBLAÐIÐ Hringur drottningarinnar af Saba Skáldsaga eftir H. Rider Haggard ú'tdráttur úr eful sösunnar til ltessa: Þekktur fornmenjafræðingur, prófessor Higgs og vinur hans, Orme höfuðsmaður, ræðast við á heimili prófessorsins, þegar gamall vinur hans, doktor Adams, sem hefir lengst af dvalizt í Aust- urlöndum, kemur i heimsókn. Erindi hans er að fá prófessor Higgs með sér til landsins Múr. Par ræður rílcjum Maqueda drottning, afkomandi drottningarinnar af Saba og Salómós konungs. Adams hefir með sér hring drottningarinnar aí Saba, sem teikn þess að Maqueda hafi sent hann. Hún á í stöðugum ófriði við nágrannaþjóðflokk sinn. Pví hefir verið spáð, að ef guð Funganna h,rynji, yfirgefi þeir land sitt. Pví er það, að Maqueda felur doktor Adams að útvega sér mann- virkjameistara, sem kunni að fa.ra með sprengi- efni, Higgs, Orme og þjónn hans, Kvik, takasL á hendur ferð þessa og lofa, að sprengja upp guð Funganna. Tilgangur Adams er að bjarga syni sínum úr höndum Funga, sem hafa hann í haldi. Á leiðinni yfir eyðimörkina eru þeir nærri lifandi grafnir i sandstormi. Shadrach., fylgdar- maður þeirra, svíkur þá, þegar Fungar elta þá. Peim tekst þó að sleppa^ nema Higgs, sem Fung- ar taka. höndum og ákveða að fórna guði sínum. Nokkru eftir að þeir koma til Múr er Shadrach dæmdur til dauða. Adams, Orme og Kvi'k i'ara, ásamt Maquedu, að skoða gamlar konungagrafir. Þar sjá þau bein fjölda konunga, sem jarðsettir voru með allri hirð sinni. Feiknin öll voru. þar af gulli og átti það að verða laun þeirra félaga fyrir unnin verk í þágu drottningarinnar af Múr. 10. kap. Kvik kveikir á eldspýtu. Hérna fer leiðin að ligg'ja til baka aft- ur, því að hellirinn er hringmyndaður«, sagði Maqueda og sneri sér að Oliver; en hann var þá frá henni farinn; var hann þá kominn að baki grafstóli Kroppinbaks og farinn að gera þar athuganir með tæki nokkru. Hún hvarflaði þá þangað á eftir honum, og spurði full forvitni, hvaða tæki það væri, sem hann hefði og til hvers hann notaði það. »Við köllum það áttavita«, sagði hann, »það sýnir að þarna yfir frá sé austur, uppkomustaður sólar. Það sýnir okkur líka, hve hátt við stöndum upp frá sjáv- armáli, hafinu mikla, sem þú hefir aldrei séð, göfugi niðji konunganna. Segið m.ér nú, að ef vér gætum farið þvert gegnum þennan hamar, hvar kæmum við þá fram? Hvað myndi þá verða fyrir augum?« »Ljónshöfuðið á steinguði Funganna, að því er mér er sagt«, svaraði hún. »I>ú sást það, áður en þú sprengdir hliðið í Harmac. En hve langt er þangað, veit ég ekki af því að ég get því miður ekki séð þvert í gegnum hamarinn. En Adams, vinur minn, hjálpaði mér til að láta á lampana, og þeir eru farnir að loga, þó að dauf sé birtan, og allir hinir framliðnu, sem hér hvíla, myndu veröa ógeðslegt samfélag í myrkr- inu. Svo þykir mínum þegnum, að minnsta kosti, þar sem þeir hafa aldrei árætt að stíga fæti hingað inn. Þegar ég fann þenn: an helli fyrir nckkrum árum, og þeir sáu, hverjir hér voru saman komnir, þá runnu þeir allir á flótta frá mér og ég varð ein að kanna helli þennan. Sjáðu, hér má enn sjá förin mín í sandrykinu«. Ég lét þegar í stað á litlu handlampana okkar, en Orme gerði nokkrar athuganir og ritaði þær sem skjótast í vasabókina sína. »Eftir hverju ert þú að skyggnast?« spurði hún, er hann varð hálf-nauðugur við þeirri beiðni hennar, að hún mætti koma til okkar. »Ég get ekki skyggnst eins mikið og ég vildi, ef þú hefðir gefið mér meiri tíma«, svaraði Orme. »Eg er sem sé full-lærður mannvirkjameistari. Það er að skilja, ég er maður, sem leysi ýmis störf af hendi, sem mikinn útreikning þarf við og margs- konar mælingar. Þeir sem. hafa grafið og útbúið þennan helli, hljóta að hafa verið

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.