Heimilisblaðið - 01.01.1941, Blaðsíða 28
28
HEJ. MILISBLAÐIÐ
sjálfs sín lífi oig dæmi, eða jafnt í verki
sem orði, nema hann, sem nefndur er »ein-
getni sonurinn í skauti föðurins«. Sjálfur
faðirinn, skaparinn, Guð, »býr í því Ijósi,
sem enginn fær tilkomist«, og hann sjálf-
an hefir enginn dauðlegur séð, né getur
séð; og því síður gerþekkt né skilið hann.
En »eingetni sonurinn, sem er í skauti föö-
ursins«, »hann hefir séð hann og sagt oss
af honum«, já, sýnt css mynd hans, eðli
hans, vilja og verk, í og með sjálfs sín. lífi;
orði og verki, allri sinni kenning og öliu
sínu dæmi.
Og samkvæmt því er þá skaparinn, fað'-
irinn, vera hans, vilji og verk einskær, ei-
lífpr, alvitur og almáttugur kærleikur, er
vtíll o.ig vinnur allt í sannleika, réttlæti og
heilagleik, með þeim eina tilgangi og endi-
marki, að segja m.egi að lokum, þegar lit-
ið er yfir allt h,ans verk: »Sjá, það er harla
gott«.
Þetta hefir frelsarinn Jesús kennt allt,
Oig einn allra sannað það fyllilega, með öllu
sínu eigin lífi og verki, og þar með þá líka,
í rauninni, fullsvarað þessum brennandi
spurningum alls mannlífs. og dauða: »Hvað
gerði og gerir hann, og hvernig gerir og
gerði hann við oss. mennina, við mig og
þig, bróðir og systir; s.voi að svar hans verð-
ur hiklaust og vafalaust þetta: »Allt og
alla vega gerði og gerir hann vel við þig«.
Oft finnst oss líka flestum, þegar allt eöa.
flest leikur í lyndi, og líf vort hér er fag-
urt oig farsælt, að góður Guð geri harla
vel við oss. Guði sé lof fyrir allar þær
stundir. Og hann gefi oss þær sem flestar.
Eh stundum, já, jafnvel cft, finnst oss þó
flestuim allt annað — þegar lífið verður
sjúkt og vansælt og við margt illt og bágt
er við að stríða og líða. En hvað skal segja,
ef allt þetta miisjafna og erfiða, er nauðsyn-
legt og miöandi til að gera oss fullkoimna,
góða og sæla, og endirinn verður sá, að
mótlætingar þessa tíma sé sam,a sem ekk-
ert í samanburði við þá óumræðilegu dýrð,
sem við oss mun opinber verða«. — Hvað
skal, rétt til dæmis, segja um sár og tár
föður eða móður eða ástvinarhjartans, við
dauða elskulegs barns. eða vinar? Munu
þau ekki auka á fögnuð, sælu og dýrð ann-
airs heims og lífs, þegar hinir grættu ást-
vinir koma þangað skömmu siíðar c>g svo
getur verið um öll önnur sár eða tár.
Jú, því megum og skulum við öll trúa.
1 Jesú nafni og upp á hans orð og verk
megum við því öll svara, þegar spurt verð-
ur um, hvað Guð hafi gert við okkur, og
hvernig hann h,afi gert það: »Allt gerði,
allt gerir og allt mun Guð gera viö m.ig
vel«. Og þegar svo Guð, fyrir Jesúm Krist
að lokum opnar eyru vor og lýkur upp aug-
um vorum til fulls í eilífu lífi annars heims,
svoi að vér heyrum og sjáum allt eins og
er í raun og veru, þá munum vér ei annað
fá sagt en þetta: Allt gerði Guð minn við
mig vel, það vottar tími og eiiífð. — 1 Jesú
nafni. Am,en. 0. V.
Spakmæli.
Rauðar rósir hamingjunnar vaxa aðeins meðal
þyrna.
Aðeins, gegnum hlið vinnunnar getum vér kom-
izt inn í musteri heiðarleikans.
Astin breytir ln-eysi í höll.
Með áreynsiu, sjálfstjórn og festu skapar stór-
mennið sér land, sem jafnvel náttúruöflin geta
ekki eyðilagt.
Mildin sigrar reiðina, gæðin vonzkuna, sann-
leikurinn lygina og gjafm.ildin sigrar ágirndina.
Eins og eldurinn prófar gullið, svo prófar neyð-
in manngildið.
Sá, sem er þræll líkama, Síns, er ekki frjáls.
Pví hærra, sem takmark þitt er, þeim mun
göfugra erfiðið.
Hugsunin, en ekki klæðnaðurinn, skapar mann-
inn.
Ást þekkir engan vetur.
Að skjátlast er mannlegt, að fyrirgefa er guð-
dómlegt.