Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1941, Blaðsíða 20

Heimilisblaðið - 01.01.1941, Blaðsíða 20
20 HEIMILISBLAÐIÐ »Hann liggur að. palli einumi ennþá lengra niðri«, svaraði hann, »en ég býst við, að þér kærið yður ekki um að kanna hann, þar sem hann endar í hinum mikla helli, þar sem Fungarnir hafa bækistöð sinna helgu ljóna«. »Nei, er það satt«, svaraði Orme, næsta forvitinn af sérstökum ástæðu.m, og leit um leið til Kviks, en hann kinkaði kolli cig blístraði. Við fórum svo öll á eftir Shadrach, og kom.um eftir litla stund niður á pallinn, sem hafði verið gerður þar eins c.g hlað, annað hvort af mannahöndum. eða ef til vill af nátúrunni, beint uppi yfir hinni hrikalegu klöpp. Við gengum öll út á brúnina á palli þessum; uxu þar hávaxn- ir burknar og einhverjir þéttir grænir runnar, sem engir fengju séð, sem stóóu fyrir neðan. Og hér sáum við standbergið þverhnýpt, nokkur hundruð feta. á hxð. En hið gínandi djúp fyrir neðan gátum við þá lítið grillt í, af því sumpart var það rökkri hulið og sumpart: af öðrum ástæð- um. Og upp úr þessu undirdjúpi reis eitt- hvað, sem við héldum að væri ávalur og aflangur o.g svartur klettadrangi. Út frá honum gekk svo hrikalegt steinskaft, sem endaði á eins konar úthöggnum skúf á stærð við meðalhús. Toppurinn á þessari skúflaga klöpp lá nákvæmlega beint uppi yfir pallinum litla, sem við stóðum á o.g ekki lengra þaðan en í fjörutíu feta hæð. »Hvað er þetta hérna?« spurði Maqueda Shadrach. »Göfuga Walda Nagasta. Það er hvorki meira né minna en bakið á hinum volduga guðij, sem er eins og Ijón að lögun. Stein- skaftið mikla, með skúfinn á endanum, er halinn á ljóninu. Vafalaust er þessi paliur, sem við stöndum á, stáðurinn, þar sem gömlu prestarnir stóðu, þá er þeir áttu jafnt Múr sem land Funganna, er þeir sjálfir vildu standa þar á laun og gaum- gæfa eitt eða annað«., Síðan benti hann á nokkrar skorur í klöppinni og sagði, að hann héldi, að það- an 'hefði legið brú, er þeir gætu, hve nær, sem þeir vildu, lagt yfir á ljónshalann. En nú væri hún fúnuð burt fyrir löngu. »Ég hefi þó farið þá leið brúarlaust«, sagði hann enn fremur. Við sitörðum, forviða á hann og í kyrrð- inni, sem nú fór á eftir,, heyrði ég Maqu- edu hvísla áð Oliver: »Hann hefir, ef til vill, á þennan hátt getað flúið frá Fungunum eða getur, ef til vill, með því móti gerzt njqsnari og komist í samband við þá«. »Eða hann lýgur þessu öllu blátt áfram, göfuga kona«, sagði Kvik, sem. heyrt hafði samtal þeirra. Og sú skýring fannst mér líklegust. »Hvers vegna. hefir þú farið með okkur h,ingað?« spurði Maqueda. »Sagði ég þér það ekki í Múr, göfga ko.na? Auðvitað til að frelsa »manninn með hinar svörtu rúður«. Hlýðið nú á mál mitt. Það ,er siður hjá Fungum, að þeir leyfa, þeim, sem þeir hafa í varðhaldi í líkneski skurð- goðs síns, að ganga einum og gæzluiaus- um sér til skemmtunar á baki Ijónsins við sólarupprás og sólarlag. Það leyfa þeir að minnsta kosti þessum fanga. Spyrjið mig ekki, hvernig ég viti þetta; ég sver við mitt dauðadæmda höfuð að ég segi þetta satt. Og nú er þetta mitt ráð: Við höfum með okkur stiga, sem nær héðan og yfir á hala ljónsins. Ef nú hinurn útlenda manni skyldi bregða fyrir á baki Ijónsins, þá verður einn okkar að fara þangað og hafa hann með sér til baka hingað. Það er, ef til vill, bezt, að herra Orme geri þetta, því að þótt ég eða jafnvél mínir menn gerðu það, myndi bandinginn, ef til vill, eftir því, sem gerzt hefir okkar í milli áður, ekki trúa mér«. »Fíflið þitt«, hrópaði Maqueda, »hvern- ig getur nokkur maður ráðist í slíkt og þvílíkt? « »Göfga kona! Það er ekki eins mikill vandi, eins og útlit er fyrir. Eigi þarf að fara nema fáein skref upp fyrir undir-

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.