Heimilisblaðið - 01.01.1941, Blaðsíða 14
14
HEIMILISBLAÐIÐ
»Segið þér mér, doktor, sáuð þér nokk-
uð í konungahvelfingunni síðdegis?«
»Fjarska margt«, svaraði ég. »Auðvitaö
er ég ekki fornmenjafræðingur eins og
veslings Higgs, svo að ég sá ekki með hans
augum. En mér fannst það allt einsi dæmi.
Mikil var andstaðan t. d. milli hinna dauðu
konunga og hinnar ungu og fögru fylgi-
konu yðar, svo full sem hún er af lífi og
kærleika«, — nú horfði hann hvasst á mig
— »kærleika til þjóðar sinnar og —«.
»önei, hættið nú, Adams. Mér er ekki
þörf á neinum heimspekilegum. fyrirlestri
með sögulegum samlíkingum. Ég átti bara
við„ hvort þér hefðuð séð nokkuð annað en
mannabein og gullgripi, þegar þoarskurinn
hann Kvik kveikti skyndilega á kyndlin-
um, ég á við kveikti á eldspýtunni, sem
hann til allrar ógæfu hafði á sér«.
Þá hætti ég að tala í líkingum og gekk
rakleitt að efninu.
»Gott og vel, fyrst þér viljið endilega
heyra sannleikann, þá sá ég sjálfur ekkí
allmikið, því að ég sé nú ekki eins vel og
áður. En Kvik, sem er óvenjulega skarp-
sýnn, hélt, að hann hefði séð yður kyssa
Maquedu. Og sá grunur styrktist hjá okk-
ur við framkomu þína og svo hljóðið, sem
við heyrðum, áður en kyndlarnir voru
tendraðir. Og vegna þessarar sjónar, bað
hann mig að snúa baki að ykkur. En auð-
vitað gat okkur hafa missýnst Haidið þér,
að Kvik hafi skjátlast — var það?«
Oliver óskaði nú fyrst hvössu augunum
hans Kvik norður og niður. En þar sem
honum var ekki eiginlega lagið að vera
með útúrdúra, þá sagði hann skyndilega
í allri einlægni:
»'Nei, það var enginn missýning. Við unn-
umst og það brauzt fram þarna inni í
myrkrinu. Eg held, að hið óvenjulega um-
hverfi hafi verkað á taugarnar hjá okkur«.
»Frá siðferðilegu sjónarmiði gleður það
mig, að þið elskið hvort annað hjartan-
lega, því að faðmlög, sem koma af tauga-
veiklun einni, eru ekki meðmæla verð«,
svaraði ég. »En frá hvaða sjónarmiði, sem
við lítum á þetta, þá var þetta miður heppi-
legt atvik, eins og nú standa sakir fyrir
okkur. Og Kvik, sem er einkar gætinn ná-
ungi, varaði mig við þessu fyrir löngu og
sagði að eitthvað því um líkt gæti hæg-
lega komið fyrir«.
»Öræstið hann Kvik«, sagði Oliver aft-
ur kröftuglega. »Eg segi upp með mánað-
ar fyrirvara frá deginum í dag«.
»Nei, gerið það ekki, Oliver, því að þá
þröngvið þér honum til að ganga í þjón-
ustu Barungs og það gæti orðið hættulegt.
En sleppum öllu gamni, — þetta atvik var
óheppilegt, vinur minn«.
»Hvers vegna, doktor, má ég spyrja?«
sagði hann í þykkju. »Auðvitað, hún er af
Gyðingaættum, þó að kynið sé orðið bland-
að og ég er kristinn; en það rætist fram
úr því. Svo er hún mér líka æðri að tign;
en í raun réttri er tign hennar all-stað-
bundin. I Norðurálfu myndi vera jafnræði
með okkur. Hún er austurlenzk, já, að
vísu, en hvað gerir það eiginlega til? Fyrir
yður getur sú ástæða eiginlega ekki haft
neina þýðingu? Og svo annars — hafið þér
nokkurn tíma séð hennar jafningja?«
»Nei, aldrei, aldrei, aldrei!« svaraði ég
hugfanginn. »Sú ungfrú, sem er heitbuna-
in manni, er allt af einsdæmi. Og ég vil
bæta því við, að þessi hefðarkona er„ ef til
vill, hin frumlegasta og mest heillandi af
þeim konum, sem ég hefi séð í Mið-Afríku.
En hvernig sem nú kann að fara fyrir
yður, þá veit ég ekki eiginlega, hvort þessi
staðreynd getur orðið Kvik til huggunar,
og mér, er við skulum lagoir á höggstokk-
inn. Og heyrið þér nú, Orme, sagði ég
yður ekki fyrir löngu, að hið eina, sem
þér mættuð ekki gera, væri það að hefja
bónorð við niðja konunganna?«
»Gerðuð þér það? Því hefi ég sannar-
lega gleymt, það var svo margt, sem bar
á góma hjá okkur í þá daga, doktor góð-
ur«, svaraði Orme all þurrlega; en þó roðn-
aði hann við um leið.
I þeirri sömu svipan heyrðum við þurr-