Heimilisblaðið - 01.01.1941, Blaðsíða 16
16
HEIMILISBLAÐIÐ
hinn digra mann, sem jaíníramt var íoð-
urbróðir hennar. Gott og vel, við vitum
hvað meðaumkvunin er nátengd ástinni.
Og þessi fríði, ungi Englendingur hlaut
að hafa lík áhrif á hana og konungssonur
í ævintýri í samanburði við þá, sem hún
var vön að umgangast. Hann kom líka til
hennar sjúkur og lami eftir hreystiverkið,
sem hann hafði unnið. Og hún hafði tek-
ið þátt í að hjúkra honum og hann hafði
auðisýnt henni þakklæti sitt fyrir það, og
síðan gekk allt af sjálfu sér eðlilega eins
og dagurinn fylgir nóttunni.
En hver myndi svo endirinn á þessu
verða? Fyrr eða, síðar hlaut þessi leynd-
ardómur að verða opinber, því að aðals-
mennirnir og þá einkum Jósúa voru næsta
afbrýðissamir við þennan útlending sakir
þeirrar hylli, sem. hún veitti honum. Og
þeir veittu þeim nána athygli. Og svc. —-
hvað myndi svo gerast? Að lögum þeirra
lá dauðahegning við því, að þeir, sem ekki
stóðu í fyrirskipuðu skyldleikasambandi
við niðja konunganna, dirfðust að fara
fram á nokkuð við hana, sem nefna. mætti
ástir. Það er heldur engin furða, þegar
litið er til hinnar háu ættgöfgi hennar, þar
sem hún var komin rakleitt frá Salómó
konungi og hinni fyrstu Maquedu, drottn-
ingunni af Saba.
Þar við bættist, að Orme hafði svarið
henni trúnaðareið,, oig var því skylt að
hlýða landslögum. Ég gat heldur eigi, þeg-
ar ég hugleiddi einkenni þeirra beggja,
látið mér koma í hug, að þetta væri allt
tómur lausaleikur. Æ, nei, þau tvö höfðu
því eflaust innsiglað dauðadóm sinn þarna
inni í dauðrahellinum og þá dauðadóm okk-
ar um leið. Það hlaut því að verða endir-
inn á ævintýri okkar og minni löngu leit
að mínum týnda syni.
11. kap.
Björgtmm mtistekst.
Það var ekki glatt yfir ckkur við morg-
unverðarborðið daginn eftir. Það var eins
og okkur hefði komið saman um að minn-
ast ekki vitund á neitt af því, sem gerst
hafði daginn áður, en samtal okkar þá
um kvöldið. I fæstum orðum: Við töluðum
fátt. Því að mér fannst heppilegt að vera
með alvörubrag og að ég sæti hljóður og
hátíðlegur. Kvik virtist vera niðursokkinn
í heimspekilegar hugleiðingar, og Orme
var æstur í skapi og úti á þekju. En er
máltíðin stóð sem hæst, kom sendimaður
frá Walda Nagasta með þau orð, að hún
vildi fá okkur til viðtals svo sem hálftíma.
Af því að ég var hálfsmeykur um, að
Orme kynni að segja eitthvað miður vit-
urlegt, þá svaraði ég með fám orðumi, að
við skyldum koma til fundar við hana og'
bjóða henni þjónustu okkar.
Á tilteknum tíma var okkur vísað inn
í litla áheyrnarsalinn og um leið og við
gengum. inn, þá dirfðist ég að hvísla að
Orme: -
»Nú bið ég yður að sýna alla varkárni
bæði sjálfs yðar vegna og hennar. Það
verða gefnar nánar gætur jafnt að yfir-
bragði yðár, sem orðum yðar«.
»Verið rólegur, vinur kær«, svaraði
hann og roðnaði við, »þér megið örugglega
reiða yður á m,ig«.
»Já, ég vildi óska, að ég gæti það«, taut-
aði ég.
Síðan vorum við leiddir að fyllstu hirð-
siðum fyrir Maquedu; heilsuðum við henni
næsta kurteislega. Umhverfis hana sátu
dómarar og herforingjar, og Jósúa prins,
á meðlal þeirra, og var hann á tali við tvo
menn, sem, voru heldur búralegir að sjá.
og klæddir venjulegum brúnum yfirhófn-
um.
Þegar Maqueda hafði tekið kveðju vorri,
þá hóf hún svo máls:
»Vinir mínir. Ég hefi beðið ykkur að
koma hingað af því, að ég hefi nokkuð að
segja ykkur. Þegar hann Shadrach, svik-
arinn, var leiddur út af þessum mönnum
til aftökui, þá bað hann um augnabliks
frest. Við spurðum hvers vegna, af því
við vorum áður búin að synja honum um