Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1941, Blaðsíða 19

Heimilisblaðið - 01.01.1941, Blaðsíða 19
HEIMILISBLAÐIÐ 19 hinna vönu fjallgöngumanna; báru þeir stiga, lampa, olíu, matvæli og ýmsa hluti, sem okkur var þörf á þessari merkilegu för. Það var ekki svo erfitt að komast niður fyrgtu hundrað þrepin, þó að slitin væru og því sem næst lóðrétt. Við heyrðum að- eins Jósúa stynja. að baki okkur. Nú lá vegurinn spölkorn fram með standbergi og svo aftur niður í svipaðan gang og við vor- um búnir að fara. En þar voru þrepstigin slitnari og skemmdari, hefir það að líkind- um komið af vatnsrennslinu niður ganginn svona sí og æ. Annar örðugleikinn var það, aið nærri lá að slokknaði á lömpunumi af dragsúgnum neðan að. Niður við botninn á gangi þessum vcru því sem næst engin stígþrep, svo að þar var mjög erfitt að klífa. Jósúa skrikaði fótur og æpti af hræðslu; fætur hans námu stað- ar sitt hvoru megin hryggjar á mér; hefði ég þá ekki verið búinn að ná góðri handfestu og fótfestu, mynli hann hafa hrundið mér niður að Maquedu, sem gekk næst á undan mér og svo kc.ll af kolli, þar til allir hefðu henzt niður og kollsteypst og líklega hrapað til bana. Þessi voða digri rumur, hann Jósúa, sló höndum um háls mér og var nærri búinn hð kyrkja mig. En rétt í því, að ég ætlaði að kikna undan þunganum af honum, þá kornu fjallgöngumennirnir, sem, aftastir fóru og dróu hann burtu frá mér. Þegar þeir svo voru búnir að taka Jósúa í sína deild, því að ég þverneitaði að láta hann hanga á mér lengur, þá fórum við að nojta stiga, sem þeir höfðu reist upp handa okkur, sem fremstir fóru og kom- úm þá niður á næsta pall. Niður af aust- urbrún hans lá þverbrattur stigi; hann endaði þar sem gengið var niður í þriðja ganginn. Þá korn upp það vandamáþh vað í ósköp- únurn ætti að gera við prins Jósúa, því að nú sveiaði hann sér upp á það, að nú gæti ha'nn ekki meira. »H.eyrðu, frændi, fyrst þú segir, að þú orkir ekki áfram að halda, og við getum auðvitað ekki misst neina af vorum mönn- um til að fara með þig til baka, þá er ekki aunað ráð fyrir hendi, en að þú kúrir þar sem þú ert kominn, þangað til við komum hingað aftur. Og ef við eigum ekki aft- urkvæmt, þá spjarar þú þig eftir beztu getu upp eftir gjánni. Vertu sæll, frændi. Þú ert þarna á traustum og góðum stað; ef þú ert hygginn, þá bíðurðu hérna«. »Harðúðga kona!« öskraði Jósúa og titr- aði eins cg rauðvínsbúðingur af ótta og reiði. »Getur það átt sér stað, að þér sé í mun að skilja elskhuga þinn hérna eftir, en hendast sjálf eins og villiköttur niour klettana með þessum aðskotadýrum. Eigi að skilja mig hér eftir, þá verður þú að vera hjá mér«. »Því fer fjarrik sagði Maqueda hisp- ursilaust. »Heldur þú, að ég vilji, að það verði sagt um niðja konunganna, að hún sé hrædd við að fara það, sem gestir henn- ar fara?« Endirinn á þessu varð sá, að Jósúa var ■settur í miðja þriðju deild; vo.ru fjallgöngu- mennirnir tilneyddir að bera hann á milii sín. Shadrach hafði rétt fyrir sér í því, að vegurinn varð úr þessu miklu auðveldari, því að hér var þrepunum haldið betur vió af hverju, sem það hefir komið. En veg- urinn virtist engan enda ætla að taka. Mér reiknaðist svo til„ að áður en við næðum takmarki okkar, þá værum við komin að minnsta kosti 1200 fet niður í fjallið inn- anvert. Og loks var ég orðinn næstum örmagna; ,var þá Maqueda orðin svo göngumóð, að hún varð að halla sér að Oliver og dró mig svo á eftir sér eins og hund í bandi; sáum við þá allt í einu bregða fyrir dags- ljósi, sem skein inn í hellinn gegnum smugu eina litla. Við innganginn að enn einum gangi hittum við Shadrach, og þá hina, sem biðu eftir okkur. Vo.ru bönd’in nú leyst af okkur og létum lam.p- ana eftir og fylgdum honum að boði hans. Oliver spurði, hvert þessi nýi gangur lægi.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.