Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1941, Blaðsíða 29

Heimilisblaðið - 01.01.1941, Blaðsíða 29
HEIMILISBLAÐIÐ 29 Hver sá er góðan Að kvöldi þess-a sam,a dags yfirgaf Neu- niark heimili sendiherrans til þess að koma málefnum sínum í lag. Gleðin ljómaði út úr andliti hans og frá vörum h,ans streymdi lofgjörð og þakklæti. Og aftur og aftur endurtók hann með sjálfum sér: »Já, hver sá er góðan Guð lét ráða ...« Hann varð ekki hið minsta var við mannfjöldann alt í kringum. sig, því að hann var í svo djúp- Um hugsunum um undraverða handleiðslu Drottinsi. Þannig hélt hann áfram, þangað til hann kom til búðar Nathans. Þar fór hann inn. »Látið mig fá fiðluna mína aftur!« mælti hann, og gleðin ljómaði af honum. »Hér hafið þér féð, tólf gyllini og eitt að auki. Já, þér þurfið ekki að undrast svo mjög, Nathan. Vissulega hafið þér verið harður við mig, og ég er eins viss um að þér hefð- uð ekki slakað mánstu vitund til við mig, ef að ég hefði komið hingað, þó ekki hefði verið nema einni einustu stundu cf seint. En ég hefi, samt sem áður, fulla ástæðu E1 að vera yður þakklátur fyrir að þér lánuðuð mér þessi tólf gyllini í neyð minni. Ef að þér hefðuð ekki gert það, væri ég ef til vill núna einhversstaðar fjarri Ham- borg, ráfandi um. eins og betlari, atvinnu- iaus, heimilislaus og matarlaus. Þetta hefi eg nú alt saman, og þakka ég yður fyrir, að þér urðuð verkfæri náðar Guðs og misk- unnar, til að hjálpa mér. En svo vil ég ■segja yður nokkuð, og gefið orðum mínum nákvæmlega gaum. — Trúfastur Guð get- ur notað ágjarnan og miskunnarlausan Gyðing sem verkfæri sitt, til að auðsýna guðlega líkn sína, þeim sem. aðeins láta hann ráða«. Um leið og hann mælti þetta, tók hann fiðlu sána í skyndi, og Nathan hvorki gat né vildi aftra því. Hann hraðaði för sinni heimleiðis í gegnum allan mannfjöldann á gotunni, og hélt á fiðlunni undir hendinni, eins og sigurfeng. Þegar hann kom inn í Guð lét ráða litla herbergið sitt, þar sem. hann hafði lið- ið svo mikið áður, réði hann ekki lengur við fagnaðar- og gleðitilfinningar sínar. Þær brutust út í söng og lofgjörð. Og söngurinn svall frá honum og fiðlunni hans og vakti athygli. Þegar frú Johansen, húsmóðir hans, heyröi þetta, flýtti hún sér inn til hans og tók að spyrja hann spjörunum úr, til að svala forvitni sinni. En Neumark svaraði eingöngu með söng í þetta sinn. Orðin hljómuðu fjörlega af vörum hans, en tónar hljófærisins voru ýmist angurblíðir eoa fagnandi. Það var engu líkara en að hann hefði verið búinn að æfa sig lengi og rækilega á þessum tón- um, til þess að geta fangað eftirtekt á- heyrenda sem allra, bezt. Húsimóðir hans stóð þarna að minsta, kosti, eins og hún væri negld niður við hlið hans, og brá svuntuhormnu upp að augunum við og við. Loks hætti hann. »Eruð þér hérna, frú mín góð?« sagði hann. »Ef að þér viljið gera mér greiða, þá farið út og biðjið alla, sem þér náið í, að koma hingað. Látið þá alla koma hing- að inn! Ég ætla að syngja sálm, sem þér hafið aldrei heyrt áður, því að ég' er svo sæll og glaður núna„ að ég er viss um að enginn hefir verið jafn sæll hér í borginni áður. Farið þér, góða frú, farið! Boðið ti! samkomu og ég skal prédika þar með fiðl- unni minni. Hjarta mitt springur,. ef að ég ekki get útausið því í lofgjörð og söng«. Þegar húsfreyjan sá, að honum var þetta full alvara, flýtti hún sér út, og stundarkorni síðar var litla herbergið orð- ið meira en troðfullt. Þá þreif Neumark fiðlu sína, strauk nokkra mjúka tóna og að svo búnu- söng hann: Hver sá, er góðan Guð lét ráða, með glöðu trausti; fyrr og síð, — þann virðist eilíf elskan náða,

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.