Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1941, Blaðsíða 23

Heimilisblaðið - 01.01.1941, Blaðsíða 23
SEIMILISBLAÐIÐ 23 ans, og er hann hafði reynt' fyrir sér með fætinum og fullvissað sig um>, að stiginn hékk fa,st, þá kleif hann rólegur upp stig- ann. Nú kom röðin að Oliver. Hann kinkaði kolli til Maquedu, en hún var föl eins og lín, og ympraði á einhverju við hana, sem mér var ekki ætlað að heyra, sneri sér svo' við og tók þéttan í hönd mér. »iEf þú getur, þá frelsaou son minn líka«, hvíslaði ég. »Ég lofa að gera eins oig mér er unnt«, svaraði hann. »Kvik, ef eitthvað kynni að kom,a fyrir mig, þá ger þú skyldu þína«. »Eg ætla að reyna að fara að dæmi yð- ar, höfuðsmaður, hvað sem að hendi kann að bera«, svaraði Kvik með hálfkæfðum rómi. O.liver gekk út að stiganum. Mér tald- ist svoi til, að eftir tólf til f jórtán smáskref, Þá væri hann kominn upp og framan af kleif hann ógn traustlega og örugglega. En er hann var kominn upp í miðjan stigann, rann hann lítið eitt til annarar hliöar, þrátt fyrir það, þó að Jafet; reyndi að halda honum réttum, þá hallaðist hann þó dálítið. En það var nóg til þess, að Oliver missti jafnvægið og hefði fallið niður 1 unair- djúpið. Hann sveiflaðist eins og sef í vindi, reyndi að klífa eitt spor áfram, nam svo staðar um stund, og hneig svo á kné og hélt sér fast með höndunum. »Ö!« andvarpaði Maqueda. »Heiðinginn er alveg búinn að missa meðvitundina«, sagði Jósúa, hrósandi sigri á laun, en gat ekki dulið það með öllu. »Hann hrapar —«. Lengra komst hann ekki, því að Kvik vatt sér að honum, steytti framan í hann hnefana bálreiður og sagði á ensku: »Haltu þér saman, langi þig ekki til að ^ana sömu leiðina, svínið þitt«. Og þó að Jósúa skildi ekki orðin, þá skildi hann Sreinilega meininguna, því að hann þagn- aði óðara. En nú hrópaði Jafet fyrir ofan. »Vertu ohraeddur, nú liggur stiginn örugglega!« Oliver lá örlitla, stund á hnjánum í stig- anum, en stiginn var hið eina, sem lá milli hans og ógurlegs dauða niðri í undir- djúpinu. Við biðum þess óttaslegin, hvað næst myndi verða, en þá rétti hann sig upp og gekk í fyllstu ró upp alla leið. »Vel af sér vikið af okkar hálfu!« sagði Kvik við Jósúa. »Hvers vegna húrrar nú ekki yðar konunglega hátign? Nei, nei, láttu hnífinn vera, annars, verður brátt einu svíni færra í heiminumk Síðan laut hann niður og tók af prinsdnumi vopnið, sem hann hafði setið með og handleikið; hvessti hann þá kringlóttu glirnurnar á Kvik. Maqueda hafði tekið eftir þessu öllu; nú bar hana að og sagði: »Hraustir menn leggja líf sitt í hættu þarna uppi, en hér sitjum við örugg. Segðu nú ekki eitt orð meira og hættu öllu þrasi við liðsforingj- ann; þess bið ég þig, frændi!« En við gleymdum brátt öllu þessu með Jósúa, og hugsuðum um það með spenningi, hvernig hrikalelkur þessi myndi ganga hin- um megin við undirdjúpið. — Eftir stutta hvíld, sem Orme tók sér til að varpa, mæð- inni aftur og friða taugar sínar, stóð hann upp og kleif ásamt Jafet upp klettinn, er líktist runni, unz hann kcmst upp á end- ann á ljónshalanum. Þar sneri hann sér við og veifaði til okkar, hélt svo á eftir leiðtoga sínum, gekk sva auðsjáanlega með hinni mestu hugprýði fram með' skorun- um í halanum upp á skrokk ljónsins. Þar uppi var alL-erfitt að klífa eftir hinu breiða baki ljónsins, sem var líkast berghjalla. En þó komust þeir brátt alla, leið,1 hurfu nokkrar sekúndur niður í lægoina við bógana, sem voru auðvitað nokkurra feta djúpar, og komu svoi aftur í ljós á herðum, ljónsins. Milli herðanna sáum við Higgs sitja og snúa baki að okkur og vigsi ekki vitund um hvað var að gerast á bak við hann. Oliyer gekk fram hjá Jafet til prófess- orsina Oig sló á handlegg honum. Higgs vatt sér við og starði augnablik á þessa tvo félaga, og settist svoi, að líkindum alveg

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.