Heimilisblaðið - 01.01.1941, Blaðsíða 24
24
HEIMILISBLAÐIÐ
forviða niður á klöppina. Þeir reigtu hann
aftur á fætur og Orme benti yfir á klöpp-
ina okkar cg skýrði augsýnilega fyrir hon-
um, hvernig í öllu lægi og hvað nú þyrfti
að gera. Á eftir héldu þeir stutta samræðu.
Við sáum í kíkinum, að Higgs hrissti höf-
uðið. Hann sagði þeim frá einhverju, sem
kom því til vegar, að þeir virtust taka
ákvörðun, því að nú sneri Higgs við, gekk
nokkur skref og hvarf síðan. Síðar fengum
við að vita, að hann fór til að sækja son
minn, því að hann vildi enga tilraun gera
til að flýja, nema hann væri meö.
Nú leið stund. Og okkur fannst hún vera
heil eilífð, en það var ekki einu sinni m.ín-
úta. Svo heyrðum við nokkur hróp. Þá sá-
um við hvíta hattinn á honum Higgs og
svo hann sjálfan og tvo varðmenn með hon-
um frá Fungum og héldu þeir í hann
dauðaþaldi. Hann hrópaði eitthvað á ensku,
og við heyrðum aðeins óminn af þessum
orð'um: »Frelsið ykkur sjálfa! Ég ætla, að
halda þessum djöflum í skefjum á meðan!
Hlaupið! Hlaupið!«
Oiiver var ekki lengi að hugsa sig um
og fyigdarmaður hans ýtti við honum. En
þá sáu þeir fleiri Funga stinga upp höfði,
brást hann þá við og flýði í ofboði. Oliver
hljóp fyrst og Jafet á eftir, og hafði varla
við honum og svo komu fjöldi presta eða
varðmanna með laghnífa og brugðu þeim
út í loftið. Að baki þeim datt Higgs endi-
langur á klettinn með fangavörðum, sín-
u,m. Er nú skemmst frá að segja leiks-
lokum, að Oliver rann niður eftir spjald-
hryggnum, á Ijóninu alla leið aftur á hala
og Jafet á eftir og á eftir þeim komu þrír
Fungar í röð og sýndust eiga jafnhægt með
að fóta sig þar einsi og við á stcfugólfinu.
Ekki var heldur annað að sjá, en að Orme
og Jafet væru jafnokar þeirra, þeir renndu
sér niður eftir halanum saman, eins og þeir
væru í kappi á reiðhjólum. Oliver komst á
svipstundu yfir að stiganum, og á einni
sekúndu var hann kominn hálfa leið nið-
ur á við; en í sömu andránni heyrði hann
félaga sinn reka upp óp. Fungi nokkur
hafði náð taki á öðrum fæti hans. Og þarna
!á hann nú á grúfu niður eftir stiganum.
Ofliver nam staðar, sneri hægt, við og dró
Ifram byssu sína. Hann tók mið og hleypti
af; sleppti þá Funginn samstundis taki á
fæti Jafets, rétti upp hendur og steyptist
svo á höfuðið niður í undirdjúpið. Það
næsta, sem, ég man var það að þeir kom-
ust báðir heilir á húfi til okkar, og að
einhver hrópaði:
»Dragið stigann inn!«
»Nei, bíddu við dálítið«, sagði Kvik.
Ég furðaði mig á þessu, þangað til ég
sá þrjá hrausta Funga á leiðinni til okkar
niður stigann. Þeir studdu örmum hver á
annars herðar, en félagar þeirra húrruðu
fyrir þeim.
»Takið nú stigann ofan, góðir menn«,
hrópaði Kvik. Og svo var gert. Veslings
mennirnir! Þeir áttu betri afdrif skilið.
»Vinnið ávallt óvinunum tjón, þegar
færi gefst«, las Kvik þá upp úr sér og
skaut nú á hina Fungana, sem safnast
höfðu sam,an á baki ljónsins. En þeir urðu
þess brátt vísir, að þeim var ekki óhætt
þarna og hörfuðu til baka nema fáir urðu
eftir, dauðir eða særðir.
Nú varð allt kyrrt og hljótt um stund;
en mitt í allri þögninni, heyrðum við Kvik
segja við Jósúa á sinni bjöguðustu ara-
bis(ku:
»Jæja, virðist yðar konunglegu hátign
enn, að við heiðingjarnir séum nokkrir
heigul-hérar? Fungar eru annars næstum
jafn hraustir og við«.
Jósúa gaf sig á tal við hann um þetta.
Ég sneri mér við, til að sjá, hvernig Orme
liði; sá ég þá, að hann hafði hendur fyrir
augum og leit út fyrir, að hann væri að
gráta.
»,ó, hvað er það, vinur minn, hvað er
það?« heyrði ég Maquedu segja með tárin
í augunum og þrungin af þakklátsemi. »Þú
hefir unnið hið rnesta hreystiverk og þú
ert komin aftur til vo,r heili á húfi. Allt
er í lagi?«
»Nei, allt er einmitt í versta ólagi, sem