Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1941, Blaðsíða 11

Heimilisblaðið - 01.01.1941, Blaðsíða 11
HEIMILISBLAÐIÐ 11 meistarar í sinni grein, líkt og ég, og hafa eízt gefið mér eftir, að mínum dómi«. »Við eigumi enn marga, slíka«, sagði hún. »Þeir byggja flóðgarða, vatnsleiðslur og hús, jafnve! þótt þeir sé ekki jafnokar snihinganna í fyrri daga. En ég spyr enn og aftur: Hvað hefir þú þá uppgötvað, göf- ugi meistari?« »Einungis það eitt, að við erum hér ekki all-langt frá borginni Harmac, gegnt. okk- ur, því að ég reiknaði út, hve hátt hún var yfir sjó. Og bak við grafstól Kropp- inbaks bygg ég að einu sinni hafi verið göng gegnum hamarinn. En verið þér nú væn, að minnast ekki á þetta við neinn og spyrjið mig ekki um meira, er þetta snertir, göfga drottning, því að ég get ekki sagt meira með neinni vissu«. »Ég sé, að þú ert jafn gætinn sem þú ert vitur«, svaraði hún dálítið kímin. »Jæja, fyrst þú ber ekki traust til mín, þá haltu þínum athugunum. fyrir sjálfan þig«. Oliver hneigði sig og hlýddi. Svo héld- um við til baka og fórum stöðugt fram hjá beinagrindum; gátum. við naumast fengið tíma til að virða þær fyrir okkur; var það ef til vill af því að hið þunga, rykuga loft var farið að draga úr okkur dáðina. Ég sá það eitt, eða réttara sagt, hann Kvik okkar athuguli, vakti athygli mína á þeirri staðreynd, að því lengur sem við gengum þá fækkaði beinagrindunum. í kringum kcnungastólana, og gripir þeirra urðu æ verðminni. Þegar við vorum búnir að fara fram hjá fimm eða sex, þá var föruneytið þeirra, sem myrt hafði verið, ekki nema fjórar eða fimm. beinagrindur. Það voru að líkindum eftirlætisfrúr, sem valdar höfðu verið til að votta þessa sér- stöku hylli. Síðast voru þessir veslings ein- valdar allsendis einir. Fjöldinn af þeim var allur sam,an í einum hóp; áttu þeir svo að þramma einir síns li& gegnum skugga- dal dauðans; enginn annar fylgdi þeim til að dást að djásnum og konunglegum tign- armerkjum. Og í síðasta grafstólnum, sem við fórum fram, hjá voru leifar af konu, s,em hafði verið leidd þarna, án alls föru- neytis og gjafa. »Vafalaust hafa forfeður okkar þá verið orðnir lítils máttar og snauðir«, sagði Maq- ueda, er við vöktum athygli hennar á þessu, »þar sem svo m,argir konungar í röð hafa leyft konu að ráða fyrir ríki sínu. Og þeir hafa þá líklega enga dýrgripi átt til að verja til útfarar hennar. Þetta hlýt- ur að hafa verið eftir landskjálftann, því að þá voru svo fáir í Múr, áður en Abatíar settust þar að«. »Hvar hafa þeir, sem voru af þinni kon- ungsætt, verið leiddir?« spurði Oliver uim leið og hann virti fyrir sér hina tómu kon- ungsstóla, er stóðu nú úr þessu auðir. »Og ekki hérna!« svaraoi hún. »Þeir hvíla í gröfum, sem eru. hér fyrir utan hellinn. Og fyrir mitt leyti vil ég helzt sofa í óbrotnum legstað, svo að ég geti lifað áfram meðal grasa og blóma, þótt ekki sé a(nnað. En tölum nú ekki meira um dauða og dóm. Bráðum, en hver getur sagt, hversu bráðlega, verðum við ekki eins og þessir?« sagði hún svo og hroJlur fór um hana. »En meðan við lifum, viljum vio njóta þess sem, bezt. Nú hefir þú séð' um- bun þína. Segðu mér svo, hvort þér þókn- ast hún?« »Hvaða umbun?« svaraði hann. »Dauð- ann, umbun lífsins? Hvernig get ég vitað það fyrr en ég hefi gengið um dauðans dimma hlið?« Nú hættu þau þessu heimspekilega tali, því að í sömu andránni slokknaði á lampa Kviks. »Ég þóttist skilja, að eitthvað væri að útbúnaðinum á þessum forneskjulegu lömpum«, sagði Kvik. »Halló, doiktor, það slokknar líka á þínum lam,pa!« »Já, kveikirnir«, sagði Maqueda, »við höfum gleymt að hafa nýja kveiki með okkur, en vanti þá, er olían til einshis, sem við höfum með o,kkur. Komið. Höfum hrað- an á! Enn er langt til hellisdyranna; en enginn, nema æcsti presturinn einn, hefir

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.