Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1941, Blaðsíða 31

Heimilisblaðið - 01.01.1941, Blaðsíða 31
HEIMILISBLAÐIÐ 31 Skrítlur og kímnisögur. Þegar Tyrkir sátu um Vínarborg í síðara. skift- ið (1683), bauðs.t Gyðingur einn til þess að taka þátt í vörn borgarinnar, og bað’ um, að sér yrði fengin byssa og skotfæri. Þegar hann hafði feng- ið byssuna og töluvert af skothylkjum, ætlaði hann að skjóta. til marks, til þess að sjá hvort nokkurt lið væri í byssunni. Hann tróð skothylki í hlaupið, en reif ekki gat á afturenda þess, eins og siður var á þeim dögum, til þess að púöriö kæmist upp i tundurgatið. Auðvitað brann'ekki inn 1 byssunni. »Þú verður að láta meira í hana«, hugsaði Gyðingurinn með sér, og svo tróð hann öðru skothylki til i h.laupið; en það fór á sömu leið. Þá lét hann þriðja skothylkið í byssunai, og er ekki’ vildi en.n brenna inn í byssunni, tróð hann fjórða, fimmta og að lokum sjötta skothylkinu í hana; en aldrei brann inn x henni. Þá átti undir- foringi einn af tilviljun leið fram hjá honum. Gyðingurinn kallaði til hans, og sagði honum, að ómögulegt væri að skjóta úr byssu þeirri, sem sér hefði verið fengin. Undirforinginn athugaði lásinn, og sá fljótlega, hver orsökin var: að ekk- ert púður var í tundurgatinu eða á pönnunni. Hann hellti púðri inn um tundurgatið, s.vo miklu sem inn um það koms,t, lét púður á pönnuna, og rétti svo Gyðingnum byssuna. Gyðingurinn »hleypti af«, og byssan flaug langar leiðir burt, en sjálfur skall hann aftur á bak ti:l jarðar. Und- irforinginn h,ljóp af s,tað til þess að sækja byss- una, en þá spratt Gyðingurinn allt í einu á fæt- ur og kallaði: »1 guða.nna bænum, látið þér hana vera; hún skýtur fimm sinnum enn þá, því ab ég var búinn að láta. sex skothylki i hana!« Maður einn kom nýlega inn til gleraugnasala, til þess, að kau.pa sér gleraugu, því að hann hafði heyrt, að margir ættu hægara. með að lesa meö gleraugum, heldur en gleraugnalaust. Þegar hann hafði reynt nokkrar tylftir af gleraugum, og ekki fundið nein, sem hann gat lesið með, spurði gleraugnasalinn hann a,ð lokum, h,vort hann hefði nokkurn tima lært að lesa. »Nei, auðvitað ekki!« svaraði maðurinn; »hvern þremilinn sjálfan ætti þá að gera við gleraugu?« Prestur einn, er þótti fremur lélegur ræðu- maður, var orðinn svo vanur því, að kirkjubekk- irnir væu þunnskipaðir, að hann messaði oft, þótt ekki væru nema fáeinar hræður viðs.taddar. Sunnudag einn voi'u aðeins þrír menn í kirkj- unni, auk prestsins og meðhjálparans, og þegar þeim fór að leiðast ræða prestsins, stóðu þeir upp °g gengu út. Lítilli stundu síðar fór meðhjálp- arinn upp í stólinn til prestsins og mælti: »Hérna er lykillinn, prestur minn; þér gerið svo vel að loka. á eftir yður, þegar þér eruð búinn, þvi að nú fer ég«. Munkur einn, sem fyrir nokkrum árum hafði verið heimiliskennax-i hjá rússneskum greifa, tók sér ferð á h,endur til þess að heimsækja greifann og fólk hans. Var honum tekið með fögnuði mikl- um á heimili greifans, og veitt ríkmannlega. En hann var þreyttur eftir ferðalagið, og vildi þess vegna gjarnan fara, snemma að sofa, og löngu fyr- ir venjulegan háttatíma var honum fylgt til svefnherbergis sins. Hann háttaði og sofnaði und- ir eins. En hann hafði ekki sofið meira en h,álfa klukkustund, þegar þjónn einn kemur inn til hans og vekur hann, og biður hann um að flytja s.ig yfir I rúm greifans. Munkurinn hélt, að sér hefði máske af vangá verið vísað á annað rúm, held- ur en hann átti að sofa i, og fór þvi. eftir til- mælum þjónsins. En þegar hann hafði legið hér um bil hálfa klukkustund í þessu rúmi, kom þjónninn aftur, og bað' hann að flytja sig yfir í rúm greifafrúarinnar. Munkurinn varð hálf gramur í geði, en gerði þó það, sem fyrir hann var lagt. Og nú vonaði hann, að hann fengi aö sofa í friði það sem eftir væri næturinnar. En hér um bil hálfri stundu síðar kemur þjónninn enn þá einu sinni, og biður munkinn um að flytja s,ig yfir í rúm greifadótturinnar. Þá var munk- inum nóg boðið, og hann afsagði með öllu að flytja sig oftar. Þjónninn fór til greifans, og sagði honum, að munkurinn fengist ekki til að flytja s.ig í rúm gi'eifadótturinnar. Það kom nú í Ijós, að þelta var allt misskilningi þjónsins að kenna,. Hann var nýkominn I vistina, og vissi ekki, að rúmvermirinn (brúsi með heitu vatni 1) var þar á heimilinu ætið kallaður »munkur«. Til kaupeudanna. Heimilisblaðið byrjar nú s.itt þritugasta, ár. Góðum og trúföstum vinum blaðsins. á umliðn- um árum er það að þakka, að það hefir náð þess,- um aldri. Á þessu tímabili hafa mörg ný blöð hafið göngu sina, en hox-fið aftur. — Ég þakka ykkur öllum, sem reynst hafa góðir og skilvísir kaupendur. En ég bið ykkur jafn- framt afsökunar á, hve mörgu hefir verið ábóta- vant frá minni hendi, sérstaklega. með reglulega útkomu blaðsins. í seinni tíð. Ég hefi vilja á að bæta úr því. Verð blaðsins hækkar ekki og er þá mikil nauð- s.yn á, að blaðgjöldin komi helzt öll sem næst réttum gjalddaga, sem framvegis verður 15. apríl. Prentsmiðja Jóns Helgasonar.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.