Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1941, Blaðsíða 25

Heimilisblaðið - 01.01.1941, Blaðsíða 25
HEIMILISBLAÐIÐ 25 orðið getur«, svaraði hann. »Mér tókst ekki að bjarga vini mínum og í kvöld verður honum varpað fyrir ljónin. Það sagði hann mér sjálfur«. »Segðu oikkur nú alla söguna«, sagði ég við Oliver. Hann sagði svo frá: »Ég mundi eftir Byni þínum og Higgs talaði við hann líka. Já, Higgs minntist á hann að fyrra bragði; það var ekki annað að sjá„ en að með þeim hefði tekizt góð vinátta. Hann kvaðst ekki vá’Ij a flýja, nema hann væri meo, og sagð- 'ist geta náð í hann á augabragði, því aö hann væri rétt við uppganginn. Gott og vel, hann fór, en í staðinn fyrir son þinn h,itti hann varðmennina, því þeir h,afa að líkindum heyrt okkur tala saman. Og það, sem gerðist á eftir veiztu, nú eins vel og ég. I kvöld, þegar tunglið er búið að vera tvær stundir á lofti, verður haldin fórnar- guðsþjónusta, og þá verður veslings Higgs varpað í ljónahellinn. Hann var einmitt uð skrifa arflekfelunkrá sína í minnisbók- ina sína, þegar við hittum. hann. Barung hafði sem sé lofað að senda okkur hana«. »Doktor«, sagði Kvik innilega, þegar hann var búinn að átta sig á þessum frétt- um. »Ekki mynduð þér nú vilja þýða dálítið fyrir mig, því að ég þarf svo na.uðsynlega &ð eiga tal við »Köttinn«, og eins og þér bekkið, þá er arabisku-kunnáttan mín af skornum skamm,ti«. Eg kinkaði kolli við því, o.g gekk til Shad- vuch, þar sem hann stóð einn síns liðs og gerði sínar athuganir og hlustaði í allar átitir. »Heyrðu mig nú, »Köttur«, sagði Kvik (ég tilfæri það orðrétt eftir honum) »hlust- aðu nú á, hvað ég segi, og vertu hárviss um, að’ farir þú með lygi og önnur skálka- PÖr, þá mun aðeins annar hvor okkar, þú eða ég, komast upp á fjallstindinn hérna Hfandi. Skilur þú?« Shadrach kvað já við því. »Það er ágætt. Þú sagðir mér einu sinni, að þú hefðir verið fangi hjá Fungum og þá verið varpað niður til hinna helgu ljóna þeirra, en komist upp þaðan aftur. Segðu mér þá, hvernig það gekk allt saman?« »Nú, þannig að skilja, göfugi Kvik: Að undangengnum nokkrum, helgisiðum var ég látinn síga niður í hellinn í matkörfunni og kastað þar svo út, eins og kjötstykki. Svo var hliðinu lokið upp með hlekkjum og kornu þá ljónin þjótandi inn til að rífa mig í sig. Auðvitað faldi ég mig e,ins vel og ég gat í rökkurdimmunni og upp við hamravegginn, þangað til satans Ijónynja þefaði mig uppi og rispaði mig; hérna sérðu merki eftir klærnar á henni«. Benti hann þá á örin á andliti sér. »Þær klær stungu eins og sporðdrekar og gerðu mig ærðan. Þegar ég sá í gulu glyrnurnar á henni greip mig hræðslucfboð. Kleif ég þá upp hamarinn, eins og köttur, er hundur eltir hann. Eg klóraði mig fastan með nöglum:, tánum Oig tönnunum. En ljónynjan stökk upp og reif holdið hérna af fótleggjujn mínujn, og líka þarna,, sko!« Og nú benti hann á nckkur ör, sem við gátum varla greint í rökkrinu. »Ljónynjan hljóp til baka og gerði tilhlaup að nýju. Þá sá ég fyrir ofan mig agnarlitla rönd, minni en svo, að haukur hefði getað tyllt sér á hana, alls ekki stærri. Þá hoppaði ég upp og fékk gripið í röndina eða sylluna, og dregið und- ir mig fæturna, svo að ljónið gæti ekki náð í þær. Eg gat gripið mig fastan, en hrap- aði niður til botns í hellinum. En þá ein- beitti ég öllum kröftum, mínum svo, að slíkt gerir enginn maður nema, einu sinni á æfi sinni. Og einhvern veginn, ég veit næstum ekki sjálfur, hvernig það varð, komst ég upp fyrir hamravegginn og komst alla leið upp á bergið í myrkrinu. Ö, Guö Israels, en hvað ég barðist fyrir lífinu! Ég hlykkj- aðist áfram, kleif eins og apaköttur, og setti líf mitt þúsund sánnum í hættu. Svona héit ég áfram í tvo daga og nætur og síð- ari nóttina, vissi ég varla, hvað ég gerði. En samt skaut mér fram. Og þess vegna hefi ég fengið auknafnio Köttwr«. »Eg skil það, já«, sagði Kvik, með of-

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.