Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1941, Blaðsíða 30

Heimilisblaðið - 01.01.1941, Blaðsíða 30
30 HEIMILISBLAÐIÐ þótt oft hann mæddi kross og stríð. A bjargi föstu, byggir sá,' er byggir miskunn Drottins á. Hvað stoðar oss með trega’ og tárum að tala vom um neyðarhagV Hvað s,toðar oss með sorgum sárum að sýta’ og gráta, nótt og dag? Vér aðeins beizkju bætum í vorn beizka hurmadrykk með því. Þvl hætti. sérhver hryggð og gráti, þótt hljóti um stund að bera kross, og vilja Guðs s,ér lynda láti; hann leggur eigi’ of þungt á oss. Vor Guð, er sjálfur líf oss lér, það ljósast veit, hvað þörfnumst vér. Er hér var komið, varð hann að hætta söngnum, því að hann viknaði svo, að tár- in streymdu niður kinnar hans og röddin titraði. Djúp þögn ríkti meðal allra, sem inni voru, þangað til að húsfreyjan gat ekki lengur orða bundizt og mælti: »Söngur yðar fær mikið á okkur, góði herra! Allar sorgir manns, og áhyggjur gleymast og hverfa fyrir sælu og gleði. Segið okkur, hvernig þessu víkur við. Þér voruð svo hnugginn og kvíðinn í morgun, þó að þér annars kvartið aldrei, eins og við hin, þó að mótlætiskrossinn íþyngi dá- lítið. Viljið þér ekki gera það fyrir okkur, að útskýra þetta nánar? Okkur er kennt, að við eigum að gráta með grátendum cg fagna með fagnendum. Hefir þá Drottin vor og Guð sjálfur gripið fram í'og hjálp- að yður á einhvern undraverðan hátt?« »Já, það hefir náðugur og miskunnsamr ur Guð einmitt gert. Nú er neyð mín á enda, því að ég er orðinn skrifari hjá sænska sendiherranum hér í Hamborg, herra von Rosenkranz. Ég hefi nóg laun og fæði og húsnæði ókeypis, og ekki aðeins það, heldur hefi ég áunnið mér trúnaðar- traust þessa góða manns nú þegar. Þar að auki lét hann mig fá s,vo mikið af laun- um mínum fyrirfram, að ég gat leyst út fiðluna mína aftur. Já, kæru vinir, því segi ég það, látum Guð einungis ráða!« »En hvaðan hafið þér fengið þennan dýr- lega huggunarsálm?« spurði húsfreyja. »Ég finn hann hvergi í sálmabókinni. Haí- ið þér orkt hann sjálfur?« »Ég?« svaraði Neumark með ánægju- brosi. »Já, auðvitað er ég verkfærið, eða áhaldið), en Guðs heilagi andi hefir orkt hann, en ekki ég. Ég hafði ekki hugmynd um nema upphafið sjálfur: Hver sá, er góðan Guð lét ráða! Þau orð hafa dvalið í huga mínum þangað til nú, að þau tóku m.ynd. á sig í þessum sálmi. Þegar ég byrj- aði að syngja bættist orð við orð líkt og' þegar dropi eftir dro.pa fellur niður af bergstalli. En verki andans er ekki lokiö enn. Hlustið á mig enn um stund!« Tók hann svo fiðlu sína á ný, lék fjör- lega og söng: Þú mátt ei hugsa,’ í hörmung þinni, að herrann vikinn sé frá þér, en aðeins hina hafi’ I minni, sem hamingjan I skauti ber. Þótt sál þln nú af sorg sé þreytt, hin seinni, tíð fær mörgu breytt, Vak, bið og gakk þú Guðs á vegi, og ger hvert verk með dyggð og trú; um bless,un Drottins efast eigi, hann aldrei bregzt, ef trúr ert þú. Á bjargi föstu byggir sá, er byggir miskunn Drottins á. Nú hætti Neumark aftur og var þá svo hrærður að hann bað fólkið að lofa sér að vera einum um stund. Húsfreyjan grát- bændi hann samt í nafni allra, sem við* staddir voru að gefa þeim afrit af sálmiu- um og lofaði hann að gera það. Þannig er þessi sálmur orðinn til. Neumark var aðeins í t-vö ár hjá Ros- enkranz. Hinn göfugi maður veitti honum mikið betur launaða stöðu eftir það, sem sé skjalaritara og bókavarðarstöðu í Weim' ar. Þar andaðist hann á sextugasta og öðru aldursári. Neumark orti marga sálma, en enginn þeirra hefir fest jafn djúpar rætur í hjört- um kristinna manna, eins og sálmurinn-- »Hver sá, er góðan Guð lét ráða«. (»Ved Lampeskin«. Sj. þýddi)-

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.