Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1941, Blaðsíða 17

Heimilisblaðið - 01.01.1941, Blaðsíða 17
HEIMILISBLAÐIÐ 17 frest. Hann svaraði þá, að ef lífi sínu væri þyrmt, þá gæti hann sagt, hversu félagi yðar, s,á sem nefndur er »maðurinn með svörtu gluggarúðurna.r« mætti verða frels- aður úr fangelsi sánu«. »Hvernig?« spurði Orme og ég í sömu andránni. »Eg veit ekki«, svaraði hún, »en til allr- ar hamingju þyrmdu þeir manninum.. Leið- ið hann hingað inn«. Þá var hrundið upp hurð og Shadrach kom inn; voru hendur hans bundnar á bak aftur og hlekkir honum um fætur. Hann var voða hræddur að sjá, augun rang- hvalfdust . í höfði honum og tönnurnar glömruðu í munni honum. Þegar hann hafði varpað sér niður fyrir fætur Walda Nagasta, vatt hann sér á hlið og ætlaði að kyssa stígvél Ormes. Verðirnir reistu hann við aftur og Maqueda hélt áfram tölu sinni: »Hvað er það þá, sem þú getur frætt okkur um, svikari, áður en lífi þínu lýkur«. »Það er leyndardómur, göfugi rósar- knappur, get ég sagt hann í viðurvist svoi margra?« »Nei«, svaraði hún og skipaði, að flestir hinna viðstöddu skyldu ganga út, og þar á meðal varðmenn og hermennirnir. »Maðúrinn er frávita og enginn er skil- inn eftir til að gæta hans«, mælti Jósúa heldur en ekki smeykur. »Eg skal gera það, yðai' hátign«, sagði Kvik á sinni bjöguðu arabisku, og er hann gekk fram að baki Shadrach, sagði hann á ensku: »Láttu nú sjá, Köttur, að þú berir þig hraustmannlega, annars hlýtur þú sjálf- ur verra af«. Þegar allir voru farnir, var Shadrach skipað að skýra frá, hvernig hann gæti frelsað Englendinginn, sem hann hefði svikið í hendur Funganna. »Göfugi niðji konunganna. Ég veit að hann er fangelsaður inni í hinu mikla skurðgoðsilíkneski«. »Hvernig veizt þú það, m,aður?« »Göfuga. kona, ég veit, að því er svo hátt- að. Soldáninn sagði hið sama, var það ekki? Gott og vel, ég get vísað yður leynigötu að skurðgoðinu; eftir þeirri götu getum viö fundið hann og frelsað hann. Ég fann þessa götu í bernsku minni. Og er Fungar fundu mig síðar og vörpuðu mér fyrir ljónin, og ég fékk þessar skrámur, sem á mér má sjá, þá slapp ég með því að fara, þessa sömu leið til baka. Þyrmið nú lífi mínu og ég skal vísa ykkur leiðina!« »Ekki nægir það eitt, að þú vísir okk- ur leiðina«, sagði Maqueda. »Hundurinn þinn, þú verður líka að frelsa útlending- innb sem þú sveikst. Ef þú gerir það ekki, skaltu lífi týna. Skilurðu það?« »Það er harður dómur, göfuga kona. Er ég þá guð, að ég geti lofað að frelsa út- lendinginn, sem er ef til viil, dauður nú? Og þó vil ég gera það, sem ég get, þar sem ég veit nú, að ef ég get það ekki, skal ég lífi týna, en takist mér það, verður mér gefið líf. Ég mun að minnsta kosti vísa ykkur veginn þangað sem hann er fangels- aður; en ég vara yður við honum, því að hann er mjög hættulegur«. »Það, sem þér er fært, það er ckkur fært líka«, svaraði Maqueda. »Segðu okk- ur einungis, hvað við eigum að gera«. Hann sagði þá fyrir um það. En prins Jósúa blandaði sér í málið og sagði, að ekki væri tilhlýðilegt, að niðji konunganna legði sjálf í slíka hættuför. Hún hlýddi á mótbárur hans og þakkaði honum. um- hyggjuna fyrir sér. »Ég fer nú samt«, sagði hún, ekki þó sakir hins útlenda bandingja, heldur af því, að það gæti verið mér gagnlegt að kynnast þessum leynivegi til Múr. En ég er þér sammála um það, frændi, að slíka för fari ég eigi verndarlaus, og þess vegna mælist ég til að þú ferðbúir þig til að fylgja mér, því að þá er ég viss um, að okkur er öllum óhætt að leggja upp í förina«. Jósúa fór þá að afsaka sig, en hún vildi alls ekki hlusta á það. »Nei, nei«, sagði hún, »þú ert qllt of

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.