Heimilisblaðið - 01.01.1942, Page 10
8
HEIMILISBLAÐIÐ
góði maður, og fótspor hans leiðir upi)
á þroskatindinn.
Svo skeður líka það kynlega fyrirbæri,
að menn, sem í rauninni hafa kristnar
hugsjónir, berjast raunverulega á móti
þeim, því þeir ýmist ráðast á kirkjuna og
áhrif Krists-prédikunarinnar í landinu,
eða láta þetta eins og afskiftalaust.
Peim fer líkt og börnum sem halda að
þau geti orðið að lærðum og góðum mönn-
um án lærdóms og aga. Eða manni er
hugsaði að ræktun túnsins kæmi af sjálfu
sér. Þeir virðast ekki skilja að siðferðiö
er ævinlega ávöxtur trúartrésins.
En þetta þarf að breytast. Ráðamenn
þjóðfélagsins þurfa að leggja betri krist-
indómsgrundvöll undir þjóðlífið. Það þarf
að auka kristileg áhrif, í skólunum, í blöð-
unum, í bókmenntunum og hvar sem er.
Og þessu ætti að fást framgengt. Því Krist-
ur hefir þó svo gegnsýrt almenningsálit-
ið, að menn finna og skilja, að það er ekki
mest gleði og gæfa í synd eða sjálfvelc'li
— heldur í guðshlýðni og hreinleik hugar-
farsins, í einu orði, í Krists-lyndinu.
II.
Það er önnur hlið á áhrifavaldi Krists
að því er snertir daglega lífið, sem ég
verð að minnast á. Við höfum aldrei ver-
ið heittrúar þjóð Islendingar, og erum
flestir lítiltrúaðir enn. Sarnt er Jesús hinn
lifandi Drottinn í huga ótal fleirí manna
og kvenna, en hafa það nokkurntíma á
orði.
Stanley Jones segir frá þessu smáatviki:
»Vinur minn, sem fór ríðandi um strjál-
býlt hérað í Virginiu, rakst á skógarrjóð-
ur, þar sem blökkukona stóð í kofadyrum.
Vinur minn kastaði kvðeju á hana og
spurði hver byggi þarna. Hún svaraði glað-
lega: »Enginn nema ég og Jesús!«
Einnig á voru landi, Islandi, eru inarg-
ir, sem þykir bezt að eiga Jesú að. Nokk-
ur bending í þá átt, er það, að varla mun
nokkurt ljóð vera alkunnara í landinu
en þessi sálmur:
»ó, þá náð að eiga Jesú
einkavin í hverri þraut«.
Fyrir fám árum var frá því sagt, að er
íslenzkur togari fórst, þá heyrðust sumir
sjómennirnir syngja þennan sálm, áður en
þeir misstu tökin á reiðanum og féllu í
sjóinn.
Eg segi yltkur það fyrir satt, að marg-
ir beygja hjartans kné oftar fyrir hinum
upprisna frelsara en okkur grunar.
Sumir gera það á mestu gleðistundum
lífsins. Þegar sóklýrð vorsins eða unaður
kærleikans knýr þá til að lofa Drottin
eins og lóan í söng.
Aðrir gera það á freistingarstundunum,
eða þegar þeir hafa fallið, eða siglt í
strand. Þá kalla þcir á frelsarann til að
hjálpa sér að komast upp breltkuna, sem
þeir hröpuðu niður. Eða til að opna sund-
in á ný.
Ótal gera það á hættustundunum eins
og Pétur forðum á vatninu, þegar hann
hélt að hann væri að sökkva. Þannig gríp-
um við oft eftir hönd Drottins í örvænt-
ingunni.
Ýmsir halla eins og þreyttir höfðinu að
hjarta hans.
Og í hinurn dýpstu hörmum, þá er horft
tárvotum augunum til Drottins. Þá er
engin Huggun á við það, að reyna að trúa
þessu:
»Ég veit minn, ljúfur lifir
lausnarinn himnujn á.
Hann ræður ö.llu yfir,
einn heitir Jesú sá.
Sigrarinn dauðans sanni
sjálfur á krossi dó,
og mér svo aumum manni
eilíft líf víst til bjó«.
Það er líka til Jesú, sem flestir skyggn-
ast, þegar myrkur dauðans nálgast — þá
er vonað inn í Ijósheima hans.
Ég er einn af minnstu bræðrunum í fá-
mennu dalakalli, þar sem fáar sögur ger-
ast.