Heimilisblaðið - 01.01.1942, Page 11
HEIMILISBLAÐIÐ
En ég' á meðal annars elna ðgleyman-
lega minning. Kalt og dimmt vetrarkvöld
var ég 'beðinn að þjónusta gamla konu.
Hún hafði ekki verið kirkjuræknari en
gengur og gerist um dagana — svona
hvorugt. Og hún hafði heldur ekki l'lík-
að sínum kristindómi, sinni Lrú, öðrum
fremur.
En nú vissi hún og aðrir að komið var
í áfanga. Síðasta nóttin fór í hönd. Áö-
ur en dagur rynni hér á jörð, mundi hún
vita, hvernig morgun eilífðarinnar ljóm-
ar, og hún vænti þess þá, að sjá Droltinn,
augliti til auglitis. Hafði vamst þess frá
því að hún var barn. Þess vegna vikli
hún seinast ]>ergja af bikar hans fara
b.eint úr kvöldboði hans inn í fögnnð
morgunhátíðarinnar.
Eg veitti henni sakramentið. Eg sá að
hún var máttfarin. Aðra breytingu sá ég
ekki á henni. Hún gekk til dyra mót dauð-
anum, ekki getur maður sagt í daglegu
fötunum — ónei, f sparifötunum. eins og
til veizlu — eitthvað líkt ijarni á jólum.
Þá skildi ég sem oftar iive Kristur er
víða í daglega lífinu, hve hann mótar ekki
aðeins lífernið meira og minna, heldur er
líka Drottinn hjartans.
Ég dyl þess engan, að ég er einn of okk-
ur hinum lítiltrúuðu syndurum.
En ég játa samt, að ég veit, að það ei-
fegursta lífið að lifa Drottni í starfi sínu
— hvað sem það er -- og deyja honum
svona eins og alþýðukonan.
Það er líka hugsjón hvers kristins manns
og æðsta þrá að lifa svo þessu lífi, að við
höfum von um að geta í fullum skilningi
verið með Drottni, þegar eilífðin ljómar.
Enda er það að mínu viti ætlun lífsins!
Yí sa.
Sérhver gallast öldruð eik
af stormgjalli hörðu,
grösin hallast blaða bleik,
brotna, falla að jörðu. K. S.
9
Lítid brot
úr sögu smásjáarinnar.
Marcelió Malpighi ítalskur líkskeri
(1628—1694) varð á sínum tíma i'rægur
af því, að hann notaði fyrstur við líkskurð
smásjá þá, er þá var fyrir skémmu fund-
in til að rannsaka byggingu mannlegs
líkama, og dýralíkama og jurta. En eink-
um lagði hann slund á að rannsaka rás
blóðsins frá slaga-ðum til bláæða. Enski
læknirinn John Harvey, fann fyrstur
hringrás blóðsins (1628), eða það. að blóð
það, sem rann frá hjartanu eftir slagæð-
unum, kom aftur iim í hjartaðmeð bláæð-
unum; en hins vegar fann hann ekki,
hvernig blóðið barst frá slagæðunum inn
í bláæðarnar. fann ekki háræðakerfið. A!
þeiiu sökum voru þeir meðai annars, svo
margir, sem voru svo tregir til að trúa
nppgötvun Harveys. En Malpighi réð
þessa g'átu með því að fylgja blóðinu eft-
ir háræðunum í lungum á froski með ein-
földu smásjánni sinni (1661). Malpigiu
gat iíka greint rauðu kornin í blóðinu
(1661), en gat ekki fundið, hvert hiðsanna
eðli þeirra væri né lýst þeim nákvæmiega,
hugði helzt, að það væri örsináar litukúlur.
Þá var þaö, að hollcnzki líffræðingur-
inn Anton van Leeuwenhoek kom lil sög-
unnar, fædclur í borginni Delft a Hollandi
24. okt. 1632 og dáinn sama staðar 26. ág.
1723.
Framan af æfi sinni (til 1654) var hann
bókhaldari og féhirðir hjá klæðsala ein-
um í Amsterdam; hafði lvann þar góð laun
en lítinn starfa. En þá hvarf hann aftur
til Deli't og gaf sig úr því allan við nátt-
úrurannsóknum. En þó var hann alls-
endis ólærður, því að svo mátti heita, að
hann færi á mis við alla skólagöngu. Á
háskóla gekk hann aldrei, hvorki til að
nema né kenna. En að hann skyldi, þrátt
fyrir það, verða einn með fremstu vísinda-
mönnum um sína daga, var eingöngu hug-
viti hans og hagleiksgáfu að þakka og