Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1942, Side 31

Heimilisblaðið - 01.01.1942, Side 31
HEIMILISBLAÐIÐ 29 en heimskastur þeirra allra, er þó Oliver, herra minn. En verið getur þó, að mað- urinn lærði, sem Abatíar kölluðu »mann- inn með gluggarúðunuim, og doktor Ad- ams, séu nálega jafnheimskir. Aðeins sá einn, sem þeir kalla Hróðrek, sonur Ad- ams, er ekki jafnblindur, af því að hann er alinn upp hjá Fungum og öðru eyði- merkurfðlki, og hefir þar aflað sér dálít- 'illar speki. Þetta veit ég af því, að hann einn skildi fyrirætlun mína um það aö bjarga lífi þeirra.. En hann minntist ekki einu orði á það, af því að hann þráði fremsr af öllu að komast burt úr Múr, því að hann var viss um, að þar beið hans dauð- inn og félaga hans. Verið getur, að hann skrökvi þó, til að þóknast mér. En nú sný ég mér að efninu sem ég ætla að segja frá í sem fæsturn orðum, þar sem ég er ekki mjög æfð í að rita sögur: Eg var borin út úr hellinum ásarnt hin- um, en var þá svo voluð og horuð af hungri, að ég gat ekki sjálf ráðið mig al dögum, sem ég myndi annars hafa gert, heldur en að falla í hendur Jósúa, liins hræðileg'a frænda míns. Og þó var ég styrkari en þeir hinir, af því að þeir, eins og ég seinna komst að, höfðu lokkað mig til að eta keksið, með því að láta sem þeir ætu það líka, en það hefði ég aldrei getað fyrirgefið þeim. Pað var Jafet, sem kom upp um oss, hraustur maður aö vísu á sinn hátt, en heigull þó, eins og allir Aba- tíar. Það var sulturinn, sem rak hann til þess; sultufinn er óvinur, sem ekki er svo auðvelt að sigra. Hann fór út úr hellin- um, og sagði Jósúa, hvar vér hefðum fal- ið oss. Og svo komu þeir auðvitað yfir oss. Jæja, þeir tóku bæði Oliver, herra minn, °g þá hina frá mér, en mig báríi þeir á unnan stað og hjúkruðu mér þar, þang- að til ég náði aftur fullum kröftum. 0, hvað hunangið var sætt í munni mér, sem ég dreypti fyrst á. Það var hið eina, sem ég gat etið í fyrstunni. En þegar ég var ^úin að ná mér, kom Jósúa inn til mín og sagði: »Nú er ég búinn að ná þér í net- ið mitt — nú ertu mín eign!« En þá svaraði ég: »Nei, heimskingi, netið þitt er vindur einn; ég flýg þvert í gegnum það«. »Hvernig þá?« spurði hann. »Með því að svifta mig lífi«, svaraði ég. »Til þess hefi ég hundrað ráð. Þú ert bú- inn að ræna mig einu; en hvað gerir þaö, fyrst ég iiefi nægð annara ráða? Eg fer þangað, sem þú og ást þín getur elvki elt mig«. »Jæja, þú niðji konunganna«, sagði hann, »en hvernig fer þá með þenna heið- ingja, sem þú ert skotinn í og félaga iians? Þeir eru sem sé líka farnir að ná sér aft- ur, og' nú'skulu þeir allir deyja sérstök- um dauðdaga (þeim_dauðdaga lýsi ég ekki, það er ekki hægt). Og eins og ég hefi sagt. þá munu þeir fá sarna dauðdaga og úlfur, gripinn í sauðahjörð«. Ég skyggndist um í allar áttir eftir ein- hverju úri'æði, en fann ekki. Svo gerði ég' samning við Jósúa. »Jósúa, lattu þessa menn lausa, og ég sver við nafn formóður vorrar, drottning- arinnar af Saba að gefast þér. Haldir þu þeim og drepir þú þá, þá fær þú mig ekki«. Gott og vel, hann girntist að fá mig og það vald, sem mér fylgdi og því sam- þykkti liann þetta. Og svo lék ég minn leik. Herra minn og félagar hans voru leiddir fyrir mig og að viðstöddum öllum lýðnum smánaði ég þá. Ég hrækti í andlit þeim. Þeir heimsk- ingjar, heimskingjar, þeir trúðu mér, þ\ f miður. Ég sló slæðunni minni til hliðar og lét þá sjá í augu mér. Og þeir trúðu því líka, sem þeir virtust lesa úr augna- ráði mínu. Þeir gleymdu því, að ég er kona, og kann að skjóta leikborði fyrir aðra, ef nauðsyn krefur. Já, þeim gleymd- ist, að ég var líka að draga aðra á táhu-, alla Abatí-þjóðina og hefðu þó átt að skilja, að ég var að leika á hana, sem auð- vitað hefði tætt þá sundur lið fyrir lio. Og það var béizkasta lyfjakúlan, mér til

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.