Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1944, Síða 15

Heimilisblaðið - 01.07.1944, Síða 15
heimilisblaðið 123 kenna sér að skálda. Ortu þeir þá mikið og t*tt og létu sem bóndi hefði kveðið. Það líkaði Kristjáni vel. Fuku þá stundum vísur um húsfreyju og heimilisumsvif. Þetta er sýnis- horn af kveðlingunum: Elísabet með' úlfgrátt hár og með hrukkótt enni. Skilfings glaða glumru sál, gellur oft í hejmi. Sumar eru vísurnar dálítið grófar, þó að tæplega nái þær ljótustu vísunum í Úlfars- fitnum. Þótt þær hafi ekki verið prentaðar, eru þær kunnar og lifandi um allt Island °g í Vesturheimi. Af þessu sést, að menn voru ekki skríðandi Uöiháttir í skauti kirkjunnar, heldur hugs- audi ménn. Þeir voru fyrstu mennirnir, sem gengu fram úr trúarbragðaþokunni og upp 1 heiðríkju og sólskin skilnings og skoðana. hó að þeir væru stundum kátir og galsafengn- lr í orðum, þá víkkuðu þeir og uppljómuðu hugsunarhátt samtíðar sinnar. En eftir því se*n sumar og sól óx á skilningsliveli Keld- hverfinga, eftir því urðu nærsveitirnar stneyk- ari um sína sálarvelferð, óttuðust sér hjart- 8ýnni menn og lirópuðu: Trúleysingjar! Heið- iögjar! Menntunarástand. 1 þennan tíma voru bæði karlar og kon- llr, sem komin voru yfir fermingaraldur, stautandi, eða bænabókarfærir, sem þá var kallað. Margir voru ágætlega lesandi og hneigðir fyrir bækur og fróðleik af öllu tagi. hlestir karlmenn kunnu að pára nafn sitt, Sem kallað var. Sumt kvenfólk kunni ekki að *Iraga til stafs, en sumt af því gat krotað dá- h’tið. Börnum var kennt að lesa og einhver grautur í kverinu, en varla nokkru harni að skrifa, svo að nokkur mynd væri á. Stöku menn voru afbragðs vel skrifandi. Benedikt Björnsson frá Víkingavatni var orðlagður skrifari um fleiri sýslur. Bóklestur var allmikill, einkum á vetrar- kvöldum. Las þá einn fyrir alla eða kvað rWíUr. Beztar þóttu þessar bækur: Njóla, ^htur og stúlka, Islendingasögurnar, Noregs- konungasögur, Þjóðsögurnar og Þúsund og ein nótt. Rímur voru í miklum metum og kvæðakver þeirra Þorláks, Bjarna og Jónas- ar voru lesin og lærð utan að. Helgidagapré- dikanir meistara Jóns Vídalíns og Mynsters- hugleiðingar þóttu góðar guðsorðabækur. Margir kunnu Passíusálmana spjaldanna á milli og voru þeir sungnir á liverjum degi á langaföstunni. Fólki þótti vænt um fagran söng og góðan kveðskap, enda kunnu þar margir mjög vel að. HÁTlÐAHALD OG MANNFAGNAÐUR. Gleðisamkomur voru þá aðallega brúð- kaupsveizlur, skírnarveizlur, afmælisveizlur og erfisdrykkjur. Stórhátíðir voru jólin og páskarnir og hvítasunnan. Þar næst sumar- dagurinn fyrsti, nýárið og vetrardagurinn fyrsti. Einnig var haldið upp á sunnudaginn fyrstan í jólaföstu, Þorláksmessu, föstuinn- gang, sprengidagskvöld, skírdagshelgar og kongsbænadaga. Allir héldu töðugjaldaveizl- ur eða slægjur. Margir liéldu veizlur á bórida- dag og konudag. Nokkrir héldu upp á frá- færudaginn og sumir gáfu litlaskatt, sem kall- að var. Ríkari bændur liöfðu stundum boð og veittu mikið, og þótti það höfðingja- siður. Aðalveizluréttir voru hrísgrjónagrautar, kjötsteik, pottbrauð og nýtt smjör. Um liá- tíðir var ætíð framreitt hangikjöt, magálar, hjúgu, rúllupilsa, lundabaggar, súrsaðir eða hangnir, bringukollar, frerfiskur og skyr- morkinn liákarl. 1 sumarveizluin var fram- borið sykrað skyr með rjóma. I öllum veizlum var sætt kaffi og sætu- þykkna. Kaffibrauð voru sopplummur, pönnukökur, kleinur, vöfflur, dellur og smjörkökur. Utlent brauð í veizlum var skon- rok, liagldabrauð, sætabrauð og tvíbökur. Á jólum var ætíð framreitt laufabrauð (þrjár kökur fyrir konuna, en 5—6 handa karlmanninum). Það var fallega laufað eða útskorið, og áttu sumir þessar laufakökur til þrettánda dags jóla. Sumir bjuggu til brauð, sem kallað var jólakakan. 1 þá köku þurfti að liafa rúsínur, annars gat hún ekki heitið jólakaka. Veizluvín voru danskt brennivín handa karlmönnum, extrakt handa konum, síðast heitt rommpúns. Ö1 smakkaðist þá aldrei- Það var siður að byrja guðsorðalestur fyrst af öllu á stórhátíðum. Þá var fagurlega sung- ið og oft lesnir tveir lestrar í einu og sungn-

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.