Heimilisblaðið - 01.07.1944, Side 19
heimilisblaðið
127
Var bezta ullin höfð í nærfatnað, en hin gróf-
ari í utanlxafnarföt (rekkjuvoðir, ábreiður
og poka).
Ekki voru vefstólar og vefarar nema á sum-
um bæjum. Vefarar fóru bæ frá bæ og ófu
þar, 6em vefstólar voru. En þar, sem þeir
voru engir, tóku vefarar vefjarefnin heim til
sín. — Um þær mundir höfðu góðir vefarar
gott kaup fyrir vefnað. — Ekki var vefn-
aður búinn lijá sumum fyrr en á vorin. Þá
voru voðirnar þæfðar, sniðnar og saumaðar.
Flestar konur saumuðu sjálfar. Þá voru ekki
saumavélar komnar til sögunnar.
títivinna var að annast fé, gefa því og
brynna, eða standa yfir því í högum. Það
var látið út fyrir dag og inn eftir dagsetur,
þegar tíð leyfði. Oft gekk maðurinn með því
út úr húsinu og fylgdi því í liúsið aftur.
Fjármaður átti lítils yndis að njóta. Hann
stytti sér stundir á daginn með því að höggva
skóg, skjóta rjúpur, lesa sögur og kveða rím-
ur, þegar hann mátti vera að því. Hún var
hrjóstrug, ævi fjármannsins, sem vel stóð í
stöðu sinni. í stórhríðum og fannkingi mok-
aði hann ofan af fyrir fénu. Menn, sem voru
heima, pössuðu þær skepnur, sem gefið var,
sáu urn eldivið og vatnsburð með ýmsu fleira.
KVÖLDVÖKUR OG ÞJÓÐTRO.
Á kvöldin, þegar karhnenn voru komnir
alfarnir inn frá húsum og búnir að snæða,
voru þeim fengnir prjónarnir, kambamir eða
hókin. Heimilisfólkið sat lólegt alla vökuna.
Oftast var lagzt útaf í rökkrinu og ekki
hveikt fyrr en kl. 7. En þeir, sem vom sein-
ir að prjóna, máttu ekki leggja sig útaf, því
að þeir áttu að koma af vissum parafjölda
á viku. Gerðu þeir það ekki, var reiði keis-
arans, eða bóndans, vís.
Ekki var liáttað fyrr en kl. J1 eða ganga
12. Víðast var lesinn og sunginn húslestur
á hverju kvöldi frá veturnóttum til livíta-
sunnu. Hann var lesinn í vökulok.
Aðalljós var þá lýsisljós. Hvallýsi, hákarls-
lýsi, sellýsi eða einhver lýsistegund var lát-
in á lampa. Þeir vom úr járni eða eir, tvö-
faldir, með langri vör, er fífukveikur var rak-
hin fram úr. Á baka til var liadda, sem innri
lampinn skorðaðist á. í henni var sigurnagli,
scin kræktur var í lampaásinn, Ásnum var
stungið í gat á dyrastaf eða stoð; var það
kallað lampagat. Lampinn var hafður eins
nærri miðri bðstofu og unnt var. — Þessi
lýsisljós vom oft sáradauf, loguðu illa, og
oft lagði megna grútarfýlu af þeim urn alla
baðstofu. Sumir brenndu kertum með. Gaml-
ar konur sá ég búa til og brenna hjá rúm-
um sínum vælindiskertum. I þeim var flot.
Sumar liöfðu krúsir fullar af feiti, stungu
spýtu ofan í miðjuna, vafðri léreftskveik, og
kveiktu síðan á; gáfu þessi ljós dágóða birtu.
Bezt var fólki skemmt á kvöldin, ef kveðn-
ar voru bardagarímur. Unga fólkinu gekk illa
að skilja þær. Efnið var oft Edduborið og
ekki spaug að grípa rétta meiningu fyrir illa
lesandi fólk og með öllu ómálfrótt. En eldra
fólkið skildi það allt saman, og eimir eftir
af þessu ennþá. — Oft syfaði menn illilega
undir liúslestrinum, og þurfti að vekja suma
til að bæna sig og bjóða góðar stundir.
Algengt var það, þegar fólk var háttað, að
það talaði um drauga, afturgöngur, huldu-
fólk, útilegumenn og drauma. Var þá aðal-
samtalsstundin í sólarhringnum fyrir það að
tala og hlusta á.
Draugatrúin var þá afarsterk, einkum á
afturgöngur og fylgjur. Útilegumannatrúin
var ekki eins sterk. Álfatrúin mátti sín all-
mikils. Allir trúðu á drauma sína. Fólk var
óefað draumspakara þá en nú, og hefur þvi
valdið stöðug eftirtekt og umhugsun. Sumir
þóttust vera skyggnir og forvitrir. Þeir fóru
hægt með það en drýgindalega.
Sumir bæir í neðri sveitinni voru í ein-
tómu draugabáli nótt og hábjartan dag. Inni-
setur og myrkursetur liafa óefað átt þar góð-
an þátt í. Ég var gerður svo myrkfælinn, að
ég þorði ekki að sofna, þó að ég væri fyrir
ofan annan, og breiddi upp fyrir mig, svo að
mér lá við köfnun. Þó voru margir verri en
ég var.
Ef einliver mannræfill drap sig vestur í
landi eða austur á lieiðum, þá stóð hann strax
í göngum á sumum bæjum í Kelduhverfi.
Það þótti gott ráð að signa bæinn um leið
og lokað var bæjardyraliurðinni. Sumar eldri
konur signdu baðstofudyrnar líka, og fjöld-
inn þrísigndi í kringum rúmið sitt, þegar
menn voru búnir að lesa kvöldbænirnar og
signa sig og biðja „guð gefi mér góða nótt“.