Heimilisblaðið - 01.07.1944, Page 21
HEIMILISBLAÐIÐ
129
Helgi Sigurðsson og Guðný Sveinsdóttir, móð-
ir Kristjáns skálds. Ekki heyrði ég þess get-
ið, að það hefði verið fyrir illyndi. Hún var
orðin gömul og fötluð í fæti og fór til Björns
sonar síns. Þau skiptu húi millum sín. Hin
hjónin voru Bergvin Hólmkelsson og Rann-
veig Jónsdóttir. Þau voru aðskilin sökum fá-
tæktar. Hún fór í húsmennsku og átti barn
með bóndasyni. Síðan fór liún til áðurnefnds
Helga Sigurðssonar sem bústýra. Þau áttu
einnig barn saman. Hún var eina konan 1
sveitinni, sem tók framhjá, og henni var láð
það jafnan síðan, sem von var.
Tveir bændur tóku framhjá um þessar
mundir. Voru þeir mjög lýttir fyrir það, og
flutti annar þeirra burtu úr Hverfinu litlu
síðar. Ógift fólk átti börn saman, en þó ekki
oft. Venjulegast áttust þær persónur síðar.
Almennt voru Keldliverfingar um þær mund-
ir skírlífari en flestir aðrir sveitamenn, án
þess að nokkurt lof sé á þá borið.
HlBÝLI OG HtJSAKOSTUR.
Híbýli og fjárhús voru alls staðar léleg í
þá daga í Kelduhverfi. Framhýsi voru bæjar-
dyr og skáli eða skemma. Á stærri býlum
voru stofur og tvær skemmur, eða smiðja og
skemma, Þil voru tvö til sex. Flestar dyr sneru
í austur, nokkrar í vestur, fáar í suður, en
engar í norður. Ein og tvær tröppur voru
ofan í bæjardyrnar, því að bæir voru þá all-
ir niðurgrafnir meira og minna. I sumum
skemmum eða skálum voru laus borðaloft,
og var geymt á þeim kornmatur, kjöt og'fisk-
ur, með fleiru. Bæjardyr stóðu í miðju þorpi.
Húsaraðirnar voru venjulega þrjár. Væru
ekki nema bæjardyr og skáli, þá var lilaða
binum megin við bæjardyrnar. Baðstofa stóð
aftan við skálann, búr aftan við bæjardyr
og eldhús oftan við stofu eða lilöðu. Það voru
því víðast livar krossgöng, göng millum bæj-
ardyra og búrs og göng millum baðstofu og
edhúss. —- Millum bæjardyra og baðstofu
voru tvennar til þrennar dyr og hurðir á járn-
um. Víða voru þær kallaðar skellidyr. Þær
voru svo lágar, að menn þurftu að beygja
sig meira og minna, þá í gegnum þær var
gengið. — Göng sjálf- voru sigin svo niður,
að meðalmáður þurfti að ganga boginn inn
i baðstofuna.
Fle6tar voru baðstofur portbyggðar eða með
lofti. Þó man ég eftir einni á moldargólfi
og annarri á þrepi. Á gólfi voru þær bað-
stofur kallaðar, sem enginn pallur var í, en
rúm og borð stóðu á fjalalausu moldargólfi.
En baðstofur á þrepi voru kallaðar þær bað-
stofur, sein pallur var í, í öðrum enda, en
moldargólf í öðrum enda.
Þar, sem baðstofur voru á palli, var fjós
undir pallinum í þá daga. Þar stóðu kýrn-
ar allan veturinn og aðrar skepnur, sem í
fjósi voru liafðar, svo sem lirútar, geitur, af-
ætislömb og annar peningur, er lijúkrunar
þurfti við. Það var því baðliiti ævinlega í
fjósinu. Fjósliiti var talinn mjög hollur, og
oftast nær var baðhiti í þeim baðstofum, sem
fjós var undir. Þó að stórliríðar væru og liaf-
ísrek með 20—30 stiga frosti, sat fólkið í bað-
stofunni löðursveitt. Aftur á móti var ill-lif-
andi fyrir kulda, þar sem fjós voru ekki und-
ir palli. — Ekki var laust við, að mykjuþef
legði upp í baðstofuna á morgnana, þegar
verið var að mpka flóra og bera út mykju,
sem gert var á liverjum morgni. En það
kipptu sér engir upp við slíka smámuni, liá-
ir eðá lágir.
Óvíða voru gluggar á baðstofufjósum. Þar
voru öll fjósverk gerð við ljós. I fjós voru
böfð pönnuljós, kertaljós og krúsaljós, og
voru þau í umgerð, sem stinga mátti í stoð
eða vegg, hvar sem þurfti í fjósinu.
Það var rimlastigi úr göngunum upp í bað-
stofuna, en baðstofudyr voru lágar og þröng-
ar, svo að maður kom hér um bil á fjórum
fótum upp á pallinn. Hæðin undir lausholt
var ekki meiri en þrjá fet, hafi hún verið
svo há. Sumar baðstofur voru undir skarsúð,
en sumar undir langböndum og þiljaðar upp
og ofan með hefluðum, flettum borðum. Und-
ir lauslioltum voru þær þiljaðar að nafninu
til. En víðast voru þær þiljur bilaðar meira
og minna. Sá því í veggina. Sums staðar grófu
bundar skot út í veggina, þar sem fjalalaust
var, og lágu þar, þegar þeir voru í baðstofu.
1 innri baðstofuenda var hjónahús dálítið,
skjaldhólfað af, en víðast hurðarlaust. Á því
var stærsti glugginn með fjórum litlum rúð-
um. Hinir gluggarnir voru með tveimur rúð-
um, og ekki var nema ein í sumum. Víðast
var hjónahússglugginn á björum, en ekki var
liann opnaður nema örsjaldan á sumrum.
Rúmin voru í röðum undir baðstofuveggj-