Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1944, Side 22

Heimilisblaðið - 01.07.1944, Side 22
130 HEIMILISBLAÐIÐ um og undir stöfnum. Til voru hárúm fyrir stafni. Fólk sat á rúmunum, þegar það var inni, og svaf í þeim á nóttum. í þá daga þurfti ekki stóla til muna. Einn og tveir stólar voru á betri bæjum í baðstofu. Rúm- in voru eins og kassar í lögun, tveggja borða háir. En rúmgaflar voru stundum nokkuð hærri. Fólk geymdi spæni og hnífa á lausliolt- unum, en matarílát uppi á liillum ofan við rúmin. Pallurinn millum rúmanna var ekki breiður, eins og nærri má geta. 1 hjónahús- inu var gólf þvegið nokkrum sinnum á ári og sandur borinn á það. 1 frambaðstofu var látið nægja að skafa óhreinkuna við og við af gólfinu, nema um stórhátíðir var það þveg- ið líka. Einu sinni á ári (á vorin) voru bað- stofur víða þvegnar hátt og lágt og um leið viðrað allt, sem í rúmunum var. — I þá daga var tóbaksöld mikil, og spýttu karlmenn víð- ast út um allt gólf, svo að pallar voru víða ærið óþrifalegir og erfitt fyrir kvenfólk að halda þeim hreinum. Búr voru víða allstór. Skyrkeröld, ámur, uxahöfuð og tunnur og sáar stóðu meðfram veggjum, og var safnað í þau skyri, súrmjólk og sýru. Innst í búrinu var borð allstórt, stundum þiljað í kring fyrir ofan það. Tveir gluggar voru venjulega á búrþakinu, en ekki stórir. Húsfreyja læsti ævinlega búrinu, þeg- ar liún var ekki að störfum þar. Eldhús voru hærri en húr og byggð á hit- um og dvergum. 1 þeim var geymt eldsneyti: tað, skógarviður og sprek; vatnsílát og vatn, pottar og kyrnur. Rótin var full, röðuð með liangið kjöt, nýru, hjörtu, sperla, bjúgu og sæðaskinn. Hlóðir voru venjulega fyrir innra stafni, sums staðar í miðju eldhúsi. Þær voru tvennar og þrennar, byggðar úr blágrýti og óvandlegar að allri gerð. Þrír strompar voru á eldhúsmæni, venjulega liringlagaðir úr mýr- artorfi og uppmjóir. Víðast voru eldhús gluggalaus í þá daga. 1 liríðum fennti oft inn í eldhús um strompana. — Oft þótti óhreint og illa reimt fyrir eldhúsdyrum og búrdyrum. 1 bæjardyrum og skála voru reiðtygi geymd, amboð og annað fleira. Þar, sem stofur voru, var geymt í þeim kistur, koffort og kommóður. í innri enda þeirra var rúm, sem ætíð var kallað stofu- rúm. í því voru heldri gestir látnir sofa. Stof- Til RICHARDS BECK PRÓFESSORS FarSu lieill meS hundraS þúsund kveSjur, lilýjar eins og bjarta júní sól, fléttaSar í traustar kœrleiks keSjur, tengdu þcer viS sérhvern dal og hól. HvaSa braut sem fjörs þíns fákur brokkar, fyrst af öllu er runnin þér í blóS bœnin sii aS bernsku landiS okkar blessi Drottinn — og þess litlu þjóS. ÞaS er víst aS þinn er enginn jafni þegar landar mœla verkin sín: Halda á lofti lands og þjóöar nafni lengi og víSa mörgu störfin þín. Sig. Júl. Jóhannesson- ur voru þá litlar og lágar, aðeins manngengar- í þeim voru haldnar allar veizlur og heimboð. Bæjarveggir voru úr grjóti og torfi, og sum8 staðar eingöngu úr torfi. öll þök voru xir torfi- Þau entust illa, einkum á baðstofum, því flð þær voru brattreistari en flest önnur hús. - Flest bæjarhús láku meira og minna, er eins dags regn kom eða lengri úrkoma. Fjárhús voru öll með garða. Jötukofar voru hafðir fyrir geitur og hrúta. Hesthus voru byggð með stalli fyrir stafni. Hlöðu- borur voru við flest liús, en oft skemmdist hey í þeim. Þær láku sem önnur liús, og svo urðu menn oft að láta illa þurrt liey inn 1 þær. — Fjárhús voru að sínu leyti liærri og loftbetri en bæjarliús. Hafa þau að jafnaði verið yngri en bæjarliúsin, því að óvíða hafði þá verið snert við þeim í fjölda mörg ár að undanförnu. Þar, sem beitarhús voru, gerðust þau 1 sömu sniðum og heimahúsin. Sums staðar voru ær mjólkaðar í torfkvíum, en víðast i færikvíum, og bætti ‘það túnrækt. Hvergi voru selstöður þá; fyrir löngu aflagðar. Niðurl. næst. i

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.