Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1944, Qupperneq 23

Heimilisblaðið - 01.07.1944, Qupperneq 23
heimilisblaðið s. A. SÖRENSEN: 131 SJÁ, ÉG STEND VIÐ DYRNAR ELS PÉTUR var bóndasonur. Bernsku- heimili hans var gersneytt öllum andleg- u® áhuga að heita mátti, eSa kristilegu trúar- lífi, og þannig var þá líka ástatt um flest öll heimili þar í sókninni fyrir allmörgum árum. Helztu nauðsynjar fólksins við öll liugsan- ^eg tækifæri voru spilamennska og dans. Níels Pétur var, þegar fyrir ferminguna, °rðinn allvel heima bæði í því að spila á spil °g dansa. Eftir ferminguna varð hann brátt einn af leiðtogum ungmennanna. Hann var hár vexli, fríður sýnum og góðum gáfum gæddur, og þar sem liann var sonur eins af velmetnustu hændunum, voru öll skilyrði fyrir hendi til þess, að liann ætti glæsilega framtíð í vænd- um. Hann var einnig enn fleiri kostum búinn. Hann hafði fallega söugrödd og lék ágætlega a hljóðfæri, og svo var hann glaðlyndur, að segja mátti um hann með sanni, að hann v®eri hrókur alls fagnaðar, hvar sem hann var. Hann var einkar góðlátlegur og vingjarnleg- Ur í umgengni við alla, og frá fyrstu bernsku algerlega laus við mont og stærilæti. Árið sem Níels Pétur varð 18 ára var stofn- að ungmennafélag þar í sveitinni, sem meðal stniars hafði það í stefnuskrá sinni, að sjá um að dansleikirnir í samkomuhúsinu færu eins siðsamlega fram og unnt væri. Níels Pét- Ur varð fyrsti formaður félagsins. Bændakonurnar ræddu mikið um liann, er þær komu saman, eða þegar þær fóru á sölu- torgið í kaupstaðnum á laugardagskvöldin. »Hann gerir sér engan mannamun“, sagði Sesselja frá Botni, „eins og til dæmis á sunnu- ðaginn var, þegar liann dansaði í stórstof- Ulmi hjá okkur, og dansaði þá livað eftir ann- ®ð við vinnukonuna okkar, og það þó að hún se hvorki gáfuð né fríð; en liann gat, blátt ttfram, ekki fengið af sér, að láta hana sitja og ylja bekkina alla nóttina“. «Já, þarna er lionum rétt lýst!“ sagði Metta Há Austurgarði samsinnandi. „Þessu hef ég hka tekið eftir. En annars er nú sagt, að hann og hún Agnes frá Vegamótum séu að draga sig saman“. „Er það nú sagt?“ sagði Sesselja hvöss í máli og hörð á svipinn, „það er nú hauga- lygi samt!“ „Það skaltu nú ekki fullyrða svona afdrátt- arlaust“, svaraði Metta. „Agnes er falleg slúlka og einkabam, og Níels Pétri mundi ekki á móti skapi að verða bóndi á Vegamót- um“. Sesselja svaraði þessu ekki. Henni var þungt í skapi, því að liún hafði þegar, með sjálfri sér, valið Níels Pétur fyrir tengdasou sinn. En nú tók Hanna til máls og sagði að það mundi hvorki verða þessi eða hin af bænda- dætrunum, sem hrepptu Níels Pétur, því að hún hefði svo margsinnis séð liann á kvöldin með henni Önnu hinni fögru, fósturdóttur tréskósmiðsins. „Flennunni þeirri!“ sagði þá Sesselja og brann eldur úr augum liennar, „henni, sem enginn veit livaðan er sprottin! Nei, það fær mig enginn til að trúa því“. „Nei, því 'trúi ég nú ekki heldur“, sagði Metta. „Ef að hann hefur verið með önnu, þá er það af sömu ástæðum og þeim, er hann dansar við vinnukonurnar. Hann er svo góð- ur fátækum og umkomulausum“. Svona og eitthvað svipað þessu voru sam- ræðumar milli bændakonanna í járnbrautar- klefanum, stundum nokkuð háværar, eins og þær sætu heima hjá 6ér yfir kaffidropa. Þegar Níels Pétur varð tvítugur, leyfði fað- ir hans honum að fara að heiman til náms. Hann skyldi einkum kynna sér og læra með- ferð nýtízku búnaðarvéla, sérstaklega með til- liti til þess, að þær höfðu emi ekki náð hylli í þeirri sveit. Af þessum ástæðum hafði hann gerzt kaup- andi að dagblaði, sem hafði stærri lesenda- hóp, en héraðsblaðið, því að Níels Pétur átti að fara langt í burtu, úr því að hann færi að heiman á annað borð. Hann hafði þá líka fengið samastað handa

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.