Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1944, Blaðsíða 25

Heimilisblaðið - 01.07.1944, Blaðsíða 25
133 Heimilisblaðið kynni við menn, sem gætu leitt liann áfram ljóssins. En upp á síðkastið var ]iað þó ekki skó- 6miðurinn eingöngu, sem dró Níels Pétur að Btla liúsinu, lieldur og ef til vill öllu frem- Ur hin fagra fósturdóttir hans, hún Anna. Hún átti þegar allmikil íiök í huga hans Þegar hann var heima hjá sér, og stundum Sat áköf löngun gripið hann, allt í einu, eft- lr að sjá liana og lieyra málróm hennar. En það var ekki auðvelt að hitta liana að máli. Hún kom sjaldan í búðina eða vinnustofuna hegar Níels Pétur var þar staddur og enn sjaldnar hitti liann liana fyrir utan húsið, þegar hann kom eða fór. Þó bafði það ein- staka sinnum komið fvrir, oinkum upp á síð- kastið. Svo var það kvöldið áður en Níels Pétur ætlaði að fara í nýju vistiua, að hann hrað- aði ferð sinni eftir þorpsgötunni. Hann var a leið iil Lars tréskósmiðs eflir tvennum nýj- Ul11 tréskóm lianda sér. Það reið á að vera yel útbúinn til fótanna þegar hann ætlaði svona langt í burtu, því að óvíst var hvort ookkur tréskósmiður væri í nágrenni við þann stað, er för lians var lieitið til. Er hann nú hraðaði för sinni eftir götunni Var honum aðeins eitt í liuga: Skyldi ég nú sjá Önnu eða fá tækifæri til að kveðja liana? En þegar Níels Pétur kom imi í biiðina, var þar engan að sjá nema Lars, sem sat þar lotinn yfir vinnu sinni. Hann leit upp og á Aíels Pétur, er hann kom inn, og bauð hon- Uln sæti. JiJá, tréskórnir þínir eru tilbúnir“, sagði Lars. Níels Pétri liálf hnykkti við. Hann Iiafði yonað að þeir væru ekki alveg tilbúnir, svo að hann yrði að bíða dálítið þess vegna. „Liggur þér mikið á?“ spurði Lars þá. „Nei, ja, nei, ég get vel hinkrað við svo- Ltla stund“. „Mér er þá kannske óhætt að ljúka við þenna skó áður en ég bý um þína skó?“ „Já, það er þér óhætt“. Níels Pétri létti mikið og gaut augunum til dyranna inn í íhúðina. En livað lionum gramdist að þær skyldu vera lokaðar. „Jæja, svo þú ætlar að fara á morgun, Níels Pétur“. „Já“. „Heldurðu ekki að þér muni leiðast?“ „Leiðast, — leiðast hvað?“ „Að vera í burtu frá heimili þínu, — pabba og mömmu?“ „Ég er nú ekki lengur barn“. „Nei, en manni getur nú leiðst fyrir þvi“. „Getur manni það?“ „Hefur þér aldrei leiðst, eða langað eftir neinu, Níels Pétur?“ „Það get ég varla sagt“. En samstundis flaug honum Anna í liug og liann fann að Jiann roðnaði um leið. Fuli-lia, hann var þá ekki meiri maður en þetta, að liann gat roðn- að við annað eins og að tarna. Hann fór að troða í pípuna sína af ákafa. En Lars liélt áfram máli sínu með hægð: „Ég veit um einn, sem langar eftir þér, Níels Pétur“. „Hver er nú það?“ spurði Níels Pétur nieð áfergju og lmgsaði með sér: Skyldi það vera Anna? „Það er frelsari þinn, sem lét lífið fyrir þig“. „Ertu nú viss um það, Lars. Ég er varla svo góður eða guðrækinn, að liann kæri sig um mig“. „Það eru nú ekki þeir góðu og guðræknu, sem hann þráir mest“. „Ja, ég er nú heldur ekki einn af þeim mjög syndugu, eða heldurðu það, Lars?“ „Nei, en mesta syndin í iífinu er að trúa ekki á Jesúm né elska hann“. Hann þagnaði í svip og mælti svo: „Má ég gefa þér kveðju- orð með þér í ferðina?“ 53Já, það er velkomið“. Þá benti Lars með svörtum fingrunum á ritningarstað og las hann hátt fyrir Níels Pét- ur, en honum var nú orðið svo órótt innan- brjósts og orðinn smeikur um að hann fengi ekki að sjá Önnu né kveðja hana, að liann veitti litla eftirtekt því, sem farið var með, en þá las Lars: „Sjá, ég stend við dyrnar og kný á“, og það var liið eina, sem Níels Pét- ur mundi af því, sem lesið var fyrir hann, og kom það víst til af því, að hann gat líkt því við dyrnar jnn í stofuna. Ó, hvað hann óskaði þess innilega með sjálfum sér, að dym- ar opnuðust og að honum leyfðist að ganga inn til Önnu. En livað sem um það var, þá gleymdi Níels Pétur aldrei síðan þessum orðum: „Sjá, ég

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.