Heimilisblaðið - 01.07.1944, Blaðsíða 40
148
HEIMILISBLAÐIÐ
haft slíkt í huga. Honum fannst hún blíð og lireiu,
og fannst liann sjálfur harla ófullkominn í sam-
anburði við hana. En hann vorkenndi henni, því
að hann taldi víst, að maður, sem þráði aðra konu
jafnheitt og hann, yrði eiginkonu sinni harla lítils
virði. Stundum hugði hann réttast að láta skamm-
byssuna sína jafna málalokin, en strax fannst hon-
um það hugleysi, sem alls ekki hæfði slíkum manni,
sem Anthony Tulloch var. Það var því ekki ann-
að lieppilegra, en að láta allt ganga sinn gang og
reyna að gera sér eins gott úr þessu og unnt var.
Allra sízt mátti liann láta tvær konur þjást vegna
mistaka sinna.
Það var viðurkennt í Rhodesíu að hann ann-
aðist viðsk'ipti sín mest með símskeytum. Nú gerði
liann það að minnsta kosti. Hann sendi Morrison
skeyti strax þegar hann kom til Buluways. I skeyt-
inu bað hann Morrison að koma til Wankie eftir
tvo daga. Hann sendi annað skeyti til Önnu, fullt
afsakana. Síðan fékk Blake sínar tilkynningar um
dvalarstað hans. Sú eina, sem ekkert skeyti féklc
var hún, sem hjarta hans þráði. Hún fékk aðeins
þráðlaus boð, með hverjum hjartslætti. Hann liafði
talað við málafærslumann sinn, Falkland að nafni,
um undirbúning brúðkaupsins. Allt var tilbúið til
undirskriftar.
Morrison hlaut að vera mjög fyrirhyggjusamur,
gagnvart efnahagslegum viðhorfum. Falkland gat
ekki fyllilega sætt sig við skjölin, eins og Morrison
hafði gengið frá þeim. Hann gat til dæmis alls ekki
fallizt á, að Tulloch skrifaði undir skjal nokkurt,
þar sem hann var látinn arfleiða hana að öllum
eignum sínum, konu, sem hann var þó alls ekki
giftur, þegar undirskriftin færi fram.
„Þetta gildir nú aðeins, ef ég dey, áður en vígsi-
an fer fram. En ég lít nú alls ekki út fyrir að vera
bráðfeigur“.
„Það má vel vera“, sagði Falkland. „En ég kann
ekki við svona fyrirfram áætlanir. Nógur tíminn að
koma þessu í kring eftir giftinguna. Þú lítur ekki
út fyrir að deyja bráðlega, en þú ættir ekki að
gleyma auknefninu þínu. Sá, sem nefnist „hinn
óheppni" má allt af búast við því versta“.
til 20 mánuðum er fyrsta uppsker-
an þroskuð. Stórkostlegar anan-
as-ekrur er alstaðar að líta á eyj-
unum, einkum á Oahu og 1925
nam framleiðslan meira en 7 niillj-
ananaskassa. — Aðrar ræktaðar
plöntur eru, auk banana og pap-
aya, kaffi, sem Konakaffe er bú-
ið til úr, hrísgrjón, sem margir
Japanar og Kínverjar biðja uni.
Því eru vökvaðir brísgrjónaakrar
og plægðir með vísundum eink-
unnarfyrirbrigði á Hawaji, °S
sömuleiðis tarotré, er líka þarf að
vökva. Líka er farið að rækta
agave síðastliðin ár til að fá sisal-
bamp.
Ferð um Oahu frá Honolulu
um Paliskarð og til baka nieð
fram Pearl Harbour leiðir manui
greinilega fyrir sjónir bæði bvað
ræktað sé og framleitt á eyjunni
og eins staðbáttu liennar og gróð-
ur. Eyjan er tveir fjallásar, sem
liggja samhliða nv. til sa. og mynd-
azt bafa af eldhrauni á „tevtier-
tíma“ og orðið seinna að tveiinur
tindóttum og rákuðum fjallsálm-
um. Pali-skarðið, 400 m. yfir sjáv-
arflöt, er leiðin yfir nyrðri álm*
una milli suðurs og norðurlands-
ins. Hæsti tindur á eynni, lítið eitl
yfir 1300 m. hæð, er á syðri, eldri
álmunni. Fjöllin eru aðallega ur
blágrýti, en víða sjást vikurgígar,
t. d. stöku vikurdyngjurnar „púns-
kollan“ bak við Honolulu, „Dia-
mond liead“, hið prúða kenni-
mark Oaliu á sigling inn á liöfn-
ina og „Koko head“ nokkuð aust-
ar; öll liggja þau á gömlum kor-
alsgröndum sem lyfzt liafa.
Á láglendinu ber einkum a
fjölmörgum gosbrunnum, bafa
þeir mikla þýðingu fyrir vökvan
þurrlendis á suðurlilið fjallsálm-
anna, er ella myndi gróðurlaust-
Gosbrunnarnir stafa vatni, sem a
fjöllunum sígur niður um vikur-
lög eldfjalla og kemur svo upp
á láglendinu, þegar borað er nið-