Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1944, Síða 45

Heimilisblaðið - 01.07.1944, Síða 45
HEIMILIS B L AÐIÐ 153 á seyði. Raunar hafði hann heyrt, að fólk liér væri þrætugjarnt og æst. En nú virtist ekki því til að dreifa. Hann leit af einum á annan og sneri sér síðan áð Blake og sagði: „Eg get auðvitað ekki látið neina skoðun í ljós viðvíkjandi samtali ykkar. En ég vona, að James læknir sé réttur maður á réttum stað. Og ég er yð- Ur mjög þakklátur fyrir þau orð, sem þér hafið sagt um heilsu dóttur minnar. En sjálfur mun ég komast að raun um líðan hennar, áður en morg- undagurinn er að kvöldi kominn. En þangað til —■“ „Þangað til“, greip Blake fram í, „vil ég áminna yður um að festa ekki trúnað á neinar lausafregnir eða getgátur. Því að ég skal trúa yður fyrir því, Hr. Vanne, það er til fólk, sem heíur fundið upp á því af hagsmunalegum ástæðum, að breiða út þann orðróm, að dóttir yðar sé geðbiluð“. Hann leit rann- sakandi augum á Önnu og Morrison. „En ég er sannfærður uin, að hún er eins heilbrigð á söns- Um og nokkur þeirra, sem hér er staddur í kvöld“. „Hvað á eiginlega allt þetta að þýða?“ greip Tull- och fram í. „Ég hef ekkert um þetta heyrt, en ég get fullvissað ykkur um, að ungfrú Vanne var al- veg heilbrigð andlega, þegar hún kom upp úr gljúfr- unum. Og ég er sannfærður um, að hefði svo ver- ið að hún liefði bilazt vitsmunalega við þennan hræðilega atburð, þá hefði ég verið sá fyrsti, sem hlaut að uppgötva það. En hún var svo hraust og hugrökk, að það var alveg aðdáunarvert“. „Og það er hún enn þá. Allt annað eru ósann- indi, vísvitandi ósannindi. En hvernig ætti nokkr- um--------“ Faðir Narice var auðsjáanlega í vand- ræðum og tók upp vasaklút sinn og strauk hon- um yfir ennjð. Þá tók Anna aftur til máls, með harmþrunginni i'öddu: „Kæri herra, þér munuð sjálfur komast að raun um, hvort sannara er. Hvers vegna ætti ég að segja annað en beiskan sannleikann“. Svo sneri hún sér ttieð móðgunarsvip að unnusta sínum og bætti við: íÆg efast ekki um það, Tony, að vinur þinn, Blake major, meinar hið bezta með orðum sínum. Og ég skil ekki hvers vegna hann talar á svo móðgandi þeirri öld) 1859, 1868 (því fylgdi landskjálfti mikill) 1880, 1887, 1899, 1907, 1914, 1919 og 1926. Nóttina 10. apríl 1926 varð land- skjálftakipps vart á Hawaji kl. l. 10 og annars kl. 2.04. Þeir gengu á undan og vörnðu við gosi miklu úr Mauna Loa, er þá liafði hvílzt í 7 ár. Kl. 3 um morguninn var alstaðar hægt að sjá á eyjunni mikinn og glóbjartan gufumökk yfir Mauna Loa og glóandi eld- hraun á lilíðum fjalls. Birtan var svo skær að hægt var að lesa úti undir beru lofti á Kilanea- stjörnuturni, sem stendur 38 km frá gosstaðnum. Jarðfræðingur, prófessor, dr. Jagger fór óðar úr stjörnuturninum til gosstaðar og sömuleiðis voru athuganir gerðar úr einni af flugvélum hersins og ljósmyndir teknar. Eldhraunið kom einkum úr sprungu á suðvesturhlið fjallsins, í 3300 m. hæð, 1000 m. neðan við tindinn, og rann næstu daga svo fram, að það kom 17. apríl alveg fast að fiskiverinu Hoopuloa á suðvesturströnd. Kl. 4 síðdegis næsta dag, sunnudag, tók straum- urinn bæinn, brendi húsin, eyddi bænum og höfninni og skall í sjó um 7-leytið, svo að fiskar fórust í þúsundatali. Hraunstraumurinn var 500 m. breiður. Hraðinn í miðju um 2 m. á mínútu, við út- jaðra um 1 m. Vikursprengjur stungust upp úr honum, og sand- mekkir og rauð blómkálsleg ský flykktust í loft upp af sprengjun- um. Hraunið orgaði eins og eim- reið og lagði af saltsýrudaun. Að framverðu var liraunstreymið 10 m. hátt og voldug björg ultu í sí- fellu ofan toppinn. Innlendir menn úr htla bænum,> sem ekki var nema fáein hús með kirkju og 125 íbúum, lögðu af stað og fórnuðu svínum, rótum og urt- um til að spekja Pele, en allt varð það til einskis! Sunnudag árdegis

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.