Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1944, Page 47

Heimilisblaðið - 01.07.1944, Page 47
heimilisblaðið 155 „Hefur hún ekki verið gift?“ Blake leit undrandi á gamla manninn. „Nei“, sagði faðir Narice, „og enn síður hefur hún verið gift manni, sem gerði hana óhamingju- sama. Þá mundi ég hafa komið til skjalanna. Það megið þér vera vissir um“. „Já, en er þetta alveg áreiðanlegt?“ Hr. Vanne varð ekki lítið undrandi yfir öllum þessum spurn- ingum, en alvaran í svip Blakes sýndi, að spurn- ingarnar áttu sínar orsakir. „Auðvitað er það áreiðanlegt“, sagði gamli mað- urinn og reyndi að sýnast rólegur. „Dóttir mín og ég höfum allt af búið saman og verið mjög sam- rýmd. Konan mín dó, þegar Narice var lítil og síð- an hef ég reynt að vera henni bæði faðir og móðir. Það er alveg útilokaður möguleiki, að hún hefði getað haldið brúðkaup án minnar vitundar. — En þetta er annars merkilegt land, sem ég er kominn til“, bætti hann við hlæjandi. Blake stóð upp og tók liönd gamla mannsins og þrýsti hana hjartanlega. „Þér hafið létt þungum steini af hjarta mínu“, sagði hann í geðshræringu. „Ég held næstum, að við Tulloch förum með yður til gistihússins við fossinn. Hvenær farið þér?“ „Eftir tvær stundir, held ég“, svaraði Hr. Vanne. „Jæja, þá ætla ég að vita, hvort ég get fundið hann“. Blake tók stigann í einu stökki, en sá, sem hann leitaði að var ekki á svölunum. Eini staðurinn, sem hægt var að vænta lians, var litla herbergið, sem hann notaði oft fyrir vinnustofu, ef hann dvaldi á gistihúsinu um tíma. °g þar sat allur hópurinn. Blake gekk inn og leit yfir sviðið rannsóknar- augum. „Sá óheppni“ stóð og studdist við arinhill- Una. Svipur hans var líkt og manns, sem leiddur er á höggstokkinn. Anna Haviland sat samanfallin í stól við hlið hans. Á vöngum hennar voru tár, sem fóru vel. En í sófa fyrir framan þau var Morrison, eins og honum hefði verið fleygt þangað af handa- hófi. Hægra megin við hann var skrifborð með penna, bleki og pappír. Hvaða hlutverki það átti barminn á Kilanea, 1300 m. yfir sjávarflöt. Fyrir framan það blas- ir við gígurinn gríðarmikill, á stærð við Amager, fyrrum fullur glóandi hraunmörk, en síðan 1924 storknuðu gríðarmiklu hrauni.*) Til að komast niður á það, verð- ur að fara stíg, sem liggur niður brattan halla, gígsbarminn ofan á hraunið, sem er 200 m. fyrir neð- an Eldfjallshúsið. Það er mjög skemmtileg ferð; farið er fram hjá landskjálfta- sprungum og alla leiðina sér glæsi- legan gróður viðarburkna, sandel- trjáa**) og Ohelojurta sem boða návist Pele! Þá er komið niður á hraunmörkina, sem liggur þar eins og haf úr steingerðum öld- um. Gígurinn er á vídd 5 km. langur og 3 km. breiður, fyrrum var hann því fullur af glóandi hrauni, sem kom úr gosopinu í suðausturhlutanum, en síðan 1924 hefur ekkert liraun bætzt við. Dá- lítill nýgróður hefur þegar (nú 1926) innflutzt; bæði burkni og körfublóm sjást í sprungunum. Vörður vísa veginn um gíginn ofan að gosopinu og á leiðinni eru nóg tækifæri til að grandskoða ýmisleg hraunform. Landskjálfta- sprungur sjást líka þar, og víða gufar upp úr þeim, og stingi mað- ur hönd sinni niður í þær, kennir liita mikils. Ekki er langt niður íglæðurlirauns.***) Hraunstreymi úr ýmsum gosum eru merkt með ártala merkjum upp árin. Það er hentugt en ekki fallegt. Allt af er *) Þó liefur cldfjallið aldrei megnað að lyfta hrauninu yfir gígbarminn, þann tíð, sem hvítir menn liafa búið þur. **) Sandeltré (Santalum pani eulat- um) uppgötvaði Vancouvcr, og varð það hrátt eftirsótt útflutningsvara, eink- um til Kanton. Því voru trén eyðslu- höggvin, svo fá eru eftir, helzt kriugum Kilanea, sem eru þjóðar lystigarður' Hawaji og friðaður. ***) Bílvegur liggur frá Eldfjallshúsi, svo örkumla ntenn gcta vitjað gígsins.

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.