Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.04.1945, Blaðsíða 18

Heimilisblaðið - 01.04.1945, Blaðsíða 18
78 HEIMILISBLAÐIÐ En þar var enginn. Hinn langi gangur var auður. En við hinn enda gangsins heyrði hann marra í hurð. Allt í einu kom hann auga á eitthvað hvítt og kryppl- að á gólfinu. Hann tók það upp og fór aftur inn í klef- ann. Það var lítill vasaklútur, auðsjáanlega eign konu, og hann hafði séð hann áður. Hann hafði dáðst að liin- um fíngerðu knipplingum á röndunum á honum þetta sama kvöld inni í reyksalnum. Dálítið skrítið fannst hon- um að finna hann nú hér við dyr sínar. IV. KAFLI. Nokkrum mínútum eftir að Alan fann klútinn, fann hann til forvitni, sem blönduð var ofurlitlum vonbrigð- um. Grunsemdin, sem nú var tekin að sækja á hann, var allt annað en skemmtileg tilhugsunar. Kvöldið liafði verið ánægjulegt, þegar öllu var á botninn hvolft. Ef til vill hefði liann haft meiri ánægju af að rifja upp minningar frá liðnum tímum með Stampade gamla Smith, eða tala um Kadíak-birni við enska jarlinn, eða fara og kynnast gamla gráskeggnum, sem kastað hafði hnútunum að John Graham. En samt var liann ánægð- ur með stundirnar, sem hann hafði eytt með Mary Stand- ish um kvöldið. Það var vasaklúturinn og síðustu at- burðir, sem ollu honum leiðinlegum grunsemdum. Því hafði hún misst klútinn við dyr hans? Þetta var sannarlega ekkert geigvænlegur hlutur, hlægilega lítill vasaklútur með þunnum knipplingafaldi. Hann undr- aðist það, hvernig nokkur stúlka gæti þurrkað sér um nefið með 8vo litlum klút. En liann var fallegur. Og það var eitthvað kyrrlátt við hann eins og Mary Standisli sjálfa. Hann var ekkert að brjóta heilann um þetta leng- ur. Hann fleygði klútnum á litla borðið við höfðalagið. Auðvitað hafði hún misst hann óvart. Hann taldi sér að minnsta kosti trú um það. Hann háttaði í annað sinn þetta kvöld. Hann sofn- aði út frá hugsunum um Keok og Nawadlook. Honum var eðlilegt að hafa góða drauma, og Keok var mjög greinileg með bjarta brosið á glettnislegu andlitinu. Og hin stóru, dreymnu augu Nawadlooks voru enn skærari en þegar hann fór að heiman. Hann sá Tautuk fyrir sér, beygðan og niðurdreginn vegna harðleikni Keoks. Alan brosti ofurlítið í svefninum. Það var eilífur hama- gangur í krökkunum. Alan hrökk skyndilega upp. Hann heyrði skipsbjöll- farþegaskip. Þar verða tveggja manna klefar og auk þess stór ahnennings svefnherbergi. Ennfremur setustofur, borðsalur, snyrtiherbergi o. s. frv. Þess- ar flugvélar geta flutt 204 farþega vega 320 000 pund, eða 12 sinnum meira en venjulegur tveggja hreyfla flugvélar gera nú. Þær verða 182 fet á lengd og vængjahafið 230 fet. Hver vél liefur sex hreyfla, sem framleiða afl, er svarar tö afls 353 bílhreyfla. Flughraðinn verð- ur 310—342 mílur á klukkustund. Þa:r geta flogið í 30 000 feta hæð og eiga þannig að geta verið óháðar veðurfarr. Flugtími frá New Yorlc til London nie® þessum flugvélum verður innan við m° klst. Og þær eiga að geta flogið 4200 mílur í einni lotu. Talið er, að þessar flugvélar -verði stærstu farþegaflugvélar í heimi, ásani* hinum nýju brezku Brabazon-flugvélunJ- Penicillin og súlfalyf. Það er nú komið á daginn, að Penl' cillinið er í inörgum tilfellum að koin’ í staðinn fyrir ýmis súlfalyfjanna, svo sem við lungnabólgu og ýmsum öðruin sjúkdómum. Penicillinið hefur h^11 þann mikla kost fram yfir súlfalvf111’ að það er ekki eiturlyf. Framleiðsla þesS fer mjög ört vaxandi, einkum þó l1^ hernaðarþarfa fram að þessu, end® er talið, að um 90% af allri framleiðsh1 þess fari til hernaðarþarfa. Vísindamenn og rannsóknarstofur efU stöðugt að leita fyrir sér um ný og ny svið fyrir notkun þess, og kemur all>a^ öðru hvoru eitthvað nýtt á daginn 1 þeiin efnum. Nýlega hefur verið upP' götvuð sérstök blanda þess gegn syf*V is og enn önnur til að sprauta í luug11 lungnabólgusjúklinga. Vaxandi útbrei'Ssla krabbameins. Ekkert dregur enn úr þeirri ógn, sel° mannkyninu stendur af krabbameininU- Þannig herma skýrslur frá Bandaríkj" unum um þennan sjúkdóm, að krabl’S' mein fari í vöxt þar í landi. Árið varð krabbamein 163 þús. mönnum 11'* bana vestan hafs. Þykir það að vonuin há tala og ískyggileg. Miklum fjárhæðum og mikilli vinn11 er varið til rannsókna á krabbameinl'

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.