Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.04.1945, Blaðsíða 28

Heimilisblaðið - 01.04.1945, Blaðsíða 28
88 HEIMILISBLAÐIÐ Eftir séra Gunnar Árnason frá Skútustöðum Lúk. 21, 19. ÞolgæðiS — stöðuglyndið er eitt af því, sem mest ríður á og oftast reynir á í lífi okk- ar allra, jafnt á ytra sem innra sviði. Því þá ekki að taka sér einu sinni stund til að hugsa um það. Horfa á það í ýmsum myndum, ef vera mætti að við reyndum að æfa okkur enn þá betur í því. Við skulum fyrst taka nokkur dæmi um gildi þolgæðisins á vettvangi dagsins, eða þar sem það hlýtur að vera okkur öllum augljóst. Gretti þekkjum við öll. Hann er ein af þessum eilífu persónum, sem eru samferða- menn allra kynslóða. Af lionum er löng liarm- saga. En raunar liefur ein setning brennt sig inn í hugskotið, sem aðaleinkunnarorð hans, útskýring og að nokkru leyti afsökun hinnar dapurlegu ævi lians. Orðin eru þessi: Það er sittlivað gæfa og gjörfileiki. I þess- um orðum felst að nokkru leyti dultrú, hug- boð þess að við erum sjálf ekki að öllu leyti okkar eigin liamingjusmiðir, og verður því margt á annan liátt en maður vill og ætl- aði. Og að þessu leyti erii þau nokkur afsök- un Grettis fyrir hamingjuleysi hans. En á liinn bóginn felst nú samt enn meiri ásökun í orðunum. Hér sem oftar í lífinu eru liinar beinu mótsagnir sambundnar í ein- hverju æðra samhengi, sem okkur órar fyr- ir frekar en að við skiljum það. Það er sem sé áreiðanlega jafnliliða meining söguíiöf- undarins að gengisleysi Grettis var fyrst og fremst sjálfskaparvíti. Hann neytti ekki gáfn- anna sem skyldi. Og ef við spyrjum hvers- vegna, sjáum við að ein aðalorsök þess var sú, að liann vantaði eins og kjölfestuna — þolgæðið, stöðuglyndið, stefnufestuna, ein- beitinguna að vissu og verðugu marki. En Grettis saga er því miður ekkert ein- stök; því kvað Þorsteinn Erlingsson: Meinleg örlög margan hrjá mann og ræna dögum, sá var löngum endir á íslendinga sögum. Og í einu kvæði Þorsteins Gíslasonar, sem heitir Grafskrift, finnst mér gefin snjöll lýs- ing á orsökum þessa óláns. ,Ég fer aðeins með fyrstu erindin: Það vantaði sízt að hann hugsaði hátt og hann hefði mátt koma að notum. Hann byrjaði á ýmsu, en endaði fátt og allt var það hálfgert í brotum. Frá barnæsku var liann með gleraugu grá en glerið var efalau6t svikið, því livar sem hann ráfaði rak hann sig á var rauður og blár fyrir vikið. Og áform hans, þau voru ósmá og mörg en ætti hann sér vegi að skapa, þá klifraði hann ætíð í ógengin björg var alltaf að detta og hrapa. Og hvergi í lífinu festu hann fékk, þó flæktist hann víða um álfur; liann rétti þeim hönd, sem að haltrandi gekk en haltraði allra mest sjálfur. Ég trúi ekki öðru, en að við könnumst öll við þessa lýsingu, því að ég lield að við höf- um öll haft einhver kynni af þessum mann- eskjum, sem voru að mörgu leyti svo vel gerðar, en varð þó eiginlega ekki neitt úr. Ef til vill voru það menn sem nálega allt lék í liöndunum á, og lá það opið fyrir, sem öðrurn fannst óleysanlegt. En sín eigin vanda- mál gátu þeir ekki leyst og sína eigin liam- ingju ekki smíðað. Það var eins og þeim gæti orðið eitthvað úr öllu nema sjálfum sér. Eða það voru menn sem voru fluggáfað- ir, og eins og sjálfkjörnir til mennta og for- ystu, og hleyptu eins og riddarar úr hlaði út á brautir mennta og frama, — en það var engu líkara en um þá væri villt, og að þeir yrðu næstum því fáráðari, sem þeir sátu lengur við brunn mennta og lista. Og ef við spyrjum hví heillastjörnur þess- ara manna liröpuðu svo — og liinar fögru vonir um þá sviku, — verður þá ekki oft að- alsvarið þetta — þá vantaði þolgæðið — stefnufestuna — stöðuglyndið. Þeir tóku líf- ið of létt. Þeir ætluðu sér alltaf að lifa á manna — sjálfgefnu liimnabrauði — þeir lögðu ekki á sig, eða uppgáfust við að grafa til gullsins í eigin sál, og að keppa alltaf upp á efsta tindinn.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.