Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.04.1945, Blaðsíða 23

Heimilisblaðið - 01.04.1945, Blaðsíða 23
heimilisblaðið 83 sveiflu með hendinni, eins og hann ætlaði að henda honum fyrir borð. Svo stakk hann klútnum aftur í vasa 811111 og ræskti sig, eins og liann vildi gefa til kynna, hvað þetta væri einskisvert, og gekk síðan hægt- fram 1 stafn skipsins. I'egar liann var kominn fram lijá stýrishúsinu, rakst hann á skringilegan náunga, sem sat þar í hnipri á stól. Það var Stampade Smith. Þokunni var nú að létta, og ^lan sá, að gamli maðurinn var vakandi. Hann stanz- aðb áður en gamli maðurinn kom auga á hann. Stamp- de teygði sig og ræskti sig og stóð á fætur. Hann var lágur vexti, og döggin glitraði í rauðu og úfnu vanga- akeggi hans. Hár lians var úfið eins og skeggið og gerði hann illilegan á svip, en að öðru leyti var ekkert við utllt hans, sem gat skotið mönnum skelk í bringu. Sum- lr "öfðu það til að brosa, þegar þeir sáu hann, og ein- staka maður skellti- upp úr. En Alan fannst ekkert hlægi- ^egt við hann, og það lá við, að honum þætti vænt um þennan litla mann, sem hafði komið svo mjög við sögu Alaska. var Stampade Smith ekki lengur hæfnasti skot- 'naðurinn á svæðinu milli Wliite Horse og Dawson City. ^ú var hann aðeins svipur hjá þeim Stampade, sem einhentur hafði sigrazt á Soapy Smith og óaldarííokki hans. Alan fannst einstæðingsskapur hans raunalegur, er hann stóð þarna í grárri morgunskímunni. »Góðan daginn“, sagði hann svo skyndilega, að litli tnaðurinn hrökk saman, eins og hann hefði verið sleg- 1Ul1 með svipu — viðbragð frá hinum gömlu, viðsjálu tlmum. — Því ertu svona einstæðingslegur, Stampade? Stampade liló lágt og vandræðalega. Hann hafði liýr, <l augu undir loðnum brúnum, sem iðuðu jafnvel meira en skeggkraginn. — Ég er að liugsa, sagði hann. — Ég er að hugsa um það, Jivað peningarnir geta leitt af sér niikil heimskupör. Góðan daginn, Alan. Hann hristi höfuðið og kinkaði síðan kolli nokkrum únnum út í þokuna, sem nú var óðum að létta. Alan Sekk til hans, og þeir hölluðu sér saman út yfir borð- ®tokkinn, evo nærri hvor öðrum, að axlirnar snert- Ust. . Alan, sagði Stampade, — það er ekki oft, sem eS brýt heilann um lífið og tilveruna, en í alla nótt hef eS verið í þungum þönkum. Ég er ekki enn búinn að S eyma Bonanza. Ert þú búinn að því? Alan hristi höfuðið. — Meðan Alaska er til, munum 1 eftir Bonanza, Stampade. ~~ Ég hafði eina milljón upp úr því — var næstur þeirrar tegundar, sem til er í heims- bókmenntunum. Stíll sögunnar er lit- ríkur og myndauðugur og margar per- sónulýsingar hennar frábœrar. Steindór Sigurðsson rithöfundur hefui1 þýtt bókina. Er þýðing hans vönduð og víða með miklum ágætum. Bókin er vel og smekklega úr garði búin. Fiskimálanefnd. Skýrsla tiu ára 1935—1944. Eftir Arnór Sigurjónsson. Gefið út af nefndinni sjálfri. Rit þetta er greinargerð um tíu ára störf Fiskimálanefndar, eins og titill þess ber með sér. Það er röskar 180 bls. að stærð og prýtt mörgum myndum af starfrækslu þeirri, sem Fiskimálanefnd hefur beitt sér fyrir, en hún hefur haft forgöngu um ýmisleg nýmæli í verkun og útflutningi sjávarafurða, svo sem kunnugt er. Má þar ekki sízt til nefna hraðfrystingu fisks. Ritið er greinargott, læsilegt og skipulega samið, svo sem vænta mátti af höfundi þess. Lœrtiu að fljúga. Kennslubók í flugi eftir Frank A. Swoffer. Helgi Valtýsson ísl. Útgefandi Árni Bjarnarson, Akur■ eyri 1944. Verð kr. 17.00 og 25.00. Þessi bók er fyrsta flugkennslubók, seni gefin er út á íslenzka tungu. Höf- undur hennar hefur að baki sér langa reynslu sem flugkennari og hefur m. a. starfað að flugkennslu hjá brezka flug- hernum og fjölda mörgum einkafvrir- tækjum. Agnar Kofoed-Hansen, fyrrv. flugmálaráðunautur ríkisins var með í ráðum um þýðingu bókarinnar og rit- ar formála fyrir henni. — Bókin er vel og myndarlega úr garði gerð í hvívetna og prýdd miklum fjölda mynda efn- inu til skýringar. Ber útgáfa hennar ótvíræðan vott um hinn mikla áhuga út- gefandans fyrir flugmálum, og mun æska landsins ekki sízt kunna honum þakkir fyrir. Fyrirheitna landiS nefnist nýútkomin skáldsaga eftir Stu- art Cloete, sem Draupnisútgáfan gefur út. Þetta er læsileg og „spennandi“ skemmtisaga, sem fjallar um landnám Búanna í Suður-Afríku, þýdd á lipurt mál.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.