Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.11.1950, Page 15

Heimilisblaðið - 01.11.1950, Page 15
HEIMILISBLAÐIÐ 171 J a m e s K. Wa 11 a c e FJÁRHIRÐIRINN OGSÁLMAR DAVÍÐS p'ERANDO gamli D’Alfonso er einn af beztu fjárlxirð- unum í liéraðinu, sem sízt er a3 furða, því forfeður hans hafa gætt fjár á íberísku liá- eléttunum ættlið fram af ætt- lið. En D’Alfonso er ekki að- eins fjárhirðir; liann er einnig virðulegur formaður félags stéttar sinnar. Erfðavenjur og leyndardómar þess félags liafa gengið í erfðir kynslóð fram uf kynslóð — eins og þekk- ingin á framleiðslu liins fræga daniascenerstáls gekk í erfðir a krossfarartímunum. Hann er heitur trúmaður og kann feiknin öll af sögum og sögn- um ættjarðar sinnar, eins og forfeður hans. Kvöld eitt sat ég við hlið lians undir stjarnprýddri him- inhvelfingunni, meðan hjörð lians var óðum að leggjast til hvíldar á bökkum blikandi tjamar. Þegar við vomm í þann veginn að vefja um okk- ur teppunum, tók hann allt í einu að mæla af munni fram gríðarlanga þulu á kynlegum blendingi af grísku og bask- nesku. Ég spurði hann, hvað liann liefði verið að segja. Hann svaraði mér með því, að byrja að þylja 23. sálm Davíðs, og þessa stjörnubjörtu nótt fræddi hann mig um beina og einfalda útleggingu fjárhirðanna á þessu fagra Ijóði. „Davíð og forfeður hans hafa þekkt kindurnar og venj- ur þeirra“, sagði D’Alfonso, „og hann hefur tjáð hinar grannskreiðu hugsanir þeirra með þessum óbrotnu orðum. Við fjárhirðarnir förum dag- lega með þennan gamla sálm, því hann innrætir okkur virð- ingu fyrir starfi okkar, og við lítum á liann sem leiðarstjörnu okkar. Við leitum til lians, þegar sólin steikir okkur eða óveðrið geisar, þegar dimmt er á næturnar eða þegar villi- dýr umkringja hjörðina. Mörg versanna í Ijóðinu skýra beinlínis frá því, hvem- ig fjárhirðir í Landinu helga stundar starf sitt, og enn þann dag í dag hvíla sömu skyldu- störfin á herðum hans og fyr- ir 6000 ámm. — Hvert ein- asta atriði þessa sálms hefur í sér fólgna merkingu, sem okkur fjárhirðunum er öllum Ijós“. Drottinn er minn hirSir, mig mun ekkert bresta. „Kindumar finna það á sér, að fjárliirðirinn hefur þegar ákveðið, áður en hann rekur þær imi í náttliagann, hvert hann skuli beita þeim næsta dag , sagði D’Alfonso. „Kann- ske beitir hann þeim aftur á sama stað, kannske rekur hann þær til nýrra beitilanda. Þær gera sér engar áhyggjur út af því. Hann hefur verið þeim góður leiðtogi allt til þessa,

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.