Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1952, Síða 18

Heimilisblaðið - 01.05.1952, Síða 18
90 HEIMILISBLAÐIP að fyrirgefa tryggðrof, en reyndi að myrða konu sína á laun vegna þess, að hún byrjaði alltaf að kreista tann- kremstúbuna í miðjunni í staðinn fyrir í endann, þegar hún þurfti á tannkremi að halda. Gefið vandlega gaum að hverju minnsta smáatriði í fari þeirrar konu, sem þér haldið að þér elskið. Mönn- um er svo gjarnt að láta blekkjast af óverðugri konu. Hlutverk konunnar er að bjóða til ásta, vera ásta verð og leyfa ástir, segir Roche- brunne. En hvers ástir þar er um að ræða, það er spurn- ingin. Einhversstaðar er til full- kominn maki handa hverjum manni. Það getur verið örð- ugleikum bundið að hafa uppi á honum. Ég var, eins og ég hef þegar tekið fram, fimm- tíu og fimm ára, þegar ég hitti mína útvöldu. Ég hafði þekkt óteljandi konur og fundið galla í fari þeirra allra. En kvöld eitt, í boði liku þessu, skildi ég loksins, að kraftaverkið hefði gerzt. Strax er ég sá hana, var eins dg straumur færi um mig: Það er fullkomnað! Eðlisávís- un mín sagði mér, að hún væri frábær. Hún var amerísk en hafði átt heima í Evrópu árum saman, ferðazt mikið, lært mikið. Hún hafði meirá að segja skrifað bók. Og enda þótt Kerr hafi sagt: Kona, sem skrifar, drýg- ir tvær syndir; hún eykur tölu bókanna og fækkar tölu kvennanna, þá var mín heitt- elskaða að öllu leyti kvenleg. Hún var skynsöm og þó kvenleg. Hún sameinaði feg- urð og greind. Hún var skap- kona, en var þó stillt og ljúf- lynd. Það var yndisþokki og fullkomnun í hreyfingum hennar. Hún var gáfuð og góð. Og fas hennar var dagg- ferskt sem dagrenningin. Ég bað hana að giftast mér og eftir langa mæðu tókst mér að gera hana að eigin- konu minni. Vinur minn! Ár- in hafa aðeins fullkomnað hina frábæru eiginleika henn- ar. Nú eru fimm ár umliðin. Ég hef dvalið fimm ár í para- dís og ég elska hana æ heitar með hverjum degi sem líður. Jæja, ungi maður! Þér töl- uðuð með beiskju um alla kvenþjóðina af því að lítil- fjörleg kvenvera þarna inni hvín og gerir sig hlægilega. — Og þrátt fyrir það er eig- inkona mín einnig kona. Það eru til ýmsar tegundir kvenna. Segið ekki eins og Baucicault: Bara að Adam hefði dáið með öll sín rifbein á sínum stað! Leitið! Og þér munuð finna hið fullkomna . . . Nú getum við farið inn aftur. Þessi ógeð- fellda manneskja er loksins hætt að hvína og kona mín bíður mín einhversstaðar þarna inni . . . Við förum nú inn! — Kvak-ak-ak-aak! heyrð- ist í konunni með banangula hárið. Menn flýðu enn undan henni í villtu ofboði. — Getur þessi manneskja aldrei hætt þessu gargi! sagði ég við lagsmann minn. — En söngurinn er þagn- aður. — Söngurinn? Söngurinn? . . . Ég átti við þessa norn með kanaríugula hausinn, sem er að brölta fram og aftur un> sófann eins og útblásinn gúmmíflóðhestur. Eitthvað skall á höku minni. Það var knýttur hnef' lagsmanns míns. — Herra minn! sagði hann með leiftrandi augnaráði. kona er eiginkona mín. SKRÍTLUR — Þjónn, sagði maður nokkun sem var að borða á veitingahúsi- Ég get ekki sagt, að mér geðjis4 að öllum þessum flugum hérna inn1' — Verið svo góður að segja nier; að hverjum yður geðjast ekki, sag®1 þjónninn. Það er sjálfsagt að reka þær út. Lögregluþjónn á mótorhjóli hafú' neytt bíl til að nema staðar óð nú að honum, froðufellandi a bræði. — Heyrið þér mig, maður minn, sagði hann við bílstjórann. sem lá slyttislega fram á stýrlS" hjólið. Ég tek yður fastan fyrl1. ferfalt brot gegn ökulöggjöfinni. fyrsta lagi ókuð þér yfir gatn&j mót gegn rauðu ljósi. í öðru Þf1 ókuð þér upp Laugaveginn. í þriðja lagi ókuð þér með 50 mílna hraða gegnum miðbæinn. Og í fjórð0 lagi hirtuð þér ekkert um hljóð" merkin, sem ég gaf yður. Bílstjórinn þagði, en kona hans hallaði sér yfir hann í áttina t1 lögregluþjónsins, brosti sínu bHð' asta brosi og sagði: — Þér megið ómögulega tak*1 hart á honum fyrir þetta, lögreglu' þjónn. Hann er svo fullur, að hanu hafði ekki hugmynd um, bva hann var að gera. Vélritari skrifaði dóttur sinnl eftirfarandi aftan á jólakort: Stúlkur, sem borða spínat, ha1 fæturna svona: ! ! Stúlkur, sem fara oft í reiðtúr®' hafa fæturna svona: ( ) Stúlkur, sem drekka sig fuH01' hafa fæturna svona: ) ( Og stúlkur, sem hafa góða dðlíl greind og nota hana, hafa fætu1'110 svona: X

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.