Heimilisblaðið - 01.01.1954, Blaðsíða 14
ur hljóðlega. Yfir öllu hvíldi
óumræðilegur friður og allt
var í fyllsta máta hrífandi fag-
urt og unaðslegt.
Eftir að hafa setið þarna
tímakorn og virt fyrir mér alla
þessa dýrð, held ég til baka,
þangað sem samferðafólkið er.
Var þá svo að segja samstund-
is farið að tína saman hestana
og hugsa til brottferðar úr
dalnum. Að skammri stundu
liðinni er allt til reiðu og nú
tr haldið í Langadal. Þar
stönzum við eigi, en virðum
dalinn fyrir okkur um leið og
áfram er haldið. Alls staðar er
sama fegurðin og skógarilm-
urinn berst að vitum manns.
En brátt er dalurinn á enda og
nú taka Krossáranrar við. Er
þá beygt til vinstri handar og
haldið áfram inn aurana, þar
til komið er í Stóraenda.
Stóriendi er að flestra dómi
fegursti hluti Þórsmerkur. Þar
er blómlegur skógur, einkenni-
legar klettamyndanir og útsýni
dásamlegt, hvert sem auganu
er rennt. Mun vart nokkur
annar staður á landi hér hafa
slíka fegurð að bjóða. Þúsund-
falt litskrúð blasir við auganu.
Og allir þessir fágætu litir
verka sem töframáttur á til-
finningar ferðamannsins og
færa honum ógleymanlegar
endurminningar. Einkum eru
það hinar fagurlitu f jallamynd-
anir, er vekja hrifningu og að-
dáun vegfarandans, enda eru
það fyrst og fremst þær, sem
gera Þórsmörk svo óviðjafnan-
lega. Sérstaka athygli vekur
hið svonefnda Goðaland, með
drifhvítum Goðalandsjökli að
baki sér. Er það eitt út af fyrir
sig svo tilkomumikil sjón, að
orð fá eigi lýst.
Það, sem frekar öllu öðru
vakti athygli mína þarna í
Stóraenda, var steinbogi einn,
mikill og einkennilegur. Stóð
hann sem veglegur heiðursbogi
hátt uppi í skógivaxinni hlíð
og er næsta furðulegt náttúru-
fyrirbrigði.
Er við höfðum virt fyrir okk-
ur alla þá margvíslegu prýði,
sem móðir náttúra hefur til-
einkað þessum einkennilega
stað, fórum við að hugsa til
ferðar að nýju, og var nú hald-
ið í Stakkholtsgjá, sem er
drjúgan spöl til suðvesturs frá
Stóraenda.
Stakkholtsgjá er stórfeng-
leg náttúrusmíði og éinkenni-
leg mjög. Er allt útlit fyrir, að
þar hafi mikil jötunöfl verið
að verki einhverntíma í fyrnd-
inni, fyrir árdaga allrar sögu.
Jörðin hafi rifnað í þeim ham-
förum, en vatn og veðrun síð-
an unnið að því ár og síð að
umbreyta öllu og færa í það
form, sem nú er.
Þegar inn í gjána er komið,
gnæfa þverhníptir hamravegg-
ir til beggja hliða, og botninn
er grýttur og illur yfirferðar.
Jökullituð árspræna fellur eftir
gjánni, og niður hennar eykur
á áhrifamátt þessa mikla nátt-
1
úrufurðuverks. Hér fær allt á
sig annarlegan blæ, og maður
gæti ætlað, að leiðin lsegi ^
einhvers undralandsins, sern
sagt er frá í Þúsund og einnl
nótt. Stöðugt verður gjáin ein
kennilegri og ólíkari öllu þ'r
sem maður hefur áður átt 3
venjast. Að lokum þrengist
hún mjög, en dýpkar að sama
skapi. Verður þá næsta skug£a
legt í gjánni, því sólar nýtur
hér eigi, þótt um hádaginn
Þetta er innsti hluti gjárinnar’
og hér fellur áin úr geysih^ ’
' * gl*
og fossinn kveður hér sinn
lífa óð, með hljómsterkuna tóa
um. Og ég virði allt þetta fyr*
mér með undrandi augum,
þess að mæla orð. En þa^ e,
kominn heimferðarhugur
vi«
samferðafólkið, og höldum
því aftur til baka og yfirSe ^
um þennan furðulega stað, me
undarlegum tilfinningum-
Eg hefði gjarnan vl^a^
dvelja þarna til næsta dags
fá að njóta friðarsælu suma
næturinnar á þessum yndisl^
stað, en þess var eigi kostu
Við urðum nú að kveðja þet;
land dásemdanna, þar
hvaðeina hefur á sér dulrse:^
an ævintýrasvip, og þar ^
náttúran hefur skapað hve
meistaraverkið öðru fegurl‘
takmarkalausri fjölbreytn1’
Ritað haustið 1938-
MINNING FRÁ GOÐAFOSSI
FaSmar dalur fer'fiamanninn
finnw sínar innstu kenndir.
Elfan brýzt fram úr grýttu gljúfri.
Foss er þungur á bergsins brjósti.
blotnar grund og björg af ú'Sa.
HljóSþunginn berst í háloftsgeiminn.
GleZi og þróttur vekur áhorfandann.
Þ. K.
HEIMILISBLAP
[10]