Heimilisblaðið - 01.01.1954, Blaðsíða 22
Loks kom að því, að Andrés
fengi að reyna, hvað hann gæti.
— Beittu öngulinn, blótaðu
þrisvar og renndu svo út, ráð-
lagði Þórir.
Andrés leit þegjandi framan
í hann. Honum hafði verið inn-
rætt skikkanlegt munnferði í
heimahúsunum, þótt fátæk
væru.
— Þú skalt ekkert kæra þig
um formælingarnar, Andrés,
sagði Jóhann. Maður hefur oft
heyrt þetta, en aldrei hef ég
að minnsta kosti notað það, og
hef ég þó komið nokkuð á sjó.
Og ég hef þekkt góða sjómenn
og fiskisælna, sem aldrei not-
uðu það, bætti hann við.
— Það hefur þá ekki verið
mikill kjarkurinn í þeim, sagði
Þórir.
Jóhann leiddi hjá sér að
svara því.
Það var eins og drengurinn
yrði að nýjum manni, er hann
hafði rennt færi sínu í sjóinn.
Hið ólýsanlega seiðmagn, sem
grípur huga unglingsins, er
hann réttir hönd sína í þá dul-
arheima fengsins, sem sjórinn
er, greip Andrés nú föstum tök-
um. Þessi dökkgræna gullkista,
með iðandi bárukvikinu, sterk-
um sjávarþef, ómælisafli,
ómælisstærð, ómælisgnóttir
þekktra og óþekktra hluta í
skauti sínu. Hve dýrðlegt var
að reyna, hvað maður drægi
úr þessu skauti.
Að finna ölduna kvika um
færið og búast við því á hverju
augabragði, að sterklega væri
kippt í. Vonin fór sem elding
um huga hans. Hann togaði
í færið. Það var þungt, —
þungt.
Var það aldan?
Vonin barðist á milli óttans
á aðra hlið og dreymandi,
djúpþungrar öldunnar á hina.
Þegar aldan tók sinn náttúr-
lega andardrátt niður í djúpið,
barst færið með henni. Þegar
aldan andaði upp, barst færið
upp með henni, og ef ekkert
var á því, var það létt.
Andrés hélt niðri í sér and-
anum. — Aldan kom upp, en
— færið léttist ekki. Drengur-
inn togaði í. Færið var óhnik-
andi. Andlit Andrésar roðnaði
af áhuga, augun blikuðu. Há-
karl! Hann var að draga há-
karl!
Drengurinn steinþagði en
stóð sem fastast og stritaði af
kappi.
Þetta, sem hér er lýst, tók
aðeins fáein augnablik.
Allt í einu kom hnykkur svo
mikill, að Andrés steyptist
fram á draghjólið og borð-
stokkinn og hefði lent útbyrðis,
hefði Þórir ekki gripið til hans.
— Ætlarðu að drepa þig,
andskotans aulinn þinn? Hef-
urðu ekki vit á að biðja menn
að draga inn með þér, þegar
kennir þyngdar? Heldurðu
kannske, að þú dragir einn inn
hákarl?
Um leið hafði Þórir tekið
heljartökum á færinu. Það
forðaði Andrési frá f jörtjóni og
hélt nokkuð í við sjávardýrið.
En ekki orkuðu þeir tveir
miklu. Sex menn gengu á færið.
Að síðustu, er hákarlinn hafði
barizt á móti þeim um stund,
kom skepna sú hin mikla upp
úr sjónum. Það var stór há-
karl, og þótti mönnum hann
næsta ægilegur ásýndum, er
hann kom úr kafinu.
Ynjjstu mönnunum þama,
Andrési og Þórarni, varð mis-
munandi við. Þórarinn föln-
[18]
aði af ótta, en Andrés logaði af
áhuga.
Loks kom dýrið innbyrðis
og þóttist auðsjáanlega iUa
haldið, því það bylti sér svo
að brakaði í hverri rá og röng
skipsins. Kjafturinn stóð °P'
inn, þótt öngullinn stæði í hon'
um, og ógnaði hverjum þen11’
er þar kom nærri. Mennirmr
og skipið voru í stórhættu fyrir
hárhvössum tönnum dýrsins'
og skipið með öllu innbyrð>s
var í háska fyrir hreyfingurri
þess. Fátt var talað en hend"
ur hraðar og vissar stóðu fraP1
úr ermum.
Isólfur stakk sveðju mikiH1
á milli hvofta dýrsins og stöðv
aðist þá háskinn af kjafti há'
karlsins. Sögðu menn svo fra’
að aldrei hefðu þeir séð slík*
handtak af fimleik, sem ísólf
ur gerði þar, nema þá Andres
ar með austurtrogið.
Hnífar stóðu á lofti og a
hákarlinum, þar til hann var
opnaður og lifrin komin út. En
bar kom fleira. Mannsfótnr
uno fyrir kné og stígvél á.
Andartak kom stanz á menn-
— Bezt að fleygja þessU 1
sióinn, sagði Þórir.
— Maður gerir það ekk>>
sagði ísólfur. Hann tók fótinU
með virðulegum átökum, lag^1
hann í segl hjá sér, gerði kross
mark yfir og vafði svo segl>nl1
utan um fótinn.
Isólfur færði sig nokkuð til
og frá, á því ómælissviði, sem
bann var staddur á, eftir þvl’
hvar hákarlinn „beit bezt a •
Þorskur og ýsa komu npp 3
línunum líka, en minna af þelin
en því, sem mest var sot^
eftir að þessu sinni. En þarnS’
með sæinn að umhverfi og hirrl
HBIMILI8BLA*>lP