Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1954, Blaðsíða 34

Heimilisblaðið - 01.01.1954, Blaðsíða 34
ekki, hvernig hann komst að há- skólanum, en allt í einu stóð hann fyrir framan töfluna, þar sem til- kynningin hafði verið fest upp. Það leið góð stund, unz hann gat horft á þessa litlu vélrituðu tilkynn- ingu,- er hafði verið fest upp með hvítum teiknibólum. Hann var eins og maður, sem hlotið hefur dauða- dóm og veit, að um náðun getur brugðið til beggja vona, og þorir ekki að mæta augnaráði fangelsis- varðarins. En að lokum herti hann upp hugann og las. Fyrsta nafnið í tilkynningunni var ekki hans nafn. Á því átti hann líka von. Það fór um hann sársauka- kippur. Hann átti heldur ekki næsta nafn. Við því hafði hann heldur ekki búizt. En þriðja nafnið — hjarta hans hætti næstum því að slá — þriðja nafnið var hans: Duncan Stirling, Levenford. Honum hafði tekizt það! Hér var ekki um missýn að ræða! Sönnun- argagnið var með rauðu letri. Kraftaverkið hafði skeð. Hann hafði hiotið styrkinn. Hann gekk niður tröppurnar f ákafri geðshræringu. Allt í einu varð honum hugsað til Margrétar Scott. Það hefði verið gaman, ef hún hefði verið viðstödd! Hann varð strax að skrifa henni. Hún mundi samgleðj- ást honum! Þegar hann kom að styttunni af John Hunter, nam hann staðar andartak og rétti fram heil- brigða handlegginn. — Nú er ég byrjaður, John Hun- ter! Takmark mitt er að komast jafnlangt og þú! EGAR hann kom heim til sín, fór hann fram í eldhúsið. Fyrsta geðshræringin var afstaðin. Hann efaðist ekki lengur. Hann varð að fá útrás fyrir tilfinningar sínar. Hann varð að gefa öðrum hlutdeild í fögnuði sinum, sem var takmarka- laus. Hann tók utan um mittið á frú Gale og dansaði með hana um eldhúsgólfið. — Það fór eins og það átti að fara, góða mín! Ég hlaut styrkinn! — Almáttugur! Hún stritaði á móti. Ertu orðinn snarvitlaus? — Skilurðu það ekki? Hann lyfti henni upp og sneri henni í hring. Ég hef hlotið styrkinn, nægilegt fé til þess að greiða námskostnað minn í fimm ár. Nú get ég orðið læknir! — Slepptu mér, vitfirringurinn þinn, sagði hún hlæjandi, annars verður að sækja lækni til okkar beggja innan stundar! Hún stóð og kastaði mæðinni eftir að hann sleppti henni. — Á meðan ég man, þá er kom- inn til þín pakki. Hann kom rétt áður en þú komst heim. — Pakki til mín? Hann þaut upp stigann í hend- ingskasti. Og á gólfinu lá stór pakki vafinn striga. Hann flýtti sér að leysa utan af honum, og í ljós kom kassi með matvörum, m. a. hafra- mjöl og stór bókapakki. Það lá bréf ofan á bókunum. Hann reif það upp. Það var dagsett sama dag í húsi læknisins í Linton. ,,Kæri prófessor! Við höfum hugsað til yðar og heyrðum hinar gleðilegu fréttir sím- leiðis, áður en þér fréttuð þær sjálf- ur. Það veit hamingjan, að próf- dómendurnir hafa framið alvarlegt glappaskot með því að veita yður námsstyrk. En glappaskot eiga sér stað jafnvel við ágætustu háskóla. Ef þér hagnýtið yður ekki þetta tækifæri, eruð þér ekki sá maður, sem ég hélt að þér væruð. Jafn- framt ættuð þér að leggja yður á hjarta ráð gamals manns og vera ekki ginkeyptur fyrir öllum nýjung- um í læknisfræði. Hafið augun hjá yður. Víkið ekki frá grundvallar- reglunum. Og notið hina heilbrigðu, skozku skynsemi yðar! Við sendum yður smávegis, er gæti komið líkama yðar að gagni. Og persónulega sendi ég yður nokkr- ar af gömlu bókunum mínum, sem ég lít aldrei í framar. Þær eru einsk- is virði! Verið nú ekki með neina stórmennsku, eh látið okkur frétta af yður stöku sinnum, heimski, þrætugjarni og sérgóði Skoti! Guð blessi yður! Murdoch". Síðustu orðin las hann eins og x boku. Svo settist hann á rúmið sitt. í annað skipti á þessum sama degi ætluðu tilfinningarnar að bera hann ofurliði. Á meðan Duncan hraðaði ser húss Inglis rektors, var hann til a« við hugsa um, hversu námsár hans háskólann höfðu flogið hratt áfranJ’ líkt og laufblöðin, sem fuku eftk veginum. Hann var á fimmta arI við læknanámið, og í vetur átti hanh að taka seinni hluta embættisprófs ins. Eftir nokkrar vikur var hann orðinn læknir! Erfiðleikarnir höfðu sett á hann rúnir sínar. í fyrstu hafði hann haff ofan af fyrir sér með skrifstofu vinnu hjá fyrirtæki einu í bsenU • En í seinni tíð hafði hann orðið a þiggja tilboð, sem rektor hafði ger honum fyrst, þegar fundum þe'rfS bar saman. í hérumbil þrjú ár ha ^ hann verið til snúninga á heim rektors. Honum þótti orðið vsen* um Inglis rektor. í daglegri um gengni sýndi hann yfirlæti, en bak við brynjuna sló hlýtt og við' kvæmt hjarta. Frú Inglis var aftur á móti illkvittin og drottnunargjórn kona. Hún lét hann vinna eins og hún framast gat. Launin, sem hann fékk, dugðu ekki fyrir húsale'?u og fötum. Þegar hann kom inn í íbúð rek* ors, sem hann gekk alltaf inn i ba dyramegin, fór hann úr jakkanum setti á sig bláröndótta svuntu ^ byrjaði á hinni venjulegu vinnu a höggva brenni, sækja kol, hreins!1 eldhúsið og kveikja upp. Hann vfl í eldhúsinu. þegar frú Inglis ':orn inn. Hún var í frekar góðum ho um og klæddi sig áberandi. — Stirling, viljið þér kveikja upP í ofninum í dagstofunni. — Já, ég skal gera það, frú Inghs Hún horfði hvasst á hann. hfu gat ekki þolað hann. , — Þér verðið að flýta y®n Frænka mín er í heimsókn hjá me^ Hún hafði sérstaka ánægju auðmýkja hann. Hann var far að venjast því. Hann tók kolakaSS^ og dálítið brenni til uppkveikju ^ fór inn í dagstofuna. Og þar inn1 í bos- s» Margrét Scott í stólnum og las Hann stanzaði, þegar hann hana. Og hugur hans fylltist af inn^ byrgðri þrá eftir henni. Það . nokkrar sekúndur. unz hún át*8 sig á, hver hann var. Svo kallaði hún upp: t — Duncan! Það ert þú, Dune8 HEIMILISBLáPII) [30]

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.