Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1954, Blaðsíða 21

Heimilisblaðið - 01.01.1954, Blaðsíða 21
u^u kulda og hungur. — Is- kreiðurnar, sem ísbirnirnir gengu á, þegar þeir komu heim ^ Islands. Þeir átu fólkið. Klifruðu upp á þökin á torf- b^junum, þrýstu inn þekjunni °g rifu mennina í sig, unga og Kamla, þar sem þeir fengu færi a beim. Andrés og allir aðrir barna höfðu heyrt sagnirnar af beim, margar og endurtekn- ar> er sú viðureign hafði farið fratn. -— Já, — og í fornöld böfðu ættmenn hans sett upp fandnám á þessu óttalega landi ^rænlandi — og horfið það- an’ svo enginn virtist geta í e*knað út með réttu, hvað af beirn varð. — Nema Leifi bePpna, sem sigldi langt, langt a haf og fann feiknalega stórt land, sem nefnist Ame- riba. Líklegt, að skrælingjar, Ungur og ísbirnir hafi drepið a’ sem alveg hurfu — þegar U6lr drápu ekki hverjir aðra Andrés tók að hugsa um 0; FL °amanna sögu, sem hann afði lesið upphátt síðasta vet- sem kann var heima í b’ðurhúsunum. Og móðir hans afði sagt, að mikið hræði- líf hefði það verið, sem °Pur og börn hefðu átt fyrr a tíí í hrakningi á sjó og landi, aba vega á sig komin. Það '?6ri oft talað um Guðrúnu Svífursdóttur, Bergþóru.Hall- Berði og fleiri glæsikvendin, ^6rtl gátu gengið á móti öllu l’ er mætti þeim, en það var 6bki 0ft minnzt á Þóreyju, er 6ltl Var veik og hjálparlaus skil- lu eftir í þrælahöndum og var ^Vrt i rúmi sínu og sonur ^eunar, brjóstbarn, saug hana ar dauða. Og svo alla hrakn- 'Pgana, sem sá drengur lenti í lézt af, þótt faðir hans Hgj-- léti skera af sér geirvört- urnar og léti sjúga úr sér blóð- ið, segir sagan, til næringar drengnum. Drengurinn dó samt. Já, það var óttalegt land, Grænland. Landið með ísbirn- ina, sem ekki mátti nefna eftir sólarlag, því þá komu þeir. Já, Grænland, land skrælingja, sem átu hrátt og voru heiðnir. Það var þetta land. Þetta, sem sá á tindana á. Háa, snævi og jökli þakta tinda. Klakabreið- ur yfir miklu af landinu, sögðu menn. Klakabreiður, sem aldr- ei bráðnuðu. Af hverju var það þá kallað Grænland? Lík- lega af því, að það grænmataði í jöklana, þar sem eitthvað bar undan ljósi. Hafísinn var alltaf grænn í hliðina, í sprungum og skútum, er undan bar Ijósinu. — Þá erum við miðja vegu milli Islands og Grænlands, sagði Elías á Mýrum. — Já, það er sagt svo, að þegar maður sér á Grænlands- jökla, þá sé maður miðja vegu milli Islands og Grænlands. Það hafa hákarlamenn sagt mér áður, sagði Jakob í Dal. — Þá mun nú vera bezt að snúa sér að hákarlinum, sagði ísólfur. — Bara að við hefðum nú mannaket í beitu, sagði Þórir svarti. — Þú átt ekki að tala þessa óhæfu, þótt í gamni sé, sagði Jón á Gili. Þórir hló, svo að skein í all- an stóra, skjallhvita tanngarð- inn hans. Þú ert mjúklyndur maður, Jón. Þú ættir að vera heima hjá unnustunni, fyrst þú þolir ekki að hlusta á sjó- mannamál, sagði Þórir. Þeir áttu tal um munnmæla- sögur í þessu sambandi, þar til Þórir spurði Jón, hvenær hann ætlaði að kvænast. — Hvað kemur þér það við ? spurði Jón þurrlega. — 0, bara þetta, ef ég ætti ráð á stelpunni---------- — Þú þarft ekki að tala svona um stúlku, sem mér kemur við, enda varðar þig minnst um það, nær ég kvæn- ist . . . Þegar fyrsti hákarlinn kom í skipið, var mikið um dýrðir. Jakob í Dal veiddi hann á sitt færi. Mörg barefli og hnífar voru á lofti, en sá grái var fljótur að beita sér. Hann stefndi opnum kjafti að fót- um Andrésar og hefði vafa- laust sniðið þá fljótlega í sund- ur, hefði ekki austurtrogið góða verið þar til staðar. And- rés gleymdi allri tilverunni nema fótum sínum og troginu. Hann greip austurtrogið svo hart sem elding færi og stakk því í hákarlskjaftinn. Hákarl- inn bruddi austurtrogið á auga- bragði, en meira gat ekki þetta dýrmæta rándýr sjávarins gert að þessu sinni, því þá voru hnífar og barefli komin i góða aðstöðu, dýrið rist opið og lifr- in, hið eftirsótta og dýrmæta efni, valt út. Umbrotum þess- arar skepnu linnti ekki fyrr en hákarlinn var kominn í mörg stykki. En jafnvel þá titr- aði hvert einasta stykki af einhverju duldu lífsafli. Þeir „lágu þama all-lengi við“ og hver og einn af þeim eldri og reyndari reyndi veiði- sælni sína. Það kom upp á fær- um þeirra, en misjafnlega fljótt og misjafnlega stór dýr. Milisblaðið [17]

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.