Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1954, Blaðsíða 24

Heimilisblaðið - 01.01.1954, Blaðsíða 24
ingu, vendingu, ,,krussingu“, með fullum seglum, hálfum seglum og rifuðum seglum í nokkra klukkutíma, sáu menn ljósrák fara í gegnum kafalds- mökkinn og rokið. Henni brá fyrir hér og þar, sums staðar sem striki, sums staðar sem eldknetti. Eldur brast á stafni skipsins og sindraði neistum, sem sýndust fljúga á hverja tollu, svo sem verið væri að kveikja á eldspýtu á þeim. 1 sama bili heyrðist gnýr mikill í gegnum suðandi öskur sjáv- argangs og storms, gnýr eins og verið væri að mölva fjöllin í sundur með tröllhamri. Skip- verja setti hljóða við þetta fyrirbrigði. Andrés og Þórar- inn báðu fyrir sér í hljóði. — Verið við öllu búnir, kall- aði formaður. Jakob og Elías felldu seglin á augabragði. Hol- skefla mikil æddi á móti skip- inu. Stóð fyrst upp eins og nötrandi fjall, með organdi hljóði, hyítfyssandi faldi og helköldu myrkrinu undir upp- brotinu. Það var svo sem dauð- inn sjálfur ætti aðsetur inni við brjóst hennar, — þarna inni, — í kolsvörtu myrkrinu, kuld- anum og drekkjandi flóði hafs- ins. Holskeflan braut faldinn og dembdi sér yfir skipið. Enn fylltist austurrúmið. Menn undruðust andartak, að þeir skyldu komast lifandi undan slíku firna flagði. — Ausið, ausið þið, aularnir ykkar, sagði ísólfur enn. Fjórir menn gengu í austurinn, en að- eins þrír gátu ausið í einu. Há- karlinn hafði mölvað eitt aust- urtrogið. En austurtrogin gengu hratt hjá Þóri, Reginaldi og Bjarna á Gili. Hrævareldafyrirbrigðin end- urtókust ekki, en hrakviðrið og sjórinn héldu sínum velli. Sumir skipverja höfðu aldrei séð eldingu eða heyrt þrumu- veður fyrr, og það setti að þeim hjátrúarfullan geig að sjá þetta, og það mitt inni í blindhríðarveðri og úti á hafi. Nú var setzt undir árar. Þá kvað Elías á Mýrum: Fyrir norðan Núp og Rit nauðir anda i hverjum þyt, eldibrandar auka lit, erja fjendur kapp og strit. Þótt önnur aldan væri engu minni en sú fyrri, virtust menn geta tekið henni með enn meira jafnvægi. En þegar sú þriðja kom, kallaði Isólfur enn. Það var engin hræðsla í röddinni, ekki heldur formæling. Þetta mátti greina sem bezt, því það var eins og örstutt augnabliks dauðaþögn meðan holskefl- an reisti sig sem hæst og var að ná sér upp í fulla hæð og kraft. —Hver maður biðji nú fyr- ir sér, sagði Isólfur. Þessu líkar þrjár ,,systur“- öldur virtust oft gera vart við sig á hafinu undir slíkum kringumstæðum sem þarna voru, og menn vissu það, að sú síðasta yrði ekki minnst. Þegar Isólfur kallaði, þreif Þórir kistil hjá sér, og með hnefahöggi mölvaði hann lok- ið, tók þar upp fulla brenni- vínsflösku og þreif úr henni tappann. — Ég ætla að reyna nokkuð annað, ég fer þá glaðari niður, en ég ætlaði ekki niður núna, sagði hann, setti flöskuna á munn sér og teygaði vænan sopa, rétti svo þeim næsta. Ekki vitum við, hve margir höfðu tekið teyg úr flöskun®1' er hljóð kom aftur frá Isólfi- — Náðugi Guð, varðveittu sálir okkar í Jesú nafni. f sama bili féll holskeflan y' ir farið og hálffyllti það. Skipið kom fram úr þessarl stórhryðju á kjölnum Mennirnir vissu vart fyrst stað, hvort þeir voru í þessú111 heimi eða öðrum, þessi síðast® alda hafði skollið yfir þá 111e þvílíkum gný, að það var seU1 heimurinn hefði hrunið í l*u uð þeim. Þeir höfðu hellur fyr)r eyrum, svo hafði endurteki1111 þrýstingur brims og storP1 sótt lengi að eyrum þeirra sjórinn gengið undir sjókl*^ einkum um hálsmál og úlm Sumir voru holdvotir, Þra fyrir góð skinnklæði. Eftir nokkra hrakninga itt enu’ komust þessir menn Stigahlíð, þar sem heitir um dir ingarsvunta". Þar er lægi %° en lending engin, en þar ^ ur margur látið fyrirber3 ^ næturlangt í skjóli fyrir °ts . stormi og sjógangi. Þar na3 hefur líka margur týnt lrtl ^ grjóti og brimi, við Þa^ . reyna að lenda undir HIiel . eða verið hrakinn þar að laí^ í ofsanum upp í brimið grjótið. En þessir menn ^ fyrirberast í skjólinu, það 5 eftir lifði nætur. Undir morgun lægði gP og fsólfur komst til lands ^ alla menn lifandi, en sU þrekaða, einkum þá Þóra ^ og Andrés. Hergill var l3^3^ ur af þeim eldri. En 1116 glöddust yfir því að komnir til lands, heilu . höldnu að heita mátti, með nokkuð af veiði. Og f° ^ í landi gladdist ósegjanleg3 .5, heimilisb LAP lf> [20]

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.