Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1954, Blaðsíða 15

Heimilisblaðið - 01.01.1954, Blaðsíða 15
EINAR SIGURFINNSSON Hugleiðing, flutt í Skálholtskirkju 6. sunnud. eftir páska. Les Lúk. 11, 1—4. ÍESUS hafði verið á stað ^ohkrum að biðjast fyrir, °S er hann hafði lokið bæn- mni- korrt einn af lærisveinun- nrn til hans og sagði: „Herra, eíltl bú oss að biðja“. Þetta r 1 rauninni fyrsta bænin og nÞphaf allra bæna. Kenn oss i\' blÚja, því eins og Hallgrím- segir j)Vitum vér ei, hvers ^ja ber“. En, til þess að vér ^nilgum til Jesú, til þess að ^ra að biðja, verðum vér fyrst ag sEilja og sannfærast um, eitthvert gagn sé að því ,artli og bænariðjunni yfir hófuð. Eaerisveinninn, sem gekk til 0 ^ u °g bað hann þessarar ^nar> hefur verið sannfærður , nytsemi bænarinnar. Hann j bekkt þann ófrávíkjan- sið meistarans að biðjast , > bæði í einrúmi og opin- ^ *" e®a> hvað eftir annað. Og ^ai111 hefur fundið eða haft har*1^11^ um’ bessi venja afi Veri® tuegin styrkurinn og o Ia^inn i hans mikla starfi e buugu raunum. i S eins og vænta mátti var Pessari ■ stuttu, einföldu, barns- ‘egu k -------- ------ j, basn svarað fljótt og vel. tr 113 Var hænin flutt af þörf, °g fuiivissu um mátt Sóðviija jjaHg , er beðinn var. beSsVerilÍg svaraði nú Jesús ari bæn? Hann kenndi ^‘MlLlSBLAÐIÐ þeim bænina sígildu „Faðir vor“, bænina, sem felur í sér allar þarfir hvers einasta manns. Allar, bæði andlegar og líkamlegar þarfir. Hún er bæn fyrir biðjandann sjálfan og aðra. Svo efnismikil er þessi bless- aða bæn, að allar bænir krist- ins manns grundvallast á henni og felast í henni. Hún er svo blíð og einföld, að hvert barn, sem mæla má, getur numið hana og tileinkað sér hana. Faðir vor! Þú sem ert á himnum. Með djúpri lotningu og barnslegu trausti koma þessi ávarpsorð fram á var- irnar, og vér fyllumst sælli öryggistilfinningu af því að mega þannig nálgast vorn elsk- aða himneska föður. Og í full- vissunni um nálægð hans og áheyrn koma bænarorðin í sjö greinum. I þremur þeim fyrstu biðjum vér um það háleitasta og æðsta: Að Guðs naf n helg- ist. Þar í felst, að vér á eng- an hátt óvirðum Drottins nafn né vanhelgum það með þarf- lausum eiðum eða með því að leggja það við hégóma. Að Guðs ríki komi, eflist og út- breiðist. Og að hans vilji verði á jörðu sem himni. Fjórða bænin er um uppfyll- ingu allra vorra daglegu líkam- legu þarfa. Fimmta bænin er hið auð- mjúka andvarp þeirrar sálar, sem kramin er undir þunga synda og sektar, manns, sem finnur sig ómegnugan til að borga þær skuldir, sem á hon- um hvíla. Gef oss upp skuld- ir vorar, svo sem vér og gefum upp þeim, sem oss skulda. Athuginn vel efni þessarar bænar. Sjötta bænin er um vernd fyrir freisting- um og styrk til að standast þær. Og loks sú sjöimda um frelsun frá öllu því, sem illt er og skaðvænlegt. Og svo, að þessum bænar- orðum fluttum og framborn- um, bætum vér niðurlaginu við með viðurkenningu þess, að hans, föðurins himneska, er ríkið, mátturinn og dýrðin að eilífu — Amen. — Já, ég er fullviss um, að bænin er heyrð og þér þóknanleg. Vér höfum nú í stuttu máli virt fyrir oss bænina beztu og fullkomnustu. Bænina, sem skráð er og til vor komin frá hendi nánustu lærisveina frels- ara vors Jesú Krists, fram- sagða og þeim kennda af hon- um sjálfum, sem var og er hinn eini sanni meðalgangari milli Guðs og manna. Vegurinn, sannleikurinn og lífið. Sá bjargfasti grundvöllur, sém aldrei haggast. Þótt stormar og stórviðri og æðisgengnar öldur dynji á, skekki og tortími glæstum höll- um og öðrum byggingum, stendur sú bygging, sem á hon- um er grundvölluð. Á honum, þessum óhagg- anlega grundvelli, er kirkja Krists reist í upphafi, og á hon- um stendur hún og mun standa um allar aldir, uppbyggð af [11]

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.