Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1954, Blaðsíða 36

Heimilisblaðið - 01.01.1954, Blaðsíða 36
seinna. Það er svo gjörólíkt hinni nýju Vín. Hún hristi höfuðið, eins og til þess að reka burtu óþaegilegar minn- ingar. — Ónáðar það yður, þótt ég leiki ? — Nei, flýtti hann sér að svara. Mér þykir gaman að músík. Það^yar fallegt lag, sem þér lékuð, þegar ég kom inn. Hún kippti höfðinu aftur og horfði með stirðnuðum andlitsdráttum út i loftið. Fingur hennar liðu létt yfir nótnaborðið. — Músík! Dáleiðsla! Hún er það fyrir mig. Komið inn og hlustið, þegar yður langar til. Hún sagði honum að fara á óvænt- an og persónulegan hátt, og án þess að hann móðgaðist. — Góða nótt, doktor Geisler, sagði hann. Ég vona, að við verð- um góðir vinir. Á meðan hann gekk upp stigann barst músík hennar til hans í sér- kennilegum og samstilltum tónum. 4. kapítuli. Heimsóknir. UNCAN átti von á Margréti á hverri stundu. Frú Gale hafði lánað honum hvítan borðdúk og blómavasa, sem hann hafði fyllt með hvítum rósum. Hann átti kex, kök- ur og jarðarberjamauk handa gesti sínum. En hann hafði orðið að fara með úrið og keðjuna frá föður sín- um til veðlánarans, til þess að geta keypt rósirnar. Hann leit yfir borðið. Jú, það var harla gott. Hann heyrði létt fóta- tak Margrétar í stiganum. Andartaki seinna gekk hún inn í herbergið, glæsileg i stuttri minkkápu með snotra litla húfu og handskjól úr sams konar skinni. Kinnar hennar voru rjóðar eftir bitran austanvind- inn. Augu hennar ljómuðu. — En hve þetta er skemmtilega lítið herbergi, kallaði hún upp og rétti honum höndina og virti fyrir sér herbergið kímin á svip. Býrðu virkilega hérna? Köttur getur tæp- lega snúið sér hérna við, Duncan! — Ég þarf heldur ekki að sjá um neinn kött! Hann brosti hamingjusamur. Augu hans ljómuðu af ósegjan- legri gleði yfir því, að hún skyldi vera komin í herbergið hans. Og meðan hann hellti teinu og rétti henni bollann, sagði hann alvarleg- ur í bragði: — Það er mikill viðburður, að þú skulir koma hingað, Margrét! Ég get ekki sagt þér, hversu þýð- ingarmikið það er . . . Hann hætti í miðri setningu. — Ég skal ekki þreyta þig með þess háttar útskýringum. Má ekki bjóða þér köku? — Þú þreytir mig alls ekki, Dun- can. — Jæja, þá, mælti hann hikandi röddu. Mig langaði bara til að segja þér, hve mikils virði þú hefur verið fyrir mig í öll þau ár, sem ég hef barizt áfram. — Þú ert engill, mælti hún hreyk- in. Gefðu mér aftur í bollann og talaðu meira við mig um þetta. Hann varð hrærður. Fundir þeirra voru ánægjulegri en hann hafði þor- að að vona. En á meðan hann var að hella tei í bollann hennar, var barið harkalega að dyrum og kallað var drynjandi röddu: — Ertu heima, Duncan minn! Það var kveljandi þögn, unz hann spurði: — Hver er það? En hann vissi mætavel, hver kominn var. — Það er faðir þinn! Ég er kom- inn í heimsókn! r V,. FAÐIR hans! Hann hafði sízt átt von á honum. Hann stóð á f®t- ur, en í sama bili var hurðinni hrundið upp og Langi-Tom kom inn með Rusty á hælum sér. Langi-T°nl var drukkinn og slagaði. En andht hans ljómaði af gleði yfir því að sja son sinn. — Hvernig liður þér, drengur minn? hikstaði hann út úr sér. Hann breiddi faðminn á móti Duncan og faðmaði hann að sér, og hundurinn flaðraði upp um gam'® húsbónda sinn, ölvaður af gleði. Það var eins og illum öndum hefð' verið sleppt inn í þetta litla herberg1- Langi Tom var valtur á fótum, °& vasinn, með rósunum í, datt á gótí' ið og brotnaði. — Hvert þó í logandi! Það rann talsvert af Langa-Tom, þegar vasinn brotnaði, og hann reyndi að vera stöðugur á fótunum. — Ég vissi ekki, að gestur værl hjá þér! Og svei mér þá, ef það er ekki ungfrú Margrét. Mér þyk‘r vænt um að hitta yður! Hann ret*;1 fram höndina. Hún lét eins og hún sæi hann ekki. — Setztu nlður, pabbi. Duncan tók örvæntingarfullur undir handlegg föður síns og leiddi hann að stól. — Þú hefur gott 8 tebolla. Framh- Dagurinn byrjar vel með siniffi ií> [32] HEIMILISBLAP

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.