Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1954, Blaðsíða 13

Heimilisblaðið - 01.01.1954, Blaðsíða 13
EYÞÓR ERLENDSSON r\AÐ er yndislegan dag í byrjun júlímánaðar, árið ^938. £g er ^ iejg austur á 0rsrnörk, ásamt skemmti- ferðafólki úr Reykjavík og y gdarmanni okkar, Helga Er- _eridssynj bónda að Hlíðarenda 1 PlÍótshlíð. Leiðin liggur yfir víðáttu- ^ikla sandfláka og auðnar- Er það árangurinn af ^^gra alda starfsemi Þverár, ' ertl hér blasir við auganu á Sv° Ömurlegan hátt. Og þessi starfsemi hennar heldur stöð- ugt áfram. Ár frá ári brýtur airi ávallt meira og meira af ^•aslendi hlíðarinnar og færir ^ig út kvíarnar smám sam- j*11’ svo að til stórvandræða °rfir. Sérhver ferðamaður, S6ln leggur leið sína yfir þess- 'r auðnir, hlýtur að veita þessu atpygli. En slíkar hugleiðingar 'erða brátt að engu, því hin 'laisilega útsýn, er þarna gef- 1 nvarvetna að líta, dregur að 'er alla athyglina með ómót- 'taeðilegu afli. Annars vegar lðgræn Fljótshlíðin, með öll- ^lTl sínum fögru fossum og agUrniðandi lækjum, er senda r_a sér hljómþýða tóna út yfir ^Ágrennið. Og þá er Eyjafjalla- h°kull, sem takmarkar útsýnið lRs vegar, eigi síður tilkomu- ^ikill og glæsilegur. Ber hann j-gishjálm yfir allt annað á 6ssum slóðum og er hinn feg- „rsti á að líta. Hið neðra er i°kullinn umluktur stórfeng- ^MlLISBLAÐIÐ legum hamrabeltum, en allur efri hluti hans er hulinn geysi- miklum klakafeldi, er glitrar undurfagurt í skini sólarinnar og tekur á sig ótal litbrigði á hinum ýmsu tímum sólar- hringsins. Allur er jökullinn í senn hrikalegur og heillandi fagur. Á tveim stöðum ganga ferlegir skriðjöklar allt ofan úr hájökli niður á aurana—við rætur jökulsins — og sér víða mótafyrir gínandi jökulsprung- unum. Veitir allt þetta ferða- manninum þá sýn, er seint má- ist af sviði minninganna.. Þrátt fyrir margs konar tor- færur, sem á leið okkar verða, höldum við rakleitt áfram og nemum hvergi staðar, svo telj- andi sé, fyrr en komið er alla leið austur á Þórsmörk. Er þá fyrst haldið í Húsadal. Þar stígum við af baki, tökum reið- tygin af hestunum og látum þá svo njóta frelsis og hvíldar í grænu haglendinu. 1 Húsadal er dásamlega fag- urt. Teygist fagurgrænn skóg- urinn hvarvetna um dalinn, og loftið er þrungið indælum skógarilmi. Við t.ylltum okkur nú i eitt rjóðrið í skóginum og snædd- um af nesti okkar. Er ég hafði matazt, rauk ég á fætur og reikaði um milli trjánna. Ég vildi fá að njóta sem bezt hinnar undursamlegu fegurðar, er ríkti hér allt um kring. Þegar ég hafði gengið dálítinn spöl, settist ég á grasi- vaxna hæð, þar sem einna bezt var útsýni ýfir dalinn. Varð ég þá sem heillaður af fegurð hans og yndisleika. Mér fannst ég vera staddur í einhverju sælu- ríki, er stæði langt ofar allri jarðneskri tilveru. Skógarilm- urinn, vorfuglakliðurinn og vatnaniðurinn rann hér allt saman í eitt á furðulegan hátt. Ljúfur andvari lék um trjá- toppana og vaggaði liminu of- Á GoSalandsjökli. [9]

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.