Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1954, Blaðsíða 30

Heimilisblaðið - 01.01.1954, Blaðsíða 30
MANNDÓMSÁR FRAMHALDSSAGA EFTIR A. J. CRONIN Rósemi hennar espaði Duncan. — Eruð þér vön að taka þannig á móti flökkurum, sem fara hér framhjá? spurði hann. — Já, við gerum það. Ég hélt, að þér væruð einn af þeim, þangað til þér komuð hingað inn. En flakk- arar eru aldrei ósvífnir, fyrr en þeir hafa fengið eitthvað að borða. — Ég veit ekki til, að ég hafi ymprað á, að ég væri soltinn. — Jú, víst eruð þér svangur, reynið ekki að þræta fyrir það. Hann var svo undarlega ruglað- ur, að hann gat ekki hugsað skýrt. Það var notalegt í eldhúsinu. Mið- degisverðurinn var á eldavélinni og lyktaði dásamlega. — Hvernig stendur eiginlega á ferðum yðar hingað? spurði hún. Hún horfði á hann mildum augum. Mig langar til þess, að þér segið mér nafn yðar og hvert þér eruð að fara. Hann fann allt í einu til vinsemd- ar gagnvart henni, eins og hún væri systir hans. — Ég ætla til St. Andrews-há- skólans. — Og læra? Augu hennar ljóm- uðu. Hvað ætlið þér að læra? — Læknisfræði . . . Hún klappaði saman höndunum. — Það var gaman! Pabba þykir gaman að heyra það. Hann kem- ur bráðum heim úr sjúkravitjunum sínum. — Er hann læknir hér í hérað- inu? spurði Duncan. Hún kinkaði kolli. — Já, sá eini á milusvæði. AU heyrðu mölina marra undir bílhjólum, og svo var hurð skellt aftur. Augnabliki seinna kom Mur- doch læknir inn. Hann var lítill og klunnalegur í vexti, með rautt, veð- urbarið andlit. Hann hefði vel getað verið í kringum sextugt. Starfið og árin höfðu merkt hann rúnum. Yfir- skegg hans var grátt, og stingandi augun báru sama lit. Gömul veiði- húfa hallaðist niður fyrir vinstra eyra. Hann var í siðum skozkum frakka, sem náði honum hérumbil niður á hæla. A fótum bar hann sterklega skó. — Jean! Jean! Er maturinn til- búinn ? kallaði hann. Ég er svo soltinn, að ég gæti etið heilt naut! Allt í einu kom hann auga á Duncan. Hann nam skyndilega stað- ar og virti ókunna manninn fyrir sér frá hvirfli til ilja. Hann hélt áfram að horfa á gestinn á meðan hann fór úr frakkanum. — Jæja, við höfum þá fengið einn enn! Hann er hálfdauður eins og hinir, Jean! Þú hræðir úr mér liftóruna, ef þú hættir ekki að bjóða öllum þeim inn, sem hér eiga leið framhjá. Og hamingjan sanna, ef þetta er ekki unglingur . . . Jæja, ungi maður, hvað hafið þér að segja yður til málsbóta? — Ekkert! Duncan stóð á fætur. Svipur hans harðnaði. En læknirinn lét móðan mása. — Ég er ekki vanur slíku svari í mínum húsum, og sízt frá nýgræð- ingi, sem hefur borizt með vindin- um inn í eldhúsið, þrumaði gamli læknirinn. — Ég get farið eins fljótt og ég kom. Duncan gekk í áttina til dyranna. — Stanzið! hrópaði Murdoch. Þér eruð uppstökkur gapi! Haldið þér, að ég kæri mig um að reka dýr eða menn út í slíkt veður? Þetta var bara spaug! Hamingjan góða, hvað þér getið verið skapbráður! Gráu augun horfðu brosandi á Duncan. — Og svei mér þá, ef mér ast ekki vel að yður einmitt P fr» vegna. Duncan kom hægt aftur dyrunum. Hann fann allt í einn svima og máttleysis. Hann ri fram og aftur og skalf af kulda, s^, að tennurnar glömruðu í 11111 hans. ■Murdoch flýtti sér til Aans hjálpaði honum að setjast á stól- Rödd hans var nú mjög vingjar ® — Nei, nei. Þetta þýðir ekki- fáið lungnabólgu, ef þér skiptið e ^ um föt. Jean! Náðu í eitthva fötum af mér! Duncan var sem nýr maður, ar hann var kominn í þurr og föt og hafði þvegið sér um nen og andlit úr heitu vatni. En au að var hann glorsoltinn. . Gamli læknirinn horfði rannsa andi á gest sinn. — Kvöldverðurinn er bráðum búinn. Þér virðist vera karl í inu. Svei mér þá, ef ég býð >' , ekki að borða með okkur i1111 borðstofunni. «, til bot55 . bans’ zkuf’ Þegar Duncan settist með Murdoch lækni og dóttur 1 var hann álappalegur og þrjoZ En þegar maturinn var borinn t ^ gleymdi hann öllu öðru og aði, eins og hann hefði aldrei i feng' boPn ið ærlega máltíð. Fyrst var ^ fram skozk súpa, siðan meyrt^r safamikið sauðarlæri. Dalurinn t. Auk ÞeS frægur fyrir háfjallafé sitt. —- fengu þau bakaðar kartöflur j næpur úr garði læknisins. í ® ^ var stikilsberjaterta með rjóma. ^ var svo þykkur, að hann drauP e úr skeiðinni. ^ Kynleg meðaumkun Sa8n,rtj gamla lækninn, þegar hann R»nn dótb' gest sinn fyrir sér í laumi, horfði íbygginn og spyrjandi a 1 ur sína og sagði: — Dálítið meiri rjóma, herra • ég heyrði aldrei nafnið! — Stirling, tautaði Duncan. can Stirling ... . /M endur nafn’ , Séus Guði sé lof, enda þótt þer ^,0 furðulega þrjózkur náungi ungum manni að vera. Borðið'- ert fjörgar menn eins og gó® tíð . . . Duncan Stirling, hinn. Sko, það er gott skozkt - ^ HEIMILISBéAP \9 [26]

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.